NÁMSGREIN 15
Hvert er viðhorf þitt til fólks á starfssvæðinu?
„Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir og tilbúnir til uppskeru.“ – JÓH. 4:35.
SÖNGUR 64 Vinnum glöð að uppskerunni
YFIRLIT *
1, 2. Hvað átti Jesús við með því sem hann sagði í Jóhannesi 4:35, 36?
JESÚS hefur gengið um græna akra, líklega með nýsprottnu byggi. (Jóh. 4:3–6) Það yrði tilbúið til uppskeru eftir um fjóra mánuði. Það hlýtur því að hafa hljómað undarlega þegar Jesús sagði: „Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir og tilbúnir til uppskeru.“ (Lestu Jóhannes 4:35, 36.) Hvað átti hann við?
2 Jesús átti augljóslega við táknræna uppskeru af fólki. Skoðum hvað hafði nýlega gerst. Gyðingar áttu vanalega engin samskipti við Samverja. Jesús hafði þó boðað samverskri konu trúna og hún hlustaði. Og meðan Jesús var að tala um að akrarnir væru „hvítir og tilbúnir til uppskeru“ fór hópur Samverja sem hafði heyrt konuna tala um hann á fund hans til að fá að vita meira. (Jóh. 4:9, 39–42) Biblíuskýringarit segir um þessa frásögu: „Ákafi fólksins ... sýndi að það var eins og korn sem er tilbúið til uppskeru.“
3. Hvaða áhrif hefur það á boðun þína að hafa sama viðhorf til fólks og Jesús?
3 Hvert er viðhorf þitt til fólks sem þú boðar fagnaðarboðskapinn? Líturðu á það eins og korn sem er tilbúið til uppskeru? Þá á þetta þrennt við um þig: Í fyrsta lagi endurspeglar boðun þín að þetta starf er áríðandi. Það er takmörk fyrir því hve uppskerutími er langur. Það má engan tíma missa. Í öðru lagi finnurðu til gleðinnar sem fylgir því að vinna heils hugar við uppskeruna. Í Biblíunni segir: „Menn gleðjast á kornskurðartímanum.“ (Jes. 9:3, Biblían 1981) Og í þriðja lagi líturðu á alla sem tilvonandi lærisveina og lagar því kynningu þína eftir því sem hver og einn hefur áhuga á.
4. Hvað lærum við af Páli postula í þessari grein?
4 Sumir fylgjenda Jesú efuðust kannski um að nokkur Samverji gæti orðið lærisveinn hans. En þannig hugsaði Jesús ekki. Hann var opinn fyrir þeim möguleika að fólk af þessari þjóð gæti orðið lærisveinar. Við verðum að hafa sama viðhorf til fólks á okkar starfssvæði. Páll postuli setti okkur frábært fordæmi til eftirbreytni. Hvað getum við lært af honum? Í þessari grein sjáum við að Páll (1) kynnti sér trúarskoðanir þeirra sem hann boðaði trúna, (2) vissi hvað þeir höfðu áhuga á og (3) leit á þá sem tilvonandi lærisveina Jesú.
HVERJU TRÚIR FÓLK?
5. Hvers vegna gat Páll sett sig í spor áheyrenda sinna í samkunduhúsinu?
5 Páll boðaði oft trúna í samkunduhúsum Gyðinga. „Þrjá hvíldardaga rökræddi hann við þá út frá Ritningunum“ í samkunduhúsi þeirra í Þessaloníku. (Post. 17:1, 2) Páli leið líklega vel í samkundunni. Hann var alinn upp sem Gyðingur. (Post. 26:4, 5) Þar sem Páll gat sett sig í spor Gyðinga gat hann talað við þá af öryggi. – Fil. 3:4, 5.
6. Hvernig voru áheyrendur Páls á markaðinum í Aþenu ólíkir þeim sem hann ræddi við í samkunduhúsinu?
6 Eftir að Páll hafði neyðst til að flýja frá Þessaloníku og síðan Beroju vegna ofsókna fór hann til Aþenu. Hann fór aftur að „rökræða í samkunduhúsinu við Gyðinga og aðra sem tilbáðu Guð“. (Post. 17:17) En þegar Páll var á markaðinum ræddi hann við fólk með annars konar bakgrunn. Í hópnum voru heimspekingar og aðrir sem voru ekki Gyðingar. Þeir töldu Pál koma með ,nýja kenningu‘. Þeir sögðu við hann: „Það sem þú flytur okkur hljómar undarlega í eyrum okkar.“ – Post. 17:18–20.
