Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvers vegna ættu foreldrar, sem eru innflytjendur, að meta hvaða tungumál börn þeirra skilja best þegar þeir hjálpa þeim að byggja upp sambandið við Jehóva?

Börnin læra líklega tungumál heimamanna í skólanum og af umhverfi sínu. Það getur nýst barninu vel að læra fleiri en eitt tungumál. Foreldrar ættu að spyrja sig hvar börnin eigi auðveldast með að læra sannleikann og taka framförum, hvort það sé í söfnuði þar sem mál heimamanna er talað eða þar sem móðurmálið er talað. Kristnir foreldrar taka velferð barnanna fram yfir sínar eigin óskir. – w17.05, bls. 9-11.

Við hverja átti Jesús þegar hann spurði Pétur: „Elskar þú mig meira en þessa?“ (Jóh. 21:15, NW)

Það virðist vera að Jesús hafi átt við fiskinn sem lá þar hjá og/eða útgerðina. Eftir dauða Jesú sneri Pétur sér aftur að fyrra starfi sínu – veiðunum. Þjónar Guðs ættu að velta fyrir sér hvaða sæti atvinna hefur í lífi þeirra. – w17.05, bls. 22-23.

Hvers vegna bað Abraham eiginkonu sína um að segjast vera systir sín? (1. Mós. 12:10-13)

Sara var í raun hálfsystir Abrahams. Ef hún hefði sagt að hún væri eiginkona hans hefði hann getað verið drepinn og þá hefði hann ekki getað eignast afkomandann sem Jehóva hafði lofað honum. – wp17.3, bls. 14-15.

Hvaða aðferð fann Elias Hutter upp til að hjálpa þeim sem vildu læra hebresku?

Hann vildi gera nemendum kleift að greina á milli stofns hebreskra orða í Biblíunni og forskeytis eða viðskeytis þeirra. Þess vegna prentaði hann stofninn með venjulegu letri en for- eða viðskeytin með útlínuletri. Svipuð aðferð er notuð í neðanmálsgreinum í biblíuþýðingunni New World Translation of the Holy Scriptures – With References. – wp17.4, bls. 11-12.

Hvað ætti að hafa áhrif á viðhorf kristins manns til þess að eiga skotvopn til að verja hendur sínar?

Nokkur atriði, sem hafa ber í huga, eru þessi: Lífið er heilagt í augum Guðs. Jesús hvatti ekki fylgjendur sína til að taka með sverð sér til varnar. (Lúk. 22:36, 38) Við eigum að smíða plógjárn úr sverðum okkar. Lífið er meira virði en efnislegar eigur. Við virðum samvisku annarra og viljum vera til fyrirmyndar. (2. Kor. 4:2) – w17.07, bls. 31-32.

Hvers vegna er munur á frásögum Matteusar og Lúkasar af fyrstu æviárum Jesú?

Matteus beinir athyglinni að Jósef, til dæmis viðbrögðum hans við því að María væri barnshafandi og boðskap Guðs um að fjölskyldan ætti að flýja til Egyptalands og síðan snúa aftur. Lúkas beinir athyglinni meira að Maríu, eins og heimsókn hennar til Elísabetar og viðbrögðum hennar við því að Jesús, þá ungur að árum, skyldi verða eftir í musterinu. – w17.08, bls. 32.

Þrátt fyrir hvaða hindranir hefur Biblían varðveist?

Merking orða og orðasambanda, sem notuð eru í Biblíunni, hafa breyst í aldanna rás. Breytingar á vettvangi stjórnmála hafa haft áhrif á almennt samskiptamál fólks. Andstaða hefur verið gegn þýðingu Biblíunnar á almenn tungumál. – w17.09, bls. 19-21.

Eigum við okkur verndarengil?

Nei. Jesús talaði um að englar lærisveina hans nytu jafnan návistar Guðs. (Matt. 18:10) Hann átti við að englar láti sér annt um fylgjendur hans en ekki að þeir verndi þá hvern og einn með yfirnáttúrulegum hætti. – wp17.5, bls. 5.

Hver er æðsta mynd kærleikans?

Kærleikur byggður á réttum meginreglum (agaʹpe) er æðsta mynd kærleikans. Hann getur falið í sér væntumþykju og hlýju. En hann endurspeglar háleitar meginreglur og birtist meðal annars í óeigingjörnum verkum í þágu annarra. – w17.10, bls. 7.