Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Úr ýmsum áttum

Úr ýmsum áttum

BANDARÍKIN

Tölur frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna sýna að 14,5 prósent fjölskyldna þar í landi, eða 49 milljón manns, „gátu ekki brauðfætt alla á heimilinu eða voru ekki viss um að geta það“ einhvern tíma á árinu 2012.

SPÁNN

Könnun meðal háskólanema leiddi í ljós að um 56 prósent kvenna og 41 prósent karla sögðust fara á fyllirí. Í könnuninni var fyllirí miðað við að karlar drykkju að minnsta kosti átta hefðbundna drykkjarskammta í einni lotu og konur sex.

KYRRAHAF

Vísindamenn, sem tóku sýni á 11.000 metra dýpi í Maríanadjúpálnum, komust að því að þar dafna bakteríur og aðrar örverur þrátt fyrir svartamyrkur, ógurlegan þrýsting og hitastig nálægt frostmarki. Áður héldu menn að líf gæti varla þrifist á svo miklu dýpi.

SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN

Í baráttu við offituvandann buðu yfirvöld í Dúbaí þegnum sínum á síðasta ári eitt gramm af gulli, sem var þá að andvirði um 5.400 króna, fyrir hvert kíló sem þeir misstu. Til að fá gullið þurfti fólk að skrá sig og síðan léttast um að minnsta kosti tvö kíló í föstumánuðinum ramadan.