Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | HEFURÐU STJÓRN Á EIGIN LÍFI?

Áskorun: Yfirþyrmandi álag

Áskorun: Yfirþyrmandi álag

BÖRNIN þurfa athygli þína. Á stundinni! Vinnuveitandinn þarf líka á þér að halda. Og makinn kallar á þig. Samtímis ertu að reyna að sinna veiku foreldri. Þó að þú hafir ekki ætlað þér að hafa lífið svona, fer öll orkan í þetta. „En hvað get ég gert?“ spyrðu þig. „Þau þarfnast mín!“ Það er líklega hvorki þér né þeim fyrir bestu að þú hlaupir eftir öllum þörfum þeirra. Hvernig geturðu náð aftur stjórn á lífi þínu?

DÆMI ÚR BIBLÍUNNI: MÓSE

Móse var einn um að dæma í málum fólks í Ísrael til forna. Honum fannst hann líklega vera að gera einungis það sem þurfti. En tengdafaðir hans sagði við hann: „Þú ferð ekki rétt að. Þú gerir bæði sjálfan þig og fólkið, sem hjá þér er, örþreytt.“ Hann lagði til að Móse skipaði hæfa menn til að dæma og að þeir gæfu Móse eingöngu erfiðustu málin til úrlausnar. Hver yrði árangurinn? Tengdafaðir hans sagði við hann: „Ef þú gerir þetta mun þér takast það sem Guð felur þér. Þá getur allt þetta fólk farið ánægt heim til sín.“ – 2. Mósebók 18:17-23.

HVERNIG FER DELINA AÐ?

Delina er haldin vöðvaspennutruflun eins og nefnt var í fyrstu greininni. Hún annast einnig þrjá fatlaða bræður sína. „Ég hef lært að það dregur úr streitu að hugsa um einn dag í einu og fresta ekki því sem þarf að gera,“ segir hún. „Ég tala við aðra um aðstæður mínar og fæ þar af leiðandi meiri aðstoð, meðal annars frá manninum mínum. Ég gef mér líka dálítinn tíma á hverjum morgni til að vinna í garðinum – en ég hef mikla unun af því.“

„Öllu er afmörkuð stund.“ – Prédikarinn 3:1.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Ef þú hefur ekki stjórn á eigin lífi vegna yfirþyrmandi álags skaltu prófa eftirfarandi:

  • Athugaðu hvort þú getur fengið aðstoð frá öðrum. Eru börn á heimilinu sem geta hjálpað til? Áttu ættingja eða vini í nágrenninu sem gætu aðstoðað þig?

  • Láttu aðra vita hverju þú þarft á að halda. Talaðu til dæmis við yfirmann þinn ef hann gerir óraunhæfar kröfur til þín. Þú þarft samt ekki að gefa honum úrslitakosti. Láttu hann einfaldlega vita hvað þú ert að berjast við. Kannski er hann fús til að létta álagið.

  • Skrifaðu niður hve mörgum verkefnum þú þarft að sinna á einni viku. Er hægt að biðja aðra um að sinna einhverjum þeirra?

  • Vertu skynsamur þegar þú færð heimboð og afþakkaðu kurteislega ef þú hefur ekki tíma eða krafta til að vera með öðrum.

Mundu: Ef þú reynir að gera allt getur endað með því að þú kemur engu í verk.