Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Í Jakobsbréfinu 5:11 segir að Jehóva sé „mjög umhyggjusamur og miskunnsamur“. Hverju getum við þess vegna treyst?

Við vitum að Jehóva er fús til að fyrirgefa okkur vegna þess að hann er miskunnsamur. Jakobsbréfið 5:11 fullvissar okkur líka um að hann sé tilbúinn að veita okkur kærleiksríka hjálp. Við viljum líkja eftir honum. – w21.01, bls. 21.

Hvers vegna kom Jehóva á fyrirkomulaginu um forystu?

Hann gerði það vegna kærleika síns. Forysta í trúfastri fjölskyldu Jehóva gerir henni kleift að búa við frið, röð og reglu. Allir í fjölskyldunni sem virða þetta fyrirkomulag vita hver ætti að taka lokaákvarðanir og forystuna í að framfylgja þeim. – w21.02, bls. 3.

Hvers vegna ættu kristnir menn að fara með gát þegar þeir nota forrit til að senda og taka við rafrænum skilaboðum?

Ef kristinn maður kýs að nota slík forrit þarf hann að vanda valið á þeim sem hann vill hafa samskipti við. Það er ekki auðvelt þegar samskiptahópurinn er stór. (1. Tím. 5:13) Það þarf líka að gæta þess að dreifa ekki óstaðfestum upplýsingum eða nota bræðrafélagið í viðskiptalegum tilgangi. – w21.03, bls. 31.

Hvers vegna leyfði Jehóva að Jesús þjáðist og dæi?

Fyrir það fyrsta þurfti Jesús að vera hengdur á staur til að frelsa Gyðinga undan bölvun. (Gal. 3:10, 13) Önnur ástæða er að Jehóva var að búa Jesú undir hlutverk hans sem æðstiprestur. Í þriðja lagi sýndi trúfesti Jesú allt til dauða að menn geta verið trúfastir jafnvel við mjög erfiðar aðstæður. (Job. 1:9–11) – w21.04, bls. 16–17.

Hvað geturðu gert ef þér finnst erfitt að hitta á fólk heima í boðuninni?

Þú getur reynt að ná sambandi við fólk á þeim tíma sem er líklegra að það sé heima. Þú getur líka reynt að boða trúna á öðrum stöðum. Og þú getur reynt aðra aðferð, eins og til dæmis að skrifa bréf. – w21.05, bls. 15–16.

Hvað átti Páll við þegar hann sagði: „Með lögunum var ég leystur undan lögunum“? (Gal. 2:19)

Móselögin sýndu greinilega fram á að menn væru ófullkomnir og þau leiddu Ísrael til Krists. (Gal. 3:19, 24) Það fékk Páll til að viðurkenna Krist. Þar með var hann „leystur undan lögunum“. Þau höfðu ekki lengur vald yfir honum. – w21.06, bls. 31.

Hvernig hefur Jehóva sett okkur gott fordæmi í þolgæði?

Jehóva hefur þolað að nafn hans hefur verið lastað, að margir standa gegn yfirráðum hans, að sum barna hans hafa gert uppreisn, linnulausar lygar Satans, að þjónar hans þjást, að hann getur ekki haft samskipti við vini sína sem hafa dáið, kúgun sem á sér stað meðal mannkynsins og að menn eru að eyðileggja sköpunarverk hans. – w21.07, bls. 9–12.

Hvernig setti Jósef okkur gott fordæmi í þolinmæði?

Hann þoldi óréttlæti af hendi bræðra sinna. Það leiddi til þess að hann var ranglega ákærður og þurfti að sitja í fangelsi í Egyptalandi í mörg ár. – w21.08, bls. 12.

Hvaða táknrænu hræringar er spáð fyrir um í Haggaí 2:6–9, 20–22?

Þjóðirnar bregðast neikvætt við boðskapnum um Guðsríki en margt fólk hefur laðast að sannleikanum. Fljótlega hafa endanlegar hræringar þjóðanna tortímingu í för með sér. – w21.09, bls. 15–19.

Hvers vegna ættum við ekki að gefast upp að boða trúna?

Jehóva sér það sem við leggjum á okkur og er ánægður með það. Ef þreytumst ekki né gefumst upp öðlumst við eilíft líf. – w21.10, bls. 25–26.

Hvernig getur 3. Mósebók 19. kafli hjálpað okkur að hlýða eftirfarandi boði: „Verðið heldur heilög í allri hegðun“? (1. Pét. 1:15)

Versið er líklega tilvitnun í 3. Mósebók 19:2. Í 19. kaflanum eru mörg dæmi um hvernig við getum farið eftir því sem segir í 1. Pétursbréfi 1:15 í daglega lífinu. – w21.12, bls. 3–4.