NÁMSGREIN 27
Lítum ekki of stórt á okkur
„Ég [segi] ykkur öllum að líta ekki of stórt á sjálf ykkur heldur vera raunsæ.“ – RÓMV. 12:3.
SÖNGUR 130 Fyrirgefum fúslega
YFIRLIT *
1. Hvaða leiðbeiningar fáum við í Filippíbréfinu 2:3, og hvað hlýst af því að fylgja þeim?
VIÐ hlýðum Jehóva auðmjúklega vegna þess að við gerum okkur grein fyrir að hann veit alltaf hvað er okkur fyrir bestu. (Ef. 4:22–24) Auðmýkt fær okkur til að setja vilja Jehóva framar okkar eigin og til að meta aðra meira en okkur sjálf. Fyrir vikið eigum við gott samband við Jehóva og trúsystkini okkar. – Lestu Filippíbréfið 2:3.
2. Hvað sagði Páll postuli og hvað skoðum við í þessari grein?
2 En ef við erum ekki á verði gæti stolt og sjálfselska fólks í heiminum haft áhrif á okkur. * Það virðist hafa hent suma á fyrstu öld því að Páll postuli skrifaði kristnum mönnum í Róm: „Ég [segi] ykkur öllum að líta ekki of stórt á sjálf ykkur heldur vera raunsæ.“ (Rómv. 12:3) Páll viðurkenndi að við þyrftum að hafa álit á sjálfum okkur, en auðmýkt hjálpar okkur að sjá okkur í réttu ljósi. Í þessari grein skoðum við þrjú svið þar sem auðmýkt hjálpar okkur að forðast stolt, það er að segja (1) í hjónabandinu, (2) þegar við höfum ábyrgð í söfnuðinum og (3) á samfélagsmiðlum.
SÝNUM AUÐMÝKT Í HJÓNABANDINU
3. Hvers vegna er líklegt að upp komi ágreiningur í hjónaböndum og hvernig reyna sumir að leysa hann?
3 Jehóva vill að hjón séu hamingjusöm. En enginn er fullkominn og þess vegna er líklegt að upp komi ágreiningur af og til. Páll sagði reyndar að þeir sem giftust mættu búast við einhverjum erfiðleikum. (1. Kor. 7:28) Sum hjón rífast stöðugt og þau gætu litið svo á að þeim sé bara ekki ætlað að vera saman. Ef þau hafa orðið fyrir áhrifum heimsins hugsa þau fljótt að skilnaður sé lausnin. Þeim finnst eigin hamingja skipta mestu máli.
4. Á hverju verðum við að gæta okkar?
4 Við verðum að gæta þess að verða ekki óánægð með hjónaband okkar. Við vitum að eina gilda ástæðan sem Biblían gefur fyrir hjónaskilnaði er kynferðislegt siðleysi. (Matt. 5:32) Þegar við stöndum frammi fyrir þeim erfiðleikum sem Páll skrifaði um viljum við ekki sýna stolt og velta fyrir okkur: Uppfyllir þetta hjónaband þarfir mínar? Fæ ég þá ást sem ég á skilið? Yrði ég hamingjusamari með einhverjum öðrum? Ef við hugsum svona erum við aðeins að hugsa um sjálf okkur en ekki maka okkar. Viska heimsins segir að þú eigir að láta hjartað ráða og gera það sem gerir þig hamingjusaman, jafnvel þótt það kosti þig hjónabandið. Viska Biblíunnar segir þér að ,hugsa ekki aðeins um eigin hag heldur hag annarra‘. (Fil. 2:4) Jehóva vill að þú hlúir að hjónabandinu þínu, ekki að þú bindir enda á það. (Matt. 19:6) Hann vill að þú byggir ákvarðanir þínar á meginreglum hans en ekki eigingjörnum löngunum.
