NÁMSGREIN 29
Gleðstu yfir eigin framförum
„Hver og einn ætti að rannsaka eigin verk án þess að bera sig saman við aðra. Þá hefur hann ástæðu til að gleðjast yfir því sem hann gerir sjálfur.“ – GAL. 6:4.
SÖNGUR 34 Göngum fram í ráðvendni
YFIRLIT *
1. Hvers vegna ber Jehóva okkur ekki saman við aðra?
JEHÓVA kann að meta fjölbreytni. Það sést á stórkostlegu sköpunarverki hans, þar með töldu mannkyninu. Hver og einn okkar er einstakur. Jehóva ber þig því aldrei saman við aðra. Hann rannsakar hjarta þitt, þinn innri mann. (1. Sam. 16:7) Hann tekur tillit til styrkleika þinna, veikleika og bakgrunns. Og hann ætlast ekki til meira af þér en þú getur. Við þurfum að líkja eftir Jehóva og líta okkur sjálf sömu augum og hann. Þá erum við raunsæ og lítum hvorki of stórt á okkur né gerum lítið úr okkur. – Rómv. 12:3.
2. Hvers vegna er ekki gott að bera sig saman við aðra?
2 Það getur auðvitað verið gagnlegt að taka eftir góðu fordæmi trúfastra trúsystkina sem ná góðum árangri í boðuninni. (Hebr. 13:7) Það getur hjálpað okkur að sjá hvernig við getum tekið framförum. (Fil. 3:17) En það er munur á því að líkja eftir góðu fordæmi einhvers og bera sig saman við hann. Slíkur samanburður gæti kallað fram öfund og vonleysi, okkur gæti jafnvel fundist við einskis virði. Eins og við lærðum í greininni á undan getum við skaðað samband okkar við Jehóva ef við berum okkur saman við aðra í söfnuðinum. Jehóva hvetur okkur þess vegna hlýlega: „Hver og einn ætti að rannsaka eigin verk án þess að bera sig saman við aðra. Þá hefur hann ástæðu til að gleðjast yfir því sem hann gerir sjálfur.“ – Gal. 6:4.
3. Hvaða framförum í trúnni hefurðú tekið sem þú getur glaðst yfir?
Sálm. 141:2) Ertu orðinn færari í að ræða við fólk í boðuninni og gengur þér betur að nota verkfærin sem við höfum fyrir boðunina? Og ef þú átt fjölskyldu, hefur Jehóva þá hjálpað þér að verða betri eiginmaður, eiginkona eða foreldri? Þú getur verið mjög ánægður með þær framfarir sem þú hefur tekið á þessum sviðum.
3 Jehóva vill að þú gleðjist yfir þínum eigin framförum í þjónustu hans. Ef þú ert til dæmis skírður geturðu verið mjög ánægður að hafa náð því markmiði. Þú tókst sjálfur þessa ákvörðun. Hún var byggð á kærleika þínum til Guðs. Rifjaðu upp hvaða framförum þú hefur tekið síðan þá. Kanntu til dæmis enn betur að meta biblíulestur og nám? Eru bænir þínar innihaldsríkari og innilegri? (4. Hvað skoðum við í þessari grein?
4 Við getum hjálpað öðrum að gleðjast yfir þeirra eigin framförum í trúnni. Við getum líka hjálpað þeim að forðast að bera sig saman við aðra. Í þessari grein skoðum við hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum, hvernig hjón geta hjálpað hvort öðru og hvernig öldungar og aðrir geta hjálpað trúsystkinum sínum. Að lokum skoðum við nokkrar meginreglur í Biblíunni sem geta hjálpað okkur að setja okkur raunhæf markmið í samræmi við eigin getu og aðstæður.
ÞAÐ SEM FORELDRAR OG HJÓN GETA GERT
5. Hvað ættu foreldrar að forðast samkvæmt Efesusbréfinu 6:4?
5 Foreldrar ættu að gæta þess að bera ekki eitt barn saman við annað eða ætlast til meira af barni en það getur gert. Neikvæður samanburður og óraunhæfar kröfur geta dregið úr börnum kjark. (Lestu Efesusbréfið 6:4). Systir að nafni Sachiko * segir: „Kennararnir mínir væntu þess að ég gerði betur en bekkjarfélagarnir. Mamma vildi auk þess að ég stæði mig vel í skólanum til að kennari minn og faðir minn sem var ekki í trúnni fengju góða mynd af trú okkar. Hún ætlaðist reyndar til að ég fengi tíu á prófum, sem var ómögulegt í mínum augum. Þótt mörg ár séu liðin síðan ég var í skóla velti ég stundum enn þá fyrir mér hvort mitt besta sé nógu gott fyrir Jehóva.“