7. Hvernig aðlagaði Páll framsetningu sína samkvæmt Postulasögunni 17:22, 23?
7 Lestu Postulasöguna 17:22, 23. Páll flutti ekki fólki af öðrum þjóðum í Aþenu boðskap sinn á sama hátt og Gyðingum í samkunduhúsinu. Hann hefur líklega velt fyrir sér hverju fólkið í Aþenu tryði. Hann virti umhverfið vandlega fyrir sér og veitti athygli trúarvenjum fólks. Því næst leitaðist Páll við að finna eitthvað sameiginlegt með tilbeiðslu þeirra og sannleikanum í Ritningunum. „Sem kristinn Gyðingur veit hann að heiðnir Grikkir tilbiðja ekki hinn ,sanna‘ Guð Gyðinga og kristinna manna,“ segir biblíuskýrandi nokkur, „en hann reynir að leiða þeim fyrir sjónir að sá Guð sem hann boðar sé þeim ekki ókunnur.“ Páll var því fús til að laga sig að þeim. Hann sagði Aþeningum að boðskapur sinn kæmi frá þeim ,ókunna guði‘ sem þeir höfðu reynt að tilbiðja. Páll taldi ekki að það væri þeim utan seilingar að taka trú þó að þeir þekktu lítið til Ritninganna. Þess í stað leit hann svo á að þeir væru eins og korn sem er tilbúið til uppskeru og hann aðlagaði framsetningu sína á fagnaðarboðskapnum.
8. (a) Hvernig geturðu áttað þig á hverju fólk á starfssvæðinu þínu trúir? (b) Hvað gætirðu sagt ef einhver segist hafa sína eigin trú?
8 Vertu eftirtektarsamur líkt og Páll. Taktu eftir vísbendingum um hverju fólk trúir á starfssvæði þínu. Hvernig er umhorfs við heimili þess? Segir nafn, snyrting og klæðaburður eða jafnvel orðfæri til um trú þess? Kannski hefur húsráðandi sagt þér að hann hafi sína eigin trú. Þegar einhver segir það við Fluturu, sem er sérbrautryðjandi, svarar hún: „Ég er ekki hér til að þröngva trúarskoðunum mínum upp á þig heldur til að tala við þig um ...“
9. Hvað gæti verið sameiginlegt með trú þinni og einhvers annars sem er trúaður?
9 Hvað gætirðu rætt um við þann sem er trúaður? Reyndu að finna sameiginlegan grunn til að byggja á. Kannski tilbiður hann aðeins einn guð. Hann viðurkennir kannski Jesú sem frelsara mannkyns eða að tímarnir sem við lifum á séu vondir en að þeir taki brátt enda. Þegar þú kemur boðskap Biblíunnar á framfæri skaltu byggja umræðurnar á því sem þið eruð sammála um. Þegar þú gerir það er líklegra að hann vilji hlusta á þig.
10. Hvað ættum við að reyna að gera og hvers vegna?
10 Höfum í huga að margir trúa kannski ekki öllu sem trúfélag þeirra kennir. Reyndu þess vegna að komast að því hverju fólk trúir sjálft þótt þú hafir fengið að vita hvaða trúfélagi það tilheyrir. „Margir blanda heimspeki saman við trúarskoðanir sínar,“ segir David sem er sérbrautryðjandi í Ástralíu. Donalta í Albaníu segir: „Sumir sem við hittum segja að þeir tilheyri trúfélagi en viðurkenna síðar að þeir trúi í rauninni ekki á Guð.“ Bróðir sem er trúboði í Argentínu bendir á að sumir þar í landi segist trúa á þrenninguna 1. Kor. 9:19–23.
en telja ekki endilega að faðirinn, sonurinn og heilagur andi séu einn guð. Hann segir: „Þegar ég hef það í huga á ég auðveldara með að ræða við fólk út frá því sem við getum verið sammála um.“ Reyndu því að komast að því hverju fólk trúir í raun og veru. Þá geturðu, líkt og Páll, ,orðið öllum allt‘. –HVAR LIGGUR ÁHUGI FÓLKS?
11. Hvernig kom Páll boðskap sínum á framfæri þannig að hann höfðaði til fólksins í Lýstru, eins og sjá má af Postulasögunni 14:14–17?
11 Lestu Postulasöguna 14:14–17. Páll gerði sér grein fyrir hverju áheyrendur hans höfðu áhuga á og lagaði síðan boðun sína að því. Fólkið sem hann talaði við í Lýstru hafði til dæmis litla eða enga þekkingu á Ritningunum. Páll notaði því rök sem fólkið skildi. Hann talaði um ríkulega uppskeru og það að njóta lífsins. Orðaval hans og dæmin sem hann notaði voru þannig að áheyrendur hans gátu auðveldlega skilið hann.