5. Hvernig ættu hjón að koma fram við hvort annað samkvæmt Efesusbréfinu 5:33?
5 Hjón ættu að koma fram við hvort Efesusbréfið 5:33.) Biblían kennir okkur að hugsa meira um að gefa en þiggja. (Post. 20:35) Auðmýkt er eiginleiki sem auðveldar hjónum að sýna ást og virðingu. Eiginmenn og eiginkonur sem eru auðmjúk hugsa ekki um eigin hag heldur hag maka síns. – 1. Kor. 10:24.
annað af ást og virðingu. (Lestu6. Hvað getum við lært af Steven og Stephanie?
6 Auðmýkt hefur hjálpað mörgum hjónum í söfnuðinum að verða enn ánægðari með hjónaband sitt. Eiginmaður að nafni Steven segir til dæmis: „Ef hjón eru teymi vinna þau saman, sérstaklega þegar upp koma vandamál. Í stað þess að hugsa hvað sé best fyrir mann sjálfan hugsar maður: Hvað er best fyrir okkur?“ Stephanie konan hans er á sama máli. „Það vill enginn búa með keppinaut,“ segir hún. „Þegar okkur greinir á reynum við að átta okkur á hvað veldur því. Við förum síðan með bæn, leitum upplýsinga í ritum okkar og ræðum hvernig við getum leyst málin. Við ráðumst ekki hvort á annað heldur á vandann.“ Það er hjónum sannarlega til góðs að líta ekki of stórt á sig.
ÞJÓNUM JEHÓVA AUÐMJÚK
7. Með hvaða hugarfari ætti bróðir að taka við verkefnum?
7 Okkur finnst heiður að fá að þjóna Jehóva á hvaða hátt sem við getum. (Sálm. 27:4; 84:11) Það er hrósvert ef bróðir býður sig fram til að gera meira í þjónustunni. Biblían segir: „Ef maður sækist eftir að verða umsjónarmaður þráir hann göfugt starf.“ (1. Tím. 3:1) En þegar hann fær verkefni ætti hann ekki að líta of stórt á sjálfan sig. (Lúk. 17:7–10) Markmið hans ætti að vera að þjóna öðrum auðmjúkur. – 2. Kor. 12:15.
8. Hvaða lærdóm getum við dregið af Díótrefesi, Ússía og Absalon?
8 Í Biblíunni er að finna dæmi um fólk sem hafði of mikið álit á sjálfu sér. Díótrefes var hrokagikkur. Hann vildi „vera fremstur“ í söfnuðinum. (3. Jóh. 9) Ússía var drambsamur og reyndi að vinna verk sem Jehóva hafði ekki falið honum. (2. Kron. 26:16–21) Absalon reyndi lævíslega að vinna hylli almennings vegna þess að hann vildi verða konungur. (2. Sam. 15:2–6) Jehóva er ekki ánægður með þá sem upphefja sjálfa sig eins og þessar frásögur Biblíunnar sýna svo glöggt. (Orðskv. 25:27, NW) Hroki og framagirni leiðir aðeins til ills. – Orðskv. 16:18.
9. Hvaða fordæmi setti Jesús?
9 Jesús var ekki eins og þessir hrokafullu menn. Biblían segir: „Þótt hann væri líkur Guði hvarflaði ekki að honum að hrifsa til sín völd til að verða jafn Guði.“ (Fil. 2:6) Jesús, sem er næstur Jehóva að tign, leit ekki of stórt á sjálfan sig. Hann sagði lærisveinum sínum: „Sá sem hegðar sér eins og hann sé minnstur ykkar allra, hann er mikill.“ (Lúk. 9:48) Það er mikil blessun að fá að vinna með brautryðjendum, safnaðarþjónum, öldungum og farandhirðum sem líkja eftir auðmýkt Jesú. Auðmjúkir þjónar Jehóva stuðla að kærleikanum sem einkennir söfnuð hans. – Jóh. 13:35.
