Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Nefndu fernt sem við getum gert til að bæta okkur í að syngja.

Við ættum að finna góða stellingu og halda söngbókinni hátt uppi. Mikilvægt er að anda rétt. Og við getum sungið hærra með því að opna munninn vel. – w17.11, bls. 5.

Hvað er eftirtektarvert varðandi staðsetningu griðaborganna í Ísrael og vegina að þeim?

Í landinu voru sex griðaborgir og vegirnir að þeim voru góðir. Þar af leiðandi gátu menn leitað griða tiltölulega fljótt og auðveldlega. – w17.11, bls. 14.

Af hverju er lausnarfórnin, sem Guð gaf okkur fyrir milligöngu Jesú, besta gjöf sem hægt er að fá?

Hún leysir okkur úr ánauð syndar og dauða og uppfyllir þá ósk okkar að lifa að eilífu. Guð elskar okkur heitt og sá okkur þess vegna fyrir lausnarfórn Jesú þegar við vorum enn syndarar. – wp17.6, bls. 6-7.

Hvernig gaf Sálmur 118:22 fyrirheit um upprisu Jesú?

Menn höfnuðu Jesú sem Messíasi og létu taka hann af lífi. Það þurfti að reisa hann upp til að hann gæti orðið að „hyrningarsteini“. – w17.12, bls. 9-10.

Þurftu menn að vera með frumburðarrétt til að geta verið ættfeður Messíasar?

Sumir ættfeðra Jesú voru frumgetnir synir en þó ekki allir. Messías var til dæmis afkomandi Davíðs þó að Davíð hafi ekki verið frumgetinn sonur Ísaí. – w17.12, bls. 14-15.

Nefndu nokkrar læknisfræðilegar meginreglur í Biblíunni.

Samkvæmt Móselögunum átti fólk með vissa sjúkdóma að vera í einangrun. Menn þurftu að þvo sér eftir að hafa snert lík. Í lögunum var kveðið á um hvernig ganga átti frá saur með viðeigandi hætti. Umskurður átti að fara fram þegar drengur var átta daga gamall en það er besti tíminn því að þá er storknunarhæfni blóðsins orðin eðlileg. – wp18.1, bls. 7.

Hvers vegna er viðeigandi að þjónar Guðs elski sjálfa sig að vissu marki?

Við eigum að elska náunga okkar eins og sjálf okkur. (Mark. 12:31) Eiginmenn eiga að „elska konur sínar eins og eigin líkami“. (Ef. 5:28) Að sjálfsögðu getur sjálfselskan þó farið úr hófi fram. – w18.01, bls. 23.

Hvernig getum við styrkt okkar andlega mann?

Við þurfum að vera duglegir biblíunemendur, hugleiða það sem við lesum og fara eftir því. Við þurfum líka að opna hugann og hjartað fyrir áhrifum heilags anda og þiggja fúslega hjálp annarra. – w18.02, bls. 26.

Hvers vegna getum við ekki treyst á stjörnuspeki og spásagnir til að fá innsýn í framtíðina?

Fyrir því eru ýmsar ástæður en fyrst og fremst er það vegna þess að Biblían fordæmir hvort tveggja. – wp18.2, bls. 4-5.

Hvað ættum við að hafa í huga þegar við þiggjum matarboð?

Ef við höfum þegið heimboð ættum við að reyna að standa við orð okkar. (Sálm. 15:4) Við ættum ekki að afboða það af litlu tilefni. Gestgjafinn hefur eflaust haft mikið fyrir því að undirbúa máltíðina. – w18.03, bls. 18.

Hvað geta útnefndir bræður lært af Tímóteusi?

Tímóteusi var innilega annt um fólk og hann setti andlegu málin í fyrsta sæti. Hann lagði hart að sér í heilagri þjónustu og fór eftir því sem hann lærði. Hann lagði sig fram um að verða færari og treysti á anda Jehóva. Bæði öldungar og aðrir geta líkt eftir fordæmi hans. – w18.04, bls. 13-14.