Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Viska innan seilingar

Viska innan seilingar

„Öll Ritningin er innblásin af Guði.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Í þessu versi merkir orðið „innblásin“ að almáttugur Guð hafi lagt sínar hugsanir í huga biblíuritaranna.

Guð býður þér að njóta gagns af visku sinni

„Ég, Jehóva, … kenni þér það sem er þér fyrir bestu og vísa þér veginn sem þú átt að ganga. Bara að þú vildir hlusta á boðorð mín! Þá yrði friður þinn eins og fljót og réttlæti þitt eins og öldur hafsins.“ – JESAJA 48:17, 18.

Líttu á þessi orð sem boð Guðs til þín. Hann vill að þú njótir innri friðar og varanlegrar hamingju og hann getur hjálpað þér að finna hvort tveggja.

Viska Guðs stendur þér til boða

„Fyrst [þarf] að boða öllum þjóðum fagnaðarboðskapinn.“ – MARKÚS 13:10.

„Fagnaðarboðskapurinn“ felur í sér loforð Jehóva um að binda enda á þjáningu, að breyta jörðinni í paradís og að vekja látna ástvini okkar til lífs á ný. Vottar Jehóva boða þessi biblíusannindi um allan heim.