10. Hvað ættirðu að gera ef þér finnst ekki tekið rétt á vandamálum í söfnuðinum?
10 Hvað ættirðu að gera ef þér finnst ekki tekið rétt á vandamálum í söfnuðinum? Í stað þess að kvarta geturðu sýnt Hebr. 13:17) Til að auðvelda þér að gera það skaltu spyrja þig: Eru vandamálin sem ég tek eftir svo alvarleg að það þurfi að taka á þeim? Er núna rétti tíminn til að taka á þeim? Er það í mínum verkahring að gera það? Í fullri hreinskilni, er ég að reyna að stuðla að einingu safnaðarins eða að upphefja sjálfan mig?
auðmýkt með því að styðja þá sem fara með forystuna. (11. Hvað hlýst af því að þjóna Jehóva auðmjúkur, samanber Efesusbréfið 4:2, 3?
11 Jehóva metur auðmýkt meira en hæfni og einingu meira en afköst. Gerðu því þitt besta til að þjóna Jehóva auðmjúkur. Þannig stuðlarðu að einingu safnaðarins. (Lestu Efesusbréfið 4:2, 3.) Taktu virkan þátt í boðuninni. Leitaðu leiða til að þjóna öðrum með því að gera þeim gott. Sýndu öllum gestrisni, líka þeim sem hafa ekki sérstaka ábyrgð í söfnuðinum. (Matt. 6:1–4; Lúk. 14:12–14) Þegar þú vinnur auðmjúkur með söfnuðinum taka aðrir ekki aðeins eftir hæfni þinni heldur líka auðmýkt þinni.
SÝNUM AUÐMÝKT Á SAMFÉLAGSMIÐLUM
12. Hvetur Biblían okkur til að eiga vini? Skýrðu svarið.
12 Jehóva vill að við eigum ánægjulegar stundir með fjölskyldu og vinum. (Sálm. 133:1) Jesús átti góða vini. (Jóh. 15:15) Biblían lýsir því hve gott er að eiga sanna vini. (Orðskv. 17:17; 18:24) Og hún segir að það sé ekki gott að einangra sig. (Orðskv. 18:1, NW) Mörgum finnst samfélagsmiðlar góð leið til að eignast marga vini og til að verða ekki einmana. En við verðum þó að vera varkár þegar við notum þessa samskiptaleið.
13. Hvers vegna verða sumir sem nota samfélagsmiðla einmana og þunglyndir?
13 Rannsóknir sýna að þeir sem nota mikinn tíma í að skoða færslur á samfélagsmiðlum geta orðið einmana og þunglyndir. Hvers vegna? Ein ástæðan gæti verið að fólk setur oft myndir af sérstökum viðburðum inn á samfélagsmiðla. Það sýnir valdar myndir af sjálfu sér, vinum sínum og spennandi stöðum sem það hefur heimsótt. Þeim sem skoðar þessar myndir gæti fundist líf sitt frekar venjulegt, jafnvel leiðinlegt í samanburði við myndirnar. „Ég varð óánægð með sjálfa mig þegar ég sá að aðrir skemmtu sér um helgar meðan mér leiddist heima,“ segir 19 ára systir.
14. Hvernig getum við nýtt okkur leiðbeiningarnar í 1. Pétursbréfi 3:8 á samfélagsmiðlum?
14 Auðvitað er hægt að nota samfélagsmiðla til góðra hluta – eins og til að halda sambandi við fjölskyldu og vini. En hefurðu tekið eftir að fólk setur stundum efni inn á samfélagsmiðla til að upphefja sjálft sig? Skilaboðin sem það vill senda virðast vera: „Sjáið mig!“ Sumir setja jafnvel dónalegar og klúrar athugasemdir við eigin myndir eða myndir annarra. Það er þveröfugt við þá auðmýkt og náungakærleika sem kristnir menn eru hvattir til að þroska með sér. – Lestu 1. Pétursbréf 3:8.