6. Hvað geta foreldrar lært af Sálmi 131:1, 2?
Sálmi 131:1, 2 (Lestu.) Davíð konungur sagðist ekki ,færast of mikið í fang‘, eða reyna að gera það sem væri honum ofviða. Auðmýkt hans og hógværð ,róuðu hann og sefuðu‘. Hvað geta foreldrar lært af því sem Davíð segir? Foreldrar geta sýnt auðmýkt og hógværð með því að vænta ekki of mikils af sjálfum sér og ekki heldur af barninu sínu. Þeir geta stuðlað að öryggiskennd barns með því að gera sér grein fyrir styrkleika þess og veikleika og hjálpa því að setja sér markmið í samræmi við það. Systir sem heitir Marina segir: „Mamma bar mig aldrei saman við systkini mín þrjú eða aðra krakka. Hún kenndi mér að allir hafa mismunandi hæfileika og að allir eru dýrmætir í augum Jehóva. Það er henni að þakka að ég ber mig sjaldan saman við aðra.“
6 Foreldrar geta dregið mikilvægan lærdóm af7, 8. Hvernig getur eiginmaður sýnt eiginkonu sinni virðingu?
7 Kristinn eiginmaður á að virða konuna sína. (1. Pét. 3:7) Eiginmaður sýnir til dæmis konunni sinni virðingu með því að sýna í verki að hann metur hana mikils. Hann krefst ekki meira af henni en hún getur gefið. Og hann ber hana alls ekki saman við aðrar konur. Hvaða áhrif hefði slíkur samanburður? Systir að nafni Rosa á eiginmann sem er ekki í trúnni. Hann ber hana oft saman við aðrar konur. Særandi orð hans hafa ekki aðeins haft slæm áhrif á sjálfsmynd hennar. Hún segir: „Ég þarf stöðuga staðfestingu á því að Jehóva kunni að meta mig.“ En kristinn eiginmaður sýnir konunni sinni virðingu. Hann veit að það hefur áhrif bæði á samband hans við hana og á samband hans við Jehóva. *
8 Eiginmaður sem virðir konuna sína talar fallega um hana við aðra, fullvissar hana um ást sína og hrósar henni. (Orðskv. 31:28) Þannig hefur eiginmaður Katerinu, sem er minnst á í greininni á undan, hjálpað henni að takast á við lélega sjálfsmynd. Þegar hún var barn gerði mamma hennar lítið úr henni. Hún bar hana oft saman við aðrar stelpur, þar á meðal vinkonur hennar. Fyrir vikið fór Katerina að meta sjálfa sig í samanburði við aðra – jafnvel eftir að hún tók við sannleikanum. En eiginmaður hennar hjálpaði henni að berjast á móti þessari tilhneigingu og sjá sjálfa sig í raunhæfara ljósi. Hún segir: „Hann elskar mig, hrósar mér fyrir það sem ég geri vel og biður fyrir mér. Hann minnir mig líka á dásamlega eiginleika Jehóva og hjálpar mér að leiðrétta neikvætt viðhorf.“
ÞAÐ SEM KÆRLEIKSRÍKIR ÖLDUNGAR OG AÐRIR GETA GERT
9, 10. Hvernig hjálpuðu umhyggjusamir öldungar systur að sigrast á tilhneigingunni til að bera sig saman við aðra?
9 Hvernig geta öldungar hjálpað þeim sem hafa tilhneigingu til að bera sig saman við aðra? Veltum fyrir okkur reynslu systur að nafni Hanuni, en henni var sjaldan hrósað sem barni. Hún segir: „Ég var feimin og mér fannst aðrir krakkar vera klárari en ég. Ég hef borið mig saman við aðra frá því að ég man eftir mér.“ Hanuni bar sig saman við aðra jafnvel eftir að hún tók við sannleikanum. Þess vegna fannst henni hún ekki koma að
miklu gagni í söfnuðinum. En nú er hún glöð og ánægð sem brautryðjandi. Hvað hjálpaði henni að breyta um viðhorf?10 Hanuni segir að umhyggjusamir öldungar hafi hjálpað sér. Þeir sögðu henni að hún væri dýrmæt fyrir söfnuðinn og hrósuðu henni fyrir að vera góð fyrirmynd. Hún segir: „Öldungarnir báðu mig nokkrum sinnum að hvetja systur sem þurftu á hjálp að halda. Það varð til þess að mér fannst vera þörf fyrir mig. Ég man þegar umhyggjusamir öldungar þökkuðu mér fyrir að hafa uppörvað nokkrar ungar systur. Síðan lásu þeir 1. Þessaloníkubréf 1:2, 3. Það gladdi mig mikið. Það er að miklu leyti þessum góðu hirðum að þakka að núna finnst mér ég koma að gagni í söfnuðinum.“
