Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Skoltur krókódílsins

Skoltur krókódílsins

Krókódíllinn er með kröftugasta bit sem mælst hefur hjá núlifandi dýrum. Til dæmis getur sækrókódíllinn, sem er að finna í nágrenni Ástralíu, bitið næstum þrisvar sinnum fastar en ljón eða tígrisdýr. Þrátt fyrir það er skoltur krókódílsins ótrúlega næmur fyrir snertingu, jafnvel næmari en fingurgómar mannsins. Hvernig má það vera þar sem krókódíllinn er með svo þykkan skráp?

Þúsundir skynfæra eru á skolti krókódílsins. Eftir að hafa rannsakað dýrið skrifaði vísindamaðurinn Duncan Leitch: „Hver einasti taugaendi liggur í gegnum gat á höfuðkúpunni.“ Þetta verndar taugaþræðina í kjálkanum en gefur dýrinu næmni sem er svo mikil að á sumum blettum er hún meiri en hægt er að mæla með tækjum. Krókódíllinn getur á þennan hátt greint á milli þess hvort hann er með fæðu í kjaftinum eða aðskotahlut. Á sama hátt getur krókódílsmóðir borið ungviðið í kjaftinum án þess að slysast til að kremja það. Skoltur krókódílsins er afar sérstök blanda kraftar og næmni.

Hvað heldur þú? Þróaðist skoltur krókódílsins eða býr hönnun að baki?