Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvaða áhrif hefur tæknin á börnin þín?

Hvaða áhrif hefur tæknin á börnin þín?

Börn eru svo fær í tækjanotkun að þau hafa verið kölluð „innfædd í tækniheiminum“ en hinir fullorðnu sem eru ekki eins sleipir í tækjanotkun eru kallaðir „innflytjendur“.

En margir hafa líka tekið eftir því að ungu fólki sem ver miklum tíma á netinu hættir til að …

  • verða háð tækjunum sínum.

  • flækjast í netofbeldi.

  • verða berskjaldað fyrir klámi, hvort sem það er óviljandi eða val.

ÞAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA

FÍKN

Sumt af því sem við gerum á netinu er mjög vanabindandi. Leikir eru gott dæmi um það. Það er engin tilviljun. „Öppin í símunum okkar eru hönnuð til að njörva okkur við tækin,“ að sögn bókarinnar Reclaiming Conversation. Því meiri tíma sem við verjum í öppunum því meira græða auglýsendurnir á okkur.

TIL UMHUGSUNAR: Eru börnin þín of upptekin af tækjunum sínum? Hvernig getur þú hjálpað þeim að nota tíma sinn betur? – EFESUSBRÉFIÐ 5:15, 16.

NETOFBELDI

Sumt fólk verður árásargjarnara, ruddalegra og skeytingarlausara um tilfinningar annarra þegar það er á netinu. Það getur hæglega leitt til eineltis.

Stundum má rekja misnotkun samfélagsmiðla til óhóflegrar löngunar í að fá fylgjendur eða athygli. Og sumum finnst þeir vera hafðir út undan þegar þeir sjá mynd af samkvæmi sem þeim var ekki boðið í – og túlka það sem einelti.

TIL UMHUGSUNAR: Eru börnin þín kurteis á netinu? (Efesusbréfið 4:31) Hvernig bregðast þau við ef þeim finnst þau höfð út undan?

KLÁM

Veraldarvefurinn hefur gert ósæmandi efni mjög aðgengilegt. Foreldrar þurfa að átta sig á að þó að netsíur séu gagnlegar þá eru þær ekki pottþéttar.

Kynferðisleg smáskilaboð – að senda og taka við djörfum persónulegum myndum – getur haft lagalegar afleiðingar. Það fer eftir landslögum og aldri þeirra sem í hlut eiga, en fólk sem sendir slík skilaboð getur verið kært fyrir að dreifa barnaklámi.

TIL UMHUGSUNAR: Hvernig geturðu hjálpað börnum þínum að standast freistinguna að horfa á eða senda kynferðislega djarfar myndir? – EFESUSBRÉFIÐ 5:3, 4.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

KENNDU BÖRNUNUM

Þó að börnin þín séu „innfædd í tækniheiminum“ og eigi mjög auðvelt með að nota tæknina þarfnast þau samt sem áður leiðsagnar. Bókin Indistractable segir að sá sem gefi barni sínu tæki áður en það býr yfir færni til að nota það rétt sé „jafn óábyrgur og sá sem leyfði barni að stinga sér í sundlaug þó að það kunni ekki að synda“.

MEGINREGLA BIBLÍUNNAR: „Fræddu barnið um veginn sem það á að ganga og það mun ekki yfirgefa hann á efri árum.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 22:6.

Hugleiddu hvaða tillögur þú vilt nota eða skrifaðu niður þínar eigin hugmyndir.

  • Ræða við barnið um viðeigandi nethegðun.

  • Hjálpa barninu að takast á við tilfinninguna að vera haft út undan.

  • Loka fyrir óviðeigandi efni í þeim mæli sem hægt er.

  • Skoða síma barnsins með reglulegu millibili.

  • Takmarka daglegan skjátíma.

  • Banna tæki í svefnherbergi barnsins á nóttinni.

  • Banna tæki við matarborðið.