Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 VIÐTAL | CÉLINE GRANOLLERAS

Nýrnasérfræðingur skýrir frá trú sinni

Nýrnasérfræðingur skýrir frá trú sinni

Céline Granolleras er læknir í Frakklandi og hefur sérhæft sig í nýrnasjúkdómum. Eftir að hafa starfað sem læknir í meira en tvo áratugi fór hún að trúa að til sé skapari sem er annt um okkur. Vaknið! spurði hana út í trú hennar og störf.

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér.

Fjölskylda mín flutti frá Spáni til Frakklands þegar ég var níu ára. Foreldrar mínir voru kaþólskir en ég hætti að trúa á Guð þegar ég var 16 ára. Mér fannst trúarbrögð gagnslaus. Ef einhver spurði mig hvernig lífið gat hafa orðið til ef Guð er ekki til svaraði ég: „Vísindamenn geta ekki útskýrt það enn sem komið er en einhvern tíma eiga þeir eftir að gera það.“

Hvað varð til þess að þú fórst að rannsaka nýrnasjúkdóma?

Ég stundaði nám við læknaskóla í Montpellier í Frakklandi. Einn prófessorinn hvatti mig til að sérhæfa mig í nýrnasjúkdómafræði. Þessi starfsgrein felur bæði í sér rannsóknir og umönnun sjúklinga en það var einmitt það sem ég hafði áhuga á. Árið 1990 tók ég þátt í rannsókn á notkun rauðkornavaka til að stjórna myndun rauðra blóðkorna í beinunum. Á þeim tíma var þetta frekar nýlegt rannsóknarsvið.

Af hverju fórstu að hugsa um Guð?

Árið 1979 byrjaði Floréal, maðurinn minn, að kynna sér Biblíuna með aðstoð votta Jehóva. En ég hafði engan áhuga. Ég fékk nóg af trúarbrögðum sem barn. Maðurinn minn og börnin okkar urðu engu að síður vottar og ekki leið á löngu þar til nær allir vinir okkar voru vottar.  Þar á meðal var Patricia en hún lagði til að ég prófaði að biðja. „Þú hefur engu að tapa ef Guð er ekki til,“ sagði hún. „En ef hann er til sérðu hvað gerist.“ Mörgum árum seinna fór ég að velta fyrir mér tilgangi lífsins og minntist þess sem Patricia hafði sagt. Ég bað um að fá skilning.

Af hverju fórstu að velta fyrir þér tilgangi lífsins?

Hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana í New York fékk mig til að velta fyrir mér af hverju illskan er svona mikil. Ég hugsaði með mér: „Trúarofstæki ógnar framtíð okkar. En vottar Jehóva eru alls staðar í kringum mig og þeir eru ekki ofstækisfullir. Þeir eru friðsamir og fara eftir því sem stendur í Biblíunni. Kannski ætti ég að líta í hana líka.“ Ég fór því að lesa Biblíuna upp á eigin spýtur.

Fannst þér erfitt að trúa á skapara þar sem þú ert læknir?

Nei. Ég bar mikla virðingu fyrir flókinni hönnun mannslíkamans. Til dæmis finnst mér stórkostlegt hvernig nýrun stjórna magni rauðra blóðkorna í blóðinu.

Hvað áttu við?

Ég skildi að enginn annar en Guð getur hannað eitthvað þessu líkt.

Eins og þú kannski veist flytja rauðu blóðkornin súrefni. Að missa mikið blóð eða fara upp í mikla hæð veldur súrefnisskorti. Nýrun eru með súrefnisnema. Þegar þeir skynja súrefnisskort í blóðinu örva þeir framleiðslu á rauðkornavaka, og magn rauðkornavaka í blóðinu getur þúsundfaldast. Rauðkornavakinn örvar beinmerginn til að framleiða rauð blóðkorn sem geta flutt meira súrefni. Þetta er stórkostlegt ferli! Þótt ótrúlegt sé rannsakaði ég þetta ferli í tíu ár áður en ég skildi að enginn annar en Guð getur hannað eitthvað þessu líkt.

Hvernig leist þér svo á Biblíuna?

Ég hafði lesið fullt af sagnfræðibókum og þekktum skáldsögum en þegar ég las Biblíuna gerði ég mér strax grein fyrir að hún var ólík öðrum bókum. Ráð hennar virka svo vel að þau hljóta að koma frá einhverjum æðri manninum. Jesús heillaði mig. Hann var mannlegur, hann hafði tilfinningar og hann átti vini. Ég vildi ekki nota rit Votta Jehóva til að leita að svörum við spurningum mínum svo að ég fletti upp í alfræðibókum og öðrum uppflettiritum.

Við hvaða spurningum leitaðirðu svara?

Ég lagðist í rannsóknir og fletti upp í sagnfræðibókum ... Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að þessi biblíuspádómur hafði ræst á réttum tíma.

Meðal annars vakti það áhuga minn að skírnarár Jesú er sagt fyrir í Biblíunni. Þar kemur nákvæmlega fram hversu langur tími átti að líða frá 20. stjórnarári Xerxesar Persakonungs til ársins sem Jesús kom fram sem Messías. * Ég er vön því að kryfja málin til mergjar – það tilheyrir starfi mínu. Ég lagðist í rannsóknir og fletti upp í sagnfræðibókum til að staðfesta hvenær Xerxes réð ríkjum og hvenær Jesús prédikaði hér á jörð. Að lokum komst ég að því að þessi biblíuspádómur hafði ræst á réttum tíma og að hann hlaut að hafa verið innblásinn af Guði.