Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sjálfsvirðing

Sjálfsvirðing

HVERS VEGNA ER SJÁLFSVIRÐING MIKILVÆG?

Fólk með sjálfsvirðingu getur tekist á við erfiðleika lífsins með sjálfstrausti. Það gefst ekki svo auðveldlega upp.

  • Rannsóknir sýna að þeim sem hafa litla sjálfsvirðingu er hættara við kvíða, þunglyndi og átröskunum. Og þeir eru líklegri til að misnota áfengi og vímuefni.

  • Fólk sem ber virðingu fyrir sjálfu sér forðast að bera sig saman við aðra. Það gerir þeim auðveldara að eiga góð samskipti við annað fólk og mynda sterk vináttubönd. En þeir sem bera litla virðingu fyrir sjálfum sér eru oft gagnrýnir en það getur eyðilagt vinskap.

  • Þegar fólk með sjálfsvirðingu lendir í erfiðleikum getur það komist í gegnum þá án þess að bugast. Það hættir ekki að keppa að markmiðum sínum þrátt fyrir hindranir. En þeir sem hafa litla sjálfsvirðingu líta oft á smávægileg mistök sem stóra hindrun. Þess vegna eru þeir líklegri til að gefast fljótt upp.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Veldu þér uppbyggjandi vini. Eigðu félagsskap við fólk sem ber virðingu fyrir öðrum, þeim sem hafa einlægan áhuga á að þér vegni vel og uppörva þig.

„Sannur vinur elskar alltaf og er sem bróðir á raunastund.“ – Orðskviðirnir 17:17.

Hjálpaðu öðrum. Þegar þú ert vingjarnlegur og hjálpar öðrum – líka þeim sem geta ekki endurgoldið þér – finnurðu sanna gleði sem kemur af því að gefa. Þú gleðst jafnvel þó að aðrir taki ekki eftir því góða sem þú gerir.

„Það er ánægjulegra að gefa en þiggja.“ – Postulasagan 20:35.

Kenndu börnunum þínum að rækta með sér sjálfsvirðingu. Ein leið til þess er að leyfa þeim að leysa vandamál sem þau ráða við upp á eigin spýtur. Það hjálpar börnunum að læra að kljást við mótlæti. Þetta byggir upp sjálfvirðingu þeirra sem kemur sér vel fyrir þau á fullorðinsárunum.

„Fræddu barnið um veginn sem það á að ganga og það mun ekki yfirgefa hann á efri árum.“ – Orðskviðirnir 22:6.

ÞAÐ SEM VIÐ GERUM

Samkomur og biblíunámskeið Votta Jehóva hjálpa fólki að bæta líf sitt og þar með auka sjálfsvirðinguna.

VIKULEGAR SAMKOMUR

Á samkomum okkar í hverri viku njótum við þess að hlusta á ræður byggðar á Biblíunni. Þar koma oft fram tillögur um hvernig hægt sé að byggja upp sjálfsvirðingu. Öllum er velkomið að sækja samkomur okkar og það kostar ekkert. Þar lærir þú meðal annars …

  • hvers vegna Guði er annt um þig.

  • hvernig er hægt að finna sannan tilgang í lífinu.

  • hvernig þú getur ræktað varanlega vináttu.

Þú eignast líka vini sem bera „gagnkvæma umhyggju hver fyrir öðrum“. – 1. Korintubréf 12:25, 26.

Leitaðu að myndskeiðinu Hvernig fara samkomur okkar fram? á jw.org til að fræðast meira um samkomur okkar.

BIBLÍUNÁMSKEIÐ

Við bjóðum ókeypis biblíunámskeið í bókinni Von um bjarta framtíð. Í þessari námsbók eru mikilvæg biblíuvers, skýr rök, áhrifaríkar spurningar, lífleg myndbönd og fallegar myndir. Biblíunámskeiðið hjálpar fólki að byggja upp sjálfsvirðingu og bæta líf sitt.

Leitaðu að myndskeiðinu Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna? á jw.org til að sjá hvernig biblíunámskeið Votta Jehóva getur gagnast þér.