12. Hvernig geturðu komist að því hvar áhugi fólks liggur og lagað kynningu þína að því?
12 Notaðu innsæi til að komast að því hverju fólk á starfssvæði þínu hefur áhuga á og lagaðu kynningu þína að því. Hvernig geturðu áttað þig á hvar áhugi einhvers liggur áður en þú byrjar að tala við hann eða þegar þú nálgast heimili hans? Vertu eftirtektarsamur. Kannski er hann að vinna í garðinum, lesa bók, gera við bílinn eða eitthvað annað. Ef það er viðeigandi gætirðu byrjað samtalið á því að ræða um það sem hann er að gera. (Jóh. 4:7) Jafnvel fötin sem fólk klæðist gætu gefið einhverjar vísbendingar – kannski um hverrar þjóðar það er, við hvað það vinnur eða með hvaða íþróttaliði það heldur. „Ég hóf samræður við 19 ára mann sem var í bol með mynd af frægum söngvara,“ segir Gustavo. „Ég spurði hann út í myndina og hann sagði mér hvers vegna honum líkaði við söngvarann. Samtalið leiddi til þess að hann þáði biblíunám og nú er hann bróðir okkar.“
13. Hvernig gætirðu boðið biblíunámskeið þannig að fólki finnist það áhugavert?
Jóh. 4:13–15) Systur að nafni Poppy var boðið inn til konu sem sýndi áhuga. Hún sá skírteini á vegg sem sýndi að konan var prófessor og hafði lært menntunarfræði. Poppy sagði henni þá frá menntuninni sem við bjóðum fólki og fer fram á biblíunámskeiði og samkomum. Konan þáði biblíunámskeið, fór á samkomu daginn eftir og sótti svæðismót stuttu seinna. Ári síðar lét hún skírast. Spyrðu þig: Hverju hafa þeir sem ég heimsæki áhuga á? Get ég kynnt biblíunámskeið þannig að þeim finnist það áhugavert?
13 Þegar þú býður einhverjum biblíunámskeið skaltu gera það þannig að honum finnist það áhugavert. Útskýrðu hvernig biblíunám getur gagnast honum. (14. Hvernig geturðu sniðið biblíukennsluna að hverjum nemanda?
14 Eftir að þú hefur hafið biblíunámskeið skaltu undirbúa þig fyrir hverja námstund. Hafðu bakgrunn nemandans í huga og það sem hann hefur áhuga á. Þegar þú undirbýrð þig skaltu ákveða hvaða biblíuvers þú vilt lesa, hvaða myndbönd þú vilt sýna og hvaða myndmál þú vilt nota til að útskýra biblíusannindi. Spyrðu sjálfan þig: Hvað getur höfðað til þessa nemanda og snert hjarta hans? (Orðskv. 16:23) Flora er brautryðjandi í Albaníu. Kona sem hún aðstoðaði við biblíunám tók skýrt fram að hún samþykkti ekki kenninguna um upprisuna. Flora reyndi ekki að þrýsta á konuna. Hún segir: „Mér fannst hún fyrst þurfa að kynnast Guði sem lofar að reisa fólk upp til lífs á ný.“ Þaðan í frá lagði Flora áherslu á kærleika Jehóva, visku hans og mátt í hverri kennslustund. Seinna fór nemandi hennar að trúa á upprisuna. Hún er nú ötull vottur Jehóva.
LÍTTU Á FÓLK SEM TILVONANDI LÆRISVEINA
15. Hvaða hegðun Aþeninga angraði Pál samkvæmt Postulasögunni 17:16–18, en hvers vegna boðaði hann þeim samt trúna?
15 Lestu Postulasöguna 17:16–18. Páll boðaði Aþeningum trúna þó að þeir dýrkuðu skurðgoð, stunduðu kynferðislegt siðleysi og aðhylltust heimspeki heiðingja. Hann lét ekki heldur móðganir þeirra sem hann boðaði trúna draga úr sér kjarkinn. Páll hafði sjálfur gerst kristinn þótt hann hefði áður verið „guðlastari, ósvífinn og ofsótt fólk Guðs“. (1. Tím. 1:13) Páll trúði því að Aþeningar gætu orðið lærisveinar rétt eins og Jesús trúði því að Páll gæti það. Og Aþeningar brugðust ekki vonum. – Post. 9:13–15; 17:34.