11. Hvernig getum við hjálpað þeim sem „hafa sundurmarið hjarta“ og minnst er á í Sálmi 34:19?
11 Lestu Sálm 34:19. Jehóva er innilega annt um þá sem „hafa sundurmarið hjarta“. Það eru ekki bara öldungarnir sem geta hughreyst þessi kæru trúsystkini okkar heldur getum við öll hjálpað til við það. Við getum meðal annars gert það með því að sýna þeim einlægan áhuga. Jehóva vill að við hjálpum þeim að skilja hversu innilega hann elskar þau. (Kól. 3:12) Við getum líka hjálpað bræðrum okkar og systrum með því að vera lítillát og stæra okkur ekki af hæfileikum okkar. Við viljum ekki draga athygli að sjálfum okkur og vekja upp öfund hjá öðrum. Þess í stað notum við hæfileika okkar og þekkingu til að hvetja hvert annað. – 1. Pét. 4:10, 11.
12. Hvers vegna dróst venjulegt fólk að Jesú? (Sjá forsíðumynd.)
12 Við getum lært heilmikið um hvernig við eigum að koma fram við aðra með því að hugleiða framkomu Jesú við fylgjendur hans. Hann var mesta mikilmenni sem hefur lifað. Samt var hann „ljúfur í lund og lítillátur í hjarta“. (Matt. 11:28–30) Hann miklaðist aldrei af afburðagreind sinni og mikilli þekkingu. Þegar hann kenndi notaði hann einfalt mál og auðskildar líkingar sem snertu hjörtu lítillátra manna. (Lúk. 10:21) Ólíkt hrokafullum trúarleiðtogum kom Jesús aldrei þannig fram við aðra að þeim fyndist þeir lítils virði í augum Guðs. (Jóh. 6:37) Hann sýndi venjulegu fólki virðingu.
13. Hvernig sýndi Jesús lærisveinunum góðvild og kærleika?
13 Góðvild og kærleikur Jesú endurspeglast í því hvernig hann kom fram við lærisveina sína. Hann vissi að hæfileikar þeirra og aðstæður voru mismunandi. Þess vegna gátu þeir ekki allir axlað sömu ábyrgð eða áorkað jafn miklu í þjónustunni. En hann kunni að meta það sem hver og einn gerði af heilum hug. Viðhorf Jesú kemur vel fram í dæmisögunni um talenturnar. Í dæmisögunni felur húsbóndinn þjónunum verkefni „eftir hæfni hvers og eins“. Annar af kostgæfu þjónunum þénaði meira en hinn en húsbóndinn hrósaði þeim báðum með sömu orðunum: „Vel gert, góði og trúi þjónn.“ – Matt. 25:14–23.
14. Hvernig getum við líkt eftir Jesú í samskiptum okkar við aðra?
14 Jesús er góðviljaður og kærleiksríkur í samskiptum við okkur. Hann veit að hæfileikar okkar og aðstæður eru breytilegar og hann er ánægður þegar við gerum okkar besta. Við ættum að líkja eftir Jesú í samskiptum okkar við aðra. Við myndum aldrei vilja að trúsystkini fyndist það óverðugt eða að það skammaðist
sín fyrir að geta ekki gert eins mikið og aðrir. Leitum frekar tækifæra til að hrósa bræðrum okkar og systrum fyrir að gera sitt besta til að þjóna Jehóva.SETJUM OKKUR RAUNHÆF MARKMIÐ
15, 16. Hvernig gagnaðist það systur að setja sér raunhæf markmið?
15 Andleg markmið veita okkur lífsfyllingu og gera lífið tilgangsríkt. En við þurfum að setja okkur markmið í samræmi við okkar hæfileika og aðstæður, ekki annarra. Annað væri ávísun á vonbrigði og kjarkleysi. (Lúk. 14:28) Skoðum reynslu brautryðjandasystur að nafni Midori.
