Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Milford Soundd

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Nýja-Sjálands

Heimsókn til Nýja-Sjálands

TALIÐ er að Maóríar hafi sest að á Nýja-Sjálandi fyrir um 800 árum. Landið var frábrugðið hitabeltiseyjunum í Pólýnesíu þaðan sem þeir sigldu. Þetta var land fjalla og jökla með snjó og hverum. Um fimm öldum síðar komu landnemar af öðrum kynþætti alla leið frá Evrópu. Nú á dögum halda flestir Nýsjálendingar í pólýnesískar og engilsaxneskar hefðir. Næstum níu af hverjum tíu landsmönnum eru borgarbúar. Wellington hefur þá sérstöðu að vera syðsta höfuðborg heims.

Leirhver á Norðurey.

Nýja-Sjáland skartar fjölbreyttri og stórfenglegri náttúrufegurð. Það er því engin furða að það dragi til sín nærri þrjár milljónir ferðamanna á ári þó að landið sé úr alfaraleið.

Silfurtrjáburkninn getur náð meira en 10 metra hæð.

Allt fram til 1948 var ófleygi fuglinn takahe talinn útdauður.

Á Nýja-Sjálandi er að finna fjölda óvenjulegra dýrategunda. Sem dæmi má nefna að hvergi í heiminum er að finna fleiri tegundir ófleygra fugla. Þar eru einnig heimkynni ranakollsins, skriðdýrs sem líkist eðlu og getur orðið hundrað ára gamalt. Einu upprunnalegu spendýrin þar eru nokkrar tegundir leðurblaka og stór sjávarspendýr svo sem hvalir og höfrungar.

Vottar Jehóva hafa boðað trúna á Nýja-Sjálandi í næstum 120 ár. Þeir fræða fólk um Biblíuna á að minnsta kosti 19 tungumálum, þar á meðal pólýnesísku málunum níveysku, rarótongösku, samósku og tongösku.

Maóríar syngja og dansa í þjóðbúningum.