15. Hvernig getur Biblían hjálpað okkur að varast að draga of mikla athygli að sjálfum okkur?
15 Ef þú notar samfélagsmiðla skaltu spyrja þig: Gætu athugasemdir mínar, myndir eða myndbönd gefið þá mynd að ég sé að gorta mig? Gætu aðrir orðið öfundsjúkir? Biblían segir: „Allt sem er í heiminum – það sem maðurinn girnist, það sem augun girnast og það að flíka eigum sínum – kemur frá heiminum en ekki frá föðurnum.“ (1. Jóh. 2:16) Ein biblíuþýðing þýðir „að flíka eigum sínum“ sem „að vilja láta á sér bera“. Kristnum mönnum finnst þeir ekki þurfa að láta aðra dást að sér. Þeir fylgja hvatningu Biblíunnar: „Lítum ekki of stórt á sjálf okkur þannig að við förum að keppa hvert við annað og öfunda hvert annað.“ (Gal. 5:26) Auðmýkt kemur í veg fyrir að við látum stærilæti heimsins ná tökum á okkur.
,VERUM RAUNSÆ‘
16. Hvers vegna ættum við að forðast stolt?
16 Við verðum að tileinka okkur auðmýkt vegna þess að þeir sem líta of stórt á sig hugsa ekki raunsætt. (Rómv. 12:3) Þeir sem eru stoltir eru þrætugjarnir og sjálfselskir. Hugarfar þeirra og verk skaða oft þá sjálfa og aðra. Ef þeir breyta ekki hugarfari sínu blindar Satan huga þeirra og spillir þeim. (2. Kor. 4:4; 11:3) Sá sem er auðmjúkur er hins vegar raunsær. Hann hefur öfgalaust og sanngjarnt álit á sjálfum sér og viðurkennir að aðrir eru betri en hann á ýmsa vegu. (Fil. 2:3) Og hann veit að „Guð stendur gegn hrokafullum en auðmjúkum sýnir hann einstaka góðvild“. (1. Pét. 5:5) Þeir sem eru raunsæir vilja ekki hafa Jehóva á móti sér.
17. Hvað verðum við að gera til að vera auðmjúk?
17 Til að vera auðmjúk verðum við að fara eftir leiðbeiningum Biblíunnar og ,afklæðast hinum gamla manni með verkum hans og íklæðast hinum nýja manni‘. Það kostar vinnu. Við þurfum að kynna okkur fordæmi Jesú og reyna að líkja eins vel eftir honum og við getum. (Kól. 3:9, 10; 1. Pét. 2:21) En það er erfiðisins virði. Fjölskyldulíf okkar verður betra þegar við þroskum með okkur auðmýkt, við stuðlum að einingu í söfnuðinum og gortum okkur ekki á samfélagsmiðlum. En umfram allt njótum við blessunar og velþóknunar Jehóva.
SÖNGUR 117 Endurspeglum gæsku Guðs
^ gr. 5 Við búum í heimi sem einkennist af stolti og sjálfselsku. Við megum ekki láta þetta hugarfar smita okkur. Í þessari grein skoðum við á hvaða þrem sviðum við þurfum að gæta þess að líta ekki of stórt á okkur.
^ gr. 2 ORÐASKÝRINGAR: Sá sem er stoltur eða hrokafullur hefur tilhneigingu til að hugsa of mikið um sjálfan sig og ekki nægilega mikið um aðra. Hann er þar af leiðandi sjálfselskur. Á hinn bóginn stuðlar auðmýkt að óeigingirni. Sá sem er auðmjúkur er laus við stolt og hroka. Hann er lítillátur.
^ gr. 56 MYND: Öldungur sem er hæfur til að flytja ræðu á móti og hafa umsjón með öðrum bræðrum er jafnframt ánægður að fara með forystu í boðuninni og að þrífa ríkissalinn.