16 Faðir Midori er ekki vottur. Þegar hún var barn auðmýkti hann hana með því að bera hana saman við systkini hennar og bekkjarfélaga. „Mér fannst ég einskis virði,“ segir Midori. En þegar hún varð eldri öðlaðist hún meira sjálfstraust. Hún segir: „Ég las í Biblíunni á hverjum degi. Það hjálpaði mér að hafa innri frið og ég fann að Jehóva elskaði mig.“ Hún setti sér líka raunhæf markmið og bað sérstaklega til Jehóva um hjálp til að ná þeim. Fyrir vikið gat Midori verið ánægð með það sem hún gerði fyrir Jehóva.
GEFÐU JEHÓVA ALLTAF ÞITT BESTA
17. Hvað getum við gert til að „halda áfram að endurnýja hugsunarhátt“ okkar og með hvaða árangri?
17 Neikvæðar tilfinningar og hugsanir hverfa ekki á einni nóttu. Þess vegna hvetur Jehóva okkur: „Þið ættuð að halda áfram að endurnýja hugsunarhátt ykkar.“ (Ef. 4:23, 24) Til að gera það þurfum við auðvitað að biðja, rannsaka orð Guðs og hugleiða það. Stundaðu þetta og leitaðu til Jehóva til að fá kraft. Heilagur andi hans getur hjálpað þér að sigrast á tilhneigingu til að bera þig saman við aðra. Jehóva hjálpar þér líka að koma auga á og uppræta fljótt öfund eða óviðeigandi stolt ef þessar óæskilegu tilfinningar gera vart við sig.
18. Hvers vegna er það sem segir í 2. Kroníkubók 6:29, 30 hughreystandi?
18 Lestu 2. Kroníkubók 6:29, 30. Jehóva þekkir hjarta okkar. Hann þekkir líka baráttu okkar – glímuna við anda heimsins og eigin ófullkomleika. Kærleikur Jehóva til okkar vex þegar hann sér að við leggjum mikið á okkur til að berjast gegn þessum neikvæðu áhrifum.
19. Hvernig lýsir Jehóva tilfinningum sínum í okkar garð?
19 Jehóva notar kærleikann milli móður og ungabarns til að lýsa tilfinningunum sem hann ber til okkar. (Jes. 49:15) Skoðum hvað móðir, sem heitir Rachel, segir: „Stephanie dóttir mín fæddist fyrir tímann. Þegar ég sá hana í fyrsta skipti var hún pínulítil og ósjálfbjarga. En starfsfólk spítalans leyfði mér að halda á henni á hverjum degi fyrsta mánuðinn meðan hún var í hitakassa. Þessar stundir hjálpuðu okkur að mynda sterk tengsl. Hún er núna sex ára og lítil eftir aldri. Ég elska hana enn meira því hún barðist svo fyrir lífi sínu og hún hefur gert líf mitt svo gleðiríkt.“ Það er hughreystandi að vita að Jehóva ber svona mikinn kærleika til okkar þegar hann sér okkur berjast til að þjóna honum heils hugar.
20. Hvaða ástæðu hefurðu til að gleðjast sem vígður þjónn Jehóva?
20 Enginn er eins og þú í fjölskyldu Jehóva. Sem þjónn hans ertu einstakur og dýrmætur. Jehóva dró þig ekki til sín vegna þess að þú værir betri en aðrir. Hann dró þig til sín af því að hann sá í hjarta þér að þú varst auðmjúkur og vildir leyfa honum að kenna þér og móta þig. (Sálm. 25:9) Þú mátt vera viss um að hann kann að meta það þegar þú gerir þitt besta til að þjóna honum. Þolgæði þitt og trúfesti er merki um að þú hafir „einlægt og gott hjarta“. (Lúk. 8:15) Haltu þess vegna áfram að gefa Jehóva þitt besta. Þá hefurðu ástæðu til að gleðjast ,yfir því sem þú gerir sjálfur‘.
SÖNGUR 38 Hann mun styrkja þig
^ gr. 5 Jehóva ber okkur ekki saman við aðra. En sum okkar hafa kannski tilhneigingu til að gera það og þá finnst okkur við ekki nógu góð. Í þessari grein ræðum við hvers vegna það getur verið skaðlegt að bera sig saman við aðra. Við skoðum líka hvernig við getum hjálpað öðrum í fjölskyldunni og söfnuðinum að líta sig sömu augum og Jehóva.
^ gr. 5 Sumum nöfnum hefur verið breytt.
^ gr. 7 Þótt hér sé verið að ræða um eiginmenn eiga margar af meginreglunum líka við um eiginkonur.