Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Virðing fyrir lífinu

Virðing fyrir lífinu

HVERS VEGNA ER VIRÐING FYRIR LÍFINU MIKILVÆG?

Að hegða sér á þann hátt sem setur heilsu okkar og annarra í hættu sýnir að við berum ekki virðingu fyrir lífinu.

  • Reykingar valda ekki aðeins krabbameini heldur minnka einnig getu líkamans til að berjast gegn því. Um 90 prósent allra dauðsfalla af völdum lungnakrabbameins má rekja til beinna eða óbeinna reykinga.

  • Skotárásir valda mörgum tilfinningalegum áföllum á hverju ári. Í skýrslu frá Stanford-háskóla segir: „Rannsóknir sýna að jafnvel þeir sem sleppa [úr skotárásum í skólum] án sýnilegs skaða geta glímt við skaðlegar afleiðingar þess í mörg ár.“

  • Fólk sem ekur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna veldur hættum á vegum og jafnvel gangstéttum. Hegðun þeirra sem bera ekki virðingu fyrir lífinu bitnar oft á saklausu fólki.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Verndaðu heilsuna. Það er aldrei of seint að snúa baki við skaðlegum venjum eins og að reykja, veipa, drekka sig drukkinn eða neyta fíkniefna. Slíkt er skaðlegt fyrir heilsuna og er vanvirðing við þá sem eru nálægt manni, þar á meðal fjölskylduna.

‚Við skulum hreinsa okkur af öllu sem óhreinkar líkamann.‘ – 2. Korintubréf 7:1.

Gættu að öryggi. Haltu heimili þínu í góðu lagi til að koma í veg fyrir slys. Aktu varlega og gættu þess að ökutækið sé í lagi. Láttu ekki aðra hafa þig út í að gera eitthvað sem stofnar lífi þínu eða annarra í hættu.

„Ef þú byggir hús skaltu gera handrið á þakbrúninni til að enginn detti ofan af þakinu og þú bakir húsi þínu blóðskuld.“ – 5. Mósebók 22:8. a

Vertu góður við aðra. Virðing fyrir lífinu hefur áhrif á það hvernig við lítum á aðra, óháð bakgrunni þeirra, kynþætti og þjóðerni. Fordómar og hatur eru í raun meginástæðan fyrir stórum hluta ofbeldis og stríða í heiminum.

„Losið ykkur við hvers kyns biturð, reiði, bræði, öskur og svívirðingar, og allt annað skaðlegt. Verið góð hvert við annað.“ – Efesusbréfið 4:31, 32.

ÞAÐ SEM VIÐ GERUM

Vottar Jehóva hjálpa fólki að lifa heilbrigðu líferni. Biblíufræðslan sem við veitum hefur hjálpað fólki að sigrast á fíkn og öðrum skaðlegum venjum.

Við fylgjum ströngum öryggisreglum í byggingarverkefnum okkar. Við þjálfum í slysavörnum sjálfboðaliða sem aðstoða við að reisa samkomuhús og aðrar byggingar sem eru notaðar í tengslum við biblíufræðslu okkar. Byggingar okkar eru skoðaðar reglulega til að tryggja að þær uppfylli öryggiskröfur.

Við veitum neyðaraðstoð. Árið 2022 veittum við aðstoð eftir um það bil 200 hamfarir um allan heim og vörðum hátt í 12 milljónum bandaríkjadala af framlögum til neyðaraðstoðar.

Þegar ebólufaraldurinn geisaði í Vestur-Afríku (2014) og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (2018) fræddum við fólk um hvernig það gæti varast að breiða út smit. Við sendum fulltrúa til að tala við hópa um efnið „Hlýðni bjargar mannslífum“. Við settum upp handþvottastöðvar við alla tilbeiðslustaði okkar og lögðum áherslu á mikilvægi handþvottar og annarra varúðarráðstafana.

Í útvarpi í Síerra Leóne var Vottum Jehóva hrósað fyrir að hjálpa vottum og öðrum í samfélaginu að verja sig gegn ebóluveirunni.

Handþvottastöð við ríkissal í Líberíu í ebólufaraldrinum árið 2014.

a Þessi skynsamlega krafa til forna í Mið-Austurlöndum sýnir að menn voru meðvitaðir um öryggi fjölskyldu sinnar og annarra.