16, 17. Hvað sýnir að alls konar fólk getur orðið lærisveinar Krists? Nefndu dæmi.
16 Fólk sem gerðist lærisveinar Jesú á fyrstu öld var með ólíkan bakgrunn. Þegar Páll skrifaði kristnum mönnum í grísku borginni Korintu sagði hann að sumir í söfnuðinum hefðu eitt sinn verið glæpamenn eða lifað mjög siðlausu lífi. Síðan bætti hann við: „En þið hafið hreinsast.“ (1. Kor. 6:9–11) Hefðir þú séð fyrir þér að þetta fólk myndi breytast og gerast lærisveinar?
17 Nú á dögum eru margir fúsir til að gera nauðsynlegar breytingar til að verða lærisveinar Jesú. Sérbrautryðjandi í Ástralíu sem heitir Yukina komst að því að alls konar fólk getur tekið við boðskap Biblíunnar. Eitt sinn þegar hún var á fasteignarsölu sá hún unga konu með húðflúr og í pokalegum fötum. „Ég hikaði *
um stund,“ segir Yukina, „en fór síðan að tala við hana. Hún hafði svo mikinn áhuga á Biblíunni að hún hafði látið húðflúra á sig vers úr Sálmunum.“ Konan þáði biblíunámskeið og fór að sækja samkomur.18. Hvers vegna ættum við ekki að dæma fólk?
18 Bjóst Jesús við að þorri manna myndi fylgja sér fyrst hann sagði að akrarnir væru tilbúnir til uppskeru? Alls ekki. Ritningarnar höfðu sagt fyrir að frekar fámennur hópur fólks myndi trúa á hann. (Jóh. 12:37, 38) Og Jesús gat lesið hjörtu. (Matt. 9:4) En hann boðaði öllum trúna þótt hann einbeitti sér sérstaklega að þeim fáu sem trúðu á hann. Við getum ekki lesið hjörtu. Við ættum því miklu fremur að forðast þá tilhneigingu að dæma hóp fólks eða einstaklinga á starfssvæði okkar. Þess í stað skulum við líta á fólk sem tilvonandi lærisveina. Marc, trúboði í Búrkína Fasó, orðar þetta svona: „Þeir sem ég held að muni taka framförum hætta oft að kynna sér Biblíuna en þeim gengur gjarnan mjög vel sem ég held að taki ekki miklum framförum. Ég hef því lært að það er best að láta heilagan anda Jehóva leiða okkur.“
19. Hvernig ættum við að líta á fólk á starfssvæði okkar?
19 Fljótt á litið virðast kannski fáir á starfssvæði okkar vera eins og korn sem er tilbúið til uppskeru. En munum það sem Jesús sagði við lærisveina sína. Akrarnir eru hvítir, þeir eru með öðrum orðum tilbúnir til uppskeru. Fólk getur breyst og gerst lærisveinar Krists. Í augum Jehóva eru þessir hugsanlegu lærisveinar „gersemar“. (Hag. 2:7, Biblían 1981) Ef við lítum aðra sömu augum og Jehóva og Jesús kynnum við okkur bakgrunn þeirra og hvar áhugi þeirra liggur. Við lítum ekki svo á að þeir komi okkur ekki við heldur að þeir geti orðið trúsystkini okkar.
SÖNGUR 57 Vitnum fyrir alls konar fólki
^ gr. 5 Hvernig hefur viðhorf okkar til fólks á starfssvæðinu áhrif á boðun okkar og kennslu? Í þessari grein skoðum við hvaða viðhorf Jesús og Páll postuli höfðu til þeirra sem þeir töluðu við og hvernig við getum líkt eftir þeim. Það gerum við með því að velta fyrir okkur trúarskoðunum þeirra sem við hittum og hverju þeir hafa áhuga á og með því að líta á þá sem tilvonandi lærisveina.
^ gr. 17 Í greinaröðinni „Biblían breytir lífi fólks“ er að finna fleiri dæmi um hvernig fólk getur gert breytingar á lífi sínu. Greinarnar birtust í Varðturninum til ársins 2017. Nú birtast þær á jw.org®. Farðu inn á UM OKKUR > FRÁSÖGUR AF VOTTUM JEHÓVA.
^ gr. 57 MYND: Hjón sem boða trúna hús úr húsi taka eftir (1) snyrtilegu og blómaskreyttu svæði við inngang heimilis, (2) heimili barnafjölskyldu, (3) illa hirtu heimili innan sem utan og (4) heimili trúaðs fólks. Hvar býr sá sem er líklegastur til að gerast lærisveinn?