Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig ættum við að koma fram við þá sem eru andasmurðir?

Við kunnum að meta trú þeirra en viljum ekki veita þeim of mikla athygli. Við forðumst að „dást að áberandi mönnum“. (Júd. 16, neðanmáls) Við spyrjum þá ekki persónulegra spurninga um von þeirra. –w20.01, bls. 29.

Hvers vegna ættirðu að vera sannfærður um að Jehóva taki eftir þér?

Biblían segir að hann hafi tekið eftir þér áður en þú fæddist. Og hann hlustar á bænir þínar. Hann veit hvað býr í huga þínum og hjarta. Og það sem þú gerir hefur áhrif á tilfinningar hans. (1. Kron. 28:9; Orðskv. 27:11) Hann hefur dregið þig til sín. –w20.02, bls.12.

Hvenær gæti verið tími til að tala og tími til að þegja?

Við tölum um Jehóva með ánægju. Við hikum ekki við að tala ef við sjáum einhvern fara inn á ranga braut. Öldungar tala við þá sem þurfa á leiðréttingu að halda. Við ættum ekki að tala til að fá að vita (eða segja frá) í smáatriðum hvernig starfsemi safnaðarins er háttað í landi þar sem starf okkar er bannað. Við ljóstrum ekki upp trúnaðarupplýsingum. –w20.03, bls. 20–21.

Hvað er ólíkt með engisprettunum í 2. kafla Jóelsbókar og engisprettunum í 9. kafla Opinberunarbókarinnar?

Í Jóel 2:20–29 segir að Guð reki engispretturnar burt og að hann lofi að bæta fyrir það sem þær skemmdu. Eftir það úthellir hann anda sínum. Það uppfylltist þegar Babýloníumenn réðust inn í Jerúsalem og þar á eftir. Engispretturnar í Opinberunarbókinni 9:1–11 lýsa smurðum þjónum Jehóva nú til dags þar sem þeir kunngera dóma Guðs gegn þessum illa heimi, og það finnst þeim sem styðja heiminn mjög óþægilegt. –w20.04, bls. 3–6.

Hver er konungur norðursins núna?

Rússland og bandamenn þess. Þau hafa haft bein áhrif á þjóna Guðs með því að banna boðunina og sýna vottum Jehóva hatur. Konungur norðursins hefur keppt við konung suðursins um völdin. –w20.05, bls. 13.

Eru eiginleikarnir í Galatabréfinu 5:22, 23 tæmandi listi yfir ,ávöxt andans‘?

Nei. Heilagur andi hjálpar okkur að tileinka okkur fleiri góða eiginleika, eins og réttlæti. (Ef. 5:8, 9) –w20.06, bls. 17.

Hvers vegna gæti verið varasamt að birta efni um sjálfan sig á netinu?

Það sem þú birtir gæti gefið þá mynd að þú viljir láta á þér bera en ekki að þú sért auðmjúkur. –w20.07, bls. 6–7.

Hvað geta boðberar Guðsríkis lært af færum fiskimönnum?

Fiskimenn starfa á stað og tíma sem líklegast er að þeir finni fisk. Þeir fá þjálfun í að beita réttu verkfærunum. Og þeir vinna hugrakkir við breytilegar aðstæður. Við getum líkt eftir þeim þegar við boðum trúna. –w20.09, bls. 5.

Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum að styrkja kærleika sinn til Jehóva?

Við getum hvatt þá til að lesa daglega í Biblíunni og til að hugleiða það sem þeir lesa. Og við getum kennt þeim að biðja til Guðs. –w20.11, bls. 4.

Til hverra nær fullyrðingin: „Allir [verða] lífgaðir vegna sambands síns við Krist“? – 1. Kor. 15:22.

Páll postuli átti ekki við að allt fólk myndi fá upprisu. Hann var að tala um andasmurða karla og konur, þau sem höfðu verið „sameinuð Kristi Jesú“. (1. Kor. 1:2; 15:18) –w20.12, bls. 5–6.

Hvað munu þeir sem eru andasmurðir gera eftir að þeir hafa ,umbreyst á augabragði, við síðasta lúðurþytinn‘? – 1. Kor. 15:51–53.

Þeir munu, ásamt Kristi, annast fólkið á jörðinni með járnstaf. (Opinb. 2:26, 27) –w20.12, bls. 12–13.