Hvað merkir það að vera andleg manneskja?
„Megi Guð ... gefa ykkur að hafa sama hugarfar á meðal ykkar og Kristur Jesús.“ – RÓMV. 15:5, NW.
1, 2. (a) Hvernig líta margir á andlegt hugarfar? (b) Hvaða mikilvægu spurningar eru ræddar í þessari grein?
„AÐ VERA andleg manneskja hefur gert mig ánægðari og hjálpað mér að glíma við erfiðleika daglegs lífs,“ segir systir í Kanada. Bróðir í Brasilíu, sem hefur verið giftur í 23 ár, segir: „Við hjónin höfum lagt okkur fram um að vera andlega sinnuð og það hefur stuðlað að hamingjuríku hjónabandi.“ Og bróðir á Filippseyjum segir: „Andlegt hugarfar hefur veitt mér innri ró og það hefur hjálpað mér að eiga góð samskipti við bræður af ólíkum uppruna.“
2 Ljóst er af þessum ummælum að það er jákvætt að vera andlega sinnaður. Hvað er hægt að gera til að þroska andlegt hugarfar sitt og uppskera í samræmi við það? Áður en við svörum því þurfum við að kynna okkur hvernig Biblían lýsir andlegri manneskju. Í þessari grein verður leitað svara við þrem mikilvægum spurningum: (1) Hvað merkir það að vera andleg manneskja? (2) Hvernig getur fordæmi annarra hjálpað okkur að þroska okkar andlega mann? (3) Hvernig hjálpar það okkur að vera andlegar manneskjur ef við höfum „huga Krists“?
HVAÐ ER ANDLEG MANNESKJA?
3. Lýstu muninum á jarðbundinni manneskju og andlegri.
3 Páll postuli dregur upp mynd af andlegri manneskju þegar hann lýsir muninum á ,jarðbundnum manni‘ og ,þeim sem hefur andann‘. (Lestu 1. Korintubréf 2:14-16.) Hver er munurinn? ,Jarðbundnum manni‘ er lýst þannig að hann hafni „því sem andi Guðs boðar, honum er það heimska. Hann getur ekki skilið það.“ „Sá sem hefur andann“ er hins vegar manneskja sem „dæmir um allt“, eða rannsakar það, og hefur „huga Krists“. Páll hvetur okkur til að vera andlegar manneskjur. Hvað annað skilur á milli jarðbundins manns og hins andlega?
4, 5. Hvað einkennir jarðbundinn mann?
4 Snúum okkur fyrst að viðhorfum jarðbundins manns. Hann lætur eigingjarnar langanir ráða ferðinni að mestu leyti. Páll kallar ríkjandi viðhorf heimsins „anda þess, sem nú verkar í þeim, sem ekki trúa“. (Ef. 2:2) Þessi andi hefur þau áhrif að flestir fylgja einfaldlega fjöldanum. Þeir gera bara það sem sjálfum þeim finnst rétt og reyna ekki hið minnsta að lifa eftir lífsreglum Guðs. Jarðbundinn maður hugsar oft mikið um stöðu, virðingu og efnislega hluti eða þá að verja það sem hann telur sig eiga rétt á.
5 Hvað annað er oft einkennandi fyrir jarðbundinn mann? Þeir sem sýna af sér einhver af verkum holdsins falla í þann flokk. (Gal. 5:19-21) Í fyrra bréfi Páls til kristinna manna í Korintu er bent á mörg önnur einkenni þeirra sem hugsa á jarðbundinn hátt. Þeir taka afstöðu í deilum milli manna, reyna að valda sundrungu, hvetja til uppreisnar, stefna hver öðrum fyrir dóm, bera litla virðingu fyrir yfirboðurum sínum og neita sér um fátt í mat og drykk. Jarðbundinn maður reynir lítið til að standast freistingar sem verða á vegi hans. (Orðskv. 7:21, 22) Júdas skrifaði að sumir yrðu svo veraldlega sinnaðir að þeir hefðu alls ekki anda Jehóva. – Júd. 18, 19.
