Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Virðing fyrir fjölskyldunni

Virðing fyrir fjölskyldunni

HVERS VEGNA ER VIRÐING FYRIR FJÖLSKYLDUNNI MIKILVÆG?

Virðing innan fjölskyldunnar skapar öruggt umhverfi fyrir eiginmenn, eiginkonur og börn.

  • Í bókinni The Seven Principles for Making Marriage Work segir að þegar hjón bera virðingu hvort fyrir öðru sýna þau ástúð „ekki aðeins á stórum stundum heldur í mörgu smáu alla daga“.

  • Rannsóknir sýna að börn sem læra að sýna öðrum virðingu hafa jákvæðari sjálfsmynd, eiga betra samband við foreldra sína og þjást síður af geðrænum kvillum.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Gerðu áætlun með fjölskyldunni. Til að byrja með skuluð þið hjónin fullvissa ykkur um að allir í fjölskyldunni skilji hvað átt sé við með að sýna virðingu. Næst skuluð þið punkta niður hvers konar hegðun er ætlast til að allir í fjölskyldunni sýni og hvaða hegðun eigi að forðast. Að lokum skuluð þið fjölskyldan ræða áætlunina þannig að þið og börnin getið unnið saman að því að sýna virðingu.

„Áform hins iðna leiða til góðs.“ – Orðskviðirnir 21:5.

Sýndu gott fordæmi. Hugleiddu hegðun þína. Gagnrýnir þú aðra í fjölskyldunni fyrir galla þeirra, gerir grín að skoðunum þeirra, hunsar þá þegar þeir tala við þig eða grípur fram í fyrir þeim?

Ráð: Reyndu að líta svo á að maki þinn og börn eigi skilið að þú sýnir þeim virðingu frekar en að þau þurfi að ávinna sér hana.

„Eigið frumkvæðið að því að sýna hvert öðru virðingu.“ – Rómverjabréfið 12:10.

Vertu vingjarnlegur þótt þið séuð ósammála. Forðastu að koma með staðhæfingar eins og „þú segir alltaf …“ eða „þú gerir aldrei …“. Svona harkaleg gagnrýni er særandi og móðgandi og getur gert smávægilegt missætti að stóru rifrildi.

„Milt svar stöðvar bræði en hvöss orð vekja reiði.“ – Orðskviðirnir 15:1.

ÞAÐ SEM VIÐ GERUM

Vottar Jehóva hvetja fjölskyldumeðlimi til að koma fram af virðingu hver við annan. Fjallað er um þetta í mörgum greinum, bókum, bæklingum og myndböndum sem við gefum út og eru aðgengileg án endurgjalds.

FYRIR HJÓN: Greinaröðin Góð ráð handa fjölskyldunni getur hjálpað eiginmönnum og eiginkonum að …

  • læra að hlusta.

  • hætta að rífast.

(Leitaðu að „Góð ráð handa fjölskyldunni“ á jw.org.)

FYRIR FORELDRA: Greinaröðin Góð ráð handa fjölskyldunni getur hjálpað foreldrum að þjálfa börnin í að …

  • vera hlýðin.

  • aðstoða við húsverkin.

  • biðja fallega og þakka fyrir sig.

(Sjá flokkana „Börn“ og „Unglingar“ í greinaröðinni á jw.org.)

Sjá einnig tölublað Vaknið! sem ber heitið „Eiginleikar sem þarf að kenna börnum“ og tölublað Vaknið! sem ber heitið „Hvað einkennir farsælar fjölskyldur?“ (Leitaðu að heiti þessara tölublaða á jw.org.)

FYRIR UNGT FÓLK: Í flokknum Ungt fólk á jw.org eru greinar, myndbönd og vinnublöð sem geta hjálpað ungu fólki að …

  • eiga gott samband við foreldra sína og systkini.

  • tala við foreldra sína af virðingu um reglur.

  • ávinna sér traust foreldra sinna.

(Leitaðu að „Ungt fólk“ á jw.org.)

Það kostar ekkert að nota vefsíðuna jw.org. Ekki er krafist gjalds, áskriftar eða félagsaðildar og ekki þarf að gefa neinar persónuupplýsingar.