Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Að tala saman af virðingu er eins og steinlím sem styrkir hjónabandið.

FYRIR HJÓN

3: Virðing

3: Virðing

HVAÐ FELUR HÚN Í SÉR?

Í hjónabandi þar sem gagnkvæm virðing ríkir hætta hjónin ekki að elska hvort annað þótt þau séu stundum ósammála. „Hjónin standa ekki föst á sinni skoðun. Þess í stað ræða þau um ágreiningsmálin. Þau hlusta hvort á annað af virðingu og finna milliveg sem þau geta bæði sætt sig við,“ segir í bókinni Ten Lessons to Transform Your Marriage.

MEGINREGLA: „Kærleikurinn ... leitar ekki síns eigin.“ – 1. Korintubréf 13:4, 5.

„Virðingin fyrir konunni minni birtist í því hvernig ég lít á hana. Hún er mér dýrmæt og ég vil ekki gera neitt sem skaðar hana eða hjónaband okkar.“ – Micah.

HVERS VEGNA ER VIRÐING MIKILVÆG?

Ef hjón sýna hvort öðru ekki virðingu gætu samræður þeirra farið að einkennast af gagnrýni, kaldhæðni og jafnvel fyrirlitningu – en samkvæmt rannsóknum eru þetta merki um að hjónaskilnaður gæti verið í vændum.

„Niðrandi athugasemdir, dylgjur eða brandarar á kostnað eiginkonu þinnar munu einungis skaða sjálfstraust hennar, traustið til þín og hjónaband ykkar.“ – Brian.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT

SJÁLFSRANNSÓKN

Fylgstu með samræðum ykkar og hegðun í eina viku. Spyrðu þig síðan:

  • „Hversu oft gagnrýndi ég maka minn og hversu oft hrósaði ég honum?“

  • „Á hvaða mismundandi vegu sýndi ég maka mínum virðingu?“

RÆDDU VIÐ MAKA ÞINN

  • Hvaða orð og hegðun fær ykkur til að finnast að ykkur sé sýnd virðing?

  • Hvaða orð og hegðun lætur ykkur finnast að ykkur sé sýnd óvirðing?

RÁÐ

  • Skrifaðu niður þrjú atriði þar sem þú myndir vilja að þér væri sýnd meiri virðing. Biddu maka þinn að gera það sama. Skiptist á listum og vinnið svo að því að sýna meiri virðingu á þessum sviðum.

  • Gerðu lista yfir eiginleika sem þér finnast aðlaðandi í fari maka þíns. Segðu svo maka þínum hversu mikils þú metur þá eiginleika hans.

„Ég sýni einginmanni mínum virðingu með því að sýna í verki að ég kunni að meta hann og vilji að hann sé hamingjusamur. Það þarf ekki að vera eitthvað risastórt. Einfaldir hlutir, eins og hvernig maður talar og hegðar sér, geta sýnt að maður beri einlæga virðingu fyrir maka sínum.“ – Megan.

Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir ekki öllu máli hvort þér finnist þú sýna virðingu heldur hvort maka þínum finnist borin virðing fyrir sér.

MEGINREGLA: „Íklæðist ... hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.“ – Kólossubréfið 3:12.