VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