Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þekking sem hjálpar okkur að nálgast Guð

Þekking sem hjálpar okkur að nálgast Guð

Skapari okkar er ekki bara einhver ópersónulegur kraftur. Hann býr yfir aðlaðandi eiginleikum. Og hann vill að við kynnumst sér og nálgumst sig. (Jóhannes 17:3; Jakobsbréfið 4:8) Þetta er ástæðan fyrir því að hann hefur opinberað svona margt um sjálfan sig.

Skapari okkar á nafn

„Fólk skal fá að vita að þú sem heitir Jehóva, þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.“ – SÁLMUR 83:18.

Biblían kennir okkur að Jehóva sé hinn eini sanni Guð. Hann er skapari alheimsins og líka alls líf. Hann einn verðskuldar tilbeiðslu. – Opinberunarbókin 4:11.

Jehóva er kærleiksríkur Guð

„Guð er kærleikur.“ – 1. JÓHANNESARBRÉF 4:8.

Jehóva hefur birt marga eiginleika sína í Biblíunni annars vegar og í náttúrunni hins vegar. Kærleikurinn er æðsti eiginleiki hans og allt sem hann gerir er sprottið af kærleika. Því meira sem við lærum um Jehóva því meira elskum við hann.

Jehóva fyrirgefur fúslega

„Þú ert Guð sem fyrirgefur fúslega.“ – NEHEMÍABÓK 9:17.

Jehóva veit að við erum ófullkomin. Þess vegna ‚fyrirgefur hann fúslega‘. Þegar við segjum honum hve leið við erum yfir því sem við höfum gert og leggjum okkur fram við að hætta rangri breytni, fyrirgefur hann okkur og refsar okkur ekki fyrir fyrri syndir. – Sálmur 103:12, 13.

Jehóva gleðst yfir bænum okkar

„Jehóva er nálægur öllum sem ákalla hann … hann heyrir þá hrópa á hjálp.“ – SÁLMUR 145:18, 19.

Jehóva fer ekki fram á að við notum sérstakar trúarathafnir né trúartákn við tilbeiðslu okkar. Hann hlustar á bænir okkar eins og ástríkt foreldri hlutar á börn sín sem það elskar.