BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?
Lífseigur heili pólsýslans
ÞEGAR dýr leggst í vetrardvala lækkar líkamshiti þess. Hve mikið getur hann lækkað án þess að dýrið beri skaða af? Tólf pólsýslar, sem voru rannsakaðir, virðast eiga metið því að líkamshiti þeirra fór niður í 2,9 stig undir frostmarki. Hvernig fer sýslinn að því að þola svona mikinn kulda án þess að heilinn frjósi?
Hugleiddu þetta: Á meðan sýslinn liggur í vetrarhíði sínu skelfur hann sér til hita á tveggja til þriggja vikna fresti. Við það nær hann eðlilegum líkamshita sem er 36,4 gráður og heldur hita næstu 12 til 15 klukkustundirnar. Að sögn vísindamanna á þessi upphitun, þótt hún standi stutt, sinn þátt í að halda heilanum á lífi. Þar að auki virðist höfuð sýslans halda ögn meiri hita en aðrir líkamshlutar. Á rannsóknarstofu mældist hitinn á hálsi dýranna aldrei lægri en 0,7 gráður.
Heili pólsýslans er farinn að starfa eðlilega á innan við tveimur klukkustundum eftir að hann vaknar úr vetrardvala. Ein rannsókn gaf til kynna að heilinn virki jafnvel betur eftir dvalann. Sérfræðingar standa á gati yfir því hve fljótt dýrið nær sér eftir dvalann og líkja því við nýjan gróður sem tekur að spretta upp úr sviðinni jörð aðeins fáeinum dögum eftir skógarelda.
Vísindamenn vonast til að rannsóknir á pólsýslanum muni auka skilning þeirra á möguleikum mannsheilans. Markmið þeirra er að finna út hvernig megi fyrirbyggja eða jafnvel laga frumuskemmdir í heila af völdum sjúkdóma eins og Alzheimers.
Hvað heldurðu? Þróaðist lífseigur heili pólsýslans? Eða býr hönnun að bak?