6. Lýstu andlegum manni.
6 Hvað er þá einkennandi fyrir andlegan mann? Andlegur maður lætur sér annt um samband sitt við Guð og lætur anda hans leiðbeina sér, ólíkt jarðbundnum manni. Hann leggur sig fram um að reyna að líkja eftir Guði. (Ef. 5:1) Hann reynir að skilja hvernig Jehóva hugsar og að líta málin sömu augum og hann. Guð er honum raunverulegur. Ólíkt þeim sem hugsar um hið veraldlega reynir hann að lifa í samræmi við lífsreglur Jehóva á öllum sviðum. (Sálm. 119:33; 143:10) Andlega sinnaður maður stundar ekki verk holdsins heldur leggur sig fram um að þroska með sér ávöxt andans. (Gal. 5:22, 23) Til að glöggva okkur betur á hvað það merkir að vera andlega sinnaður skulum við bregða upp hliðstæðu: Sá sem beitir sér fyrir framförum og umbótum er sagður framfarasinnaður. Sá sem lætur sér annt um andleg eða trúarleg hugðarefni er sagður andlega sinnaður.
7. Hvað segir Biblían um kosti þess að vera andlega sinnaður?
7 Biblían fer lofsamlegum orðum um andlega sinnað fólk. Í Lúkasi 11:28 segir: „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Í Rómverjabréfinu 8:6 er bent á hve mikils virði það er að vera andlega sinnaður. Þar segir: „Sjálfshyggjan er dauði en hyggja andans líf og friður.“ Ef við einbeitum okkur að andlegum málum eigum við frið við Guð og sjálf okkur og von um eilíft líf.
8. Hvers vegna þurfum við að reyna á okkur til að tileinka okkur andlegt hugarfar og varðveita það?
8 Við búum hins vegar í hættulegu umhverfi. Við erum umkringd óguðlegu hugarfari heimsins og þurfum að leggja hart að okkur til að tileinka okkur andlegt hugarfar og varðveita það. Ef við gerum það ekki myndast siðferðilegt tómarúm sem er fljótt að fyllast af skaðlegum anda heimsins. Hvernig getum við komið í veg fyrir að það gerist? Hvernig getum við þroskað okkar andlega mann?
GÓÐAR FYRIRMYNDIR
9. (a) Hvernig getum við meðal annars þroskað okkar andlega mann? (b) Hvaða dæmi skoðum við um andlega sinnað fólk?
9 Barn getur þroskast við að fylgjast með foreldrum sínum og líkja eftir góðu fordæmi þeirra. Við getum sömuleiðis þroskað okkar andlega mann með því að fylgjast með fólki sem á náið samband við Jehóva og líkja eftir því. Við getum einnig lært hvað ber að varast með því að draga lærdóm af fólki sem fylgir ekki meginreglum Jehóva. (1. Kor. 3:1-4) Í Biblíunni er að finna dæmi um hvort tveggja. En þar sem við höfum það markmið að þroska okkar andlega mann skulum við líta á nokkur dæmi um fólk sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar. Tökum Jakob, Maríu og Jesú sem dæmi.
10. Hvernig sýndi Jakob að hann var andlegur maður?
10 Jakob er fyrsta dæmið sem við skoðum. Lífið var ekki auðvelt hjá honum frekar en hjá okkur flestum. Esaú, bróðir hans, var ekki andlegur maður og vildi drepa hann. Jakob þurfti enn fremur að glíma við svikulan tengdaföður sem reyndi ítrekað að svindla á honum. En hann var andlegur maður þótt hann væri umkringdur ,jarðbundnu‘ fólki. Hann treysti loforðinu sem Abraham 1. Mós. 28:10-15) Jakob sýndi í orði og verki að vilji og lífsreglur Jehóva voru honum ofarlega í huga. Sem dæmi má nefna að þegar hann taldi sér standa ógn af Esaú bað hann til Guðs: „Bjargaðu mér ... Þú hefur sjálfur sagt: Ég mun láta þér farnast vel og gera niðja þína sem sandkorn á sjávarströnd.“ (1. Mós. 32:6-12) Hann treysti greinilega þeim fyrirheitum sem Jehóva hafði gefið honum og forfeðrum hans og vildi lifa í samræmi við vilja hans og fyrirætlun.
hafði fengið og lagði sig fram um að annast fjölskyldu sína því að hann vissi að hún gegndi sérstöku hlutverki í fyrirætlun Jehóva. (11. Hvað sýnir að María var andlega sinnuð?
11 María er annað dæmið sem við skoðum. Hvers vegna valdi Jehóva hana til að vera móðir Jesú? Eflaust vegna þess að hún var andlega sinnuð. Hvernig vitum við það? Það er augljóst af fallegri lofgerð hennar þegar hún heimsótti Sakaría og Elísabetu, frænku sína. (Lestu Lúkas 1:46-55.) Orð Maríu bera með sér að hún elskaði orð Guðs og þekkti Hebresku ritningarnar vel. (1. Mós. 30:13; 1. Sam. 2:1-10; Mal. 3:12) Einnig má nefna að þau Jósef höfðu ekki kynmök fyrr en eftir að Jesús fæddist, þótt þau væru nýgift. Það ber vitni um að þeim var meira í mun að annast verkefnið sem Jehóva hafði falið þeim en að fullnægja sínum eigin löngunum. (Matt. 1:25) María fylgdist gaumgæfilega með því sem gerðist hjá Jesú og gaf gaum að þeirri visku sem hún heyrði af munni hans. Hún „geymdi allt þetta í hjarta sér“. (Lúk. 2:51) Hún hafði greinilega mikinn áhuga á fyrirheitum Jehóva um Messías. Er María ekki gott dæmi um hvernig við getum látið vilja Guðs ráða ferðinni í lífi okkar?
12. (a) Að hvaða leyti líktist Jesús föður sínum? (b) Hvernig getum við líkt eftir Jesú? (Sjá mynd í upphafi greinar.)
12 Af öllum mönnum, sem lifað hafa, er Jesús auðvitað besta dæmið um andlegan mann. Meðan hann lifði og starfaði hér á jörð sýndi hann greinilega að hann vildi líkjast Jehóva, föður sínum. Hann endurspeglaði eiginleika hans í orði, hugsun og verki. (Jóh. 8:29; 14:9; 15:10) Lestu lýsingu Jesaja spámanns á hlýju og umhyggju Jehóva og berðu hana saman við lýsingu Markúsar á Jesú. (Lestu Jesaja 63:9; Markús 6:34.) Líkjumst við Jesú og erum alltaf reiðubúin að sýna þeim alúð og umhyggju sem eru hjálparþurfi? Jesús helgaði sig því að boða fagnaðarerindið og kenna. (Lúk. 4:43) Andlega sinnað fólk er umhyggjusamt og reynir að hjálpa öðrum.
13, 14. (a) Hvað getum við lært af andlega sinnuðum trúsystkinum okkar? (b) Nefndu dæmi.
13 Auk þeirra fyrirmynda, sem er að finna í Biblíunni, má nefna ótal dæmi um andlega sinnað fólk sem leggur sig fram um að líkjast Kristi. Vel má vera að þú hafir tekið eftir brennandi áhuga þess á boðuninni, einstakri gestrisni þess, umhyggju eða öðrum góðum eiginleikum. Það hefur, ekkert síður en við, barist við veikleika og ófullkomleika og lagt sig í líma við að þroska með sér andlegt hugarfar. Rakel er systir í Brasilíu. Hún segir: „Ég var í stöðugu kapphlaupi við tískuna. Fyrir vikið var ég ekki beinlínis sómasamlega til fara. En þegar ég kynntist sannleikanum gerði ég það sem gera þurfti til að vera andleg manneskja. Breytingin var ekki auðveld en ég fann sanna hamingju og tilgang í lífinu.“
Matteusi 6:33, 34. Hún segir: „Ég veit að Jehóva sér um mig.“ Kannski veistu af sambærilegum dæmum í söfnuðinum þínum. Langar okkur ekki til að líkja eftir trúföstum bræðrum og systrum eins og þau líkja eftir Kristi? – 1. Kor. 11:1; 2. Þess. 3:7.
14 Reylene, systir á Filippseyjum, átti við annars konar vanda að glíma. Hún vildi afla sér æðri menntunar og fá sér góða vinnu til að komast áfram í lífinu. „Andlegu markmiðin urðu óskýr. En svo áttaði ég mig á að það vantaði eitthvað hjá mér í lífinu sem var miklu mikilvægara en vinnan. Þá breytti ég um stefnu og ákvað að láta Jehóva vera í fyrsta sæti.“ Síðan þá hefur Reylene treyst á loforð Jehóva í„HÖFUM HUGA KRISTS“
15, 16. (a) Hvað þurfum við að gera til að líkja eftir Kristi? (b) Hvernig getum við kynnst „huga Krists“?
15 Hvernig getum við líkt eftir Kristi? Í 1. Korintubréfi 2:16 er talað um að hafa „huga Krists“ og í Rómverjabréfinu 15:5 erum við hvött til að að ,hafa sama hugarfar á meðal okkar og Kristur Jesús‘. (NW) Til að líkjast Kristi þurfum við þess vegna að vita hvernig hann var í orði, hugsun og verki. Síðan þurfum við að feta í fótspor hans. Jesús lét sér ákaflega annt um sambandið við Jehóva. Með því að líkja eftir Jesú náum við að endurspegla eiginleika Jehóva betur. Það er því ljóst að það er ákaflega mikilvægt að læra að hugsa eins og Jesús.
16 Hvernig förum við að því? Lærisveinar Jesú horfðu á hann vinna kraftaverk, hlustuðu á hann kenna stórum hópum manna, sáu hvernig hann kom fram við alls konar fólk og tóku eftir hvernig hann fylgdi meginreglum Jehóva. „Við erum vottar alls þess er hann gerði,“ sögðu þeir. (Post. 10:39) Við getum hins vegar ekki séð Jesú. En Jehóva hefur gefið okkur guðspjöllin sem draga upp ljóslifandi mynd af því hvernig maður Jesús var. Við kynnumst hugarfari Krists með því að lesa og hugleiða guðspjöll Matteusar, Markúsar, Lúkasar og Jóhannesar. Það gerir okkur kleift að „feta í fótspor hans“ og „búast sama hugarfari og hann“. – 1. Pét. 2:21; 4:1.
17. Hvernig er það okkur til góðs að hugsa eins og Kristur?
17 Hvernig er það okkur til góðs að læra að hugsa eins og Kristur? Við styrkjum líkamann með því að borða næringarríkan mat og á sama hátt nærum við hugann og styrkjum okkar andlega mann með því að tileinka okkur hugarfar Krists. Smám saman gerum við okkur grein fyrir hvað Kristur hefði gert við hvaða aðstæður sem er. Það hjálpar okkur síðan að taka skynsamlegar ákvarðanir sem Guð hefur velþóknun á og þá höfum við hreina samvisku. Finnst þér þetta ekki ærin ástæða til að ,íklæðast Drottni Jesú Kristi‘? – Rómv. 13:13.
18. Hvað hefurðu lært af þessari grein um andlegt hugarfar?
18 Við höfum nú rætt hvað það merkir að vera andleg manneskja. Við höfum líka séð að við getum lært af góðu fordæmi annarra sem hafa tileinkað sér andlegt hugarfar. Að síðustu höfum við skoðað hvernig við getum styrkt okkar andlega mann með því að hafa „huga Krists“. En það eru fleiri hliðar á málinu sem við ættum að kynna okkur. Hvernig getum við til dæmis kannað hvort við þurfum að styrkja okkar andlega mann enn frekar? Hvað fleira getum við gert til þess? Og hvaða áhrif hefur það á daglegt líf okkar að vera andlega sinnuð? Við leitum svara við því í næstu grein.