Úr ýmsum áttum
Afríkulönd Sunnan Sahara
„Aðeins 38 prósent barna undir fimm ára aldri eru með fæðingarvottorð.“ Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF um Afríkulönd sunnan Sahara. „Sums staðar í þessum heimshluta er þó nauðsynlegt að börn séu skráð svo að þau njóti heilbrigðisþjónustu og menntunar og fái arf eftir foreldra sína ef þau verða munaðarlaus,“ segir Elke Wisch, aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í austan- og sunnanverðri Afríku.
Ítalía
Samkvæmt einni könnun óttast unglingar á Ítalíu hvað mest rafrænt einelti. Sjötíu og tvö prósent krakka á aldrinum 12 til 17 ára segjast óttast rafrænt einelti. Það er hærra en hlutfall þeirra sem óttast eiturlyfjafíkn (55 prósent), að verða áreittir af einhverjum fullorðnum (44 prósent) eða að smitast af kynsjúkdómum (24 prósent).
Japan
Í dagblaðinu The Japan Times kemur fram að stöðugt fleiri ungir Japanir hafni stöðuhækkun í vinnunni. Fjörtíu prósentum finnst erfitt að horfa upp á hve siðferði fólks er ábótavant og óheiðarleiki útbreiddur. Mörgum starfsmönnum finnst þeir ekki geta rætt skoðanir sínar opinskátt við yfirmenn. Áður fyrr var fólk tilbúið til að halda tryggð við vinnuveitendur sína en núna halda 60 prósent ungra starfsmanna einfaldlega í vinnuna þangað til eitthvað betra býðst.
Brasilía
Á árunum 1980 til 2010 voru nálega 800.000 manns skotnir til bana í Brasilíu. Yfir 450.000 fórnarlambanna voru á aldrinum 15 til 29 ára. Rannsókn á nýlegri glæpum sýnir að manndráp megi oft rekja til rifrildis á heimilinu, nágrannaerja, afbrýðisemi eða deilna í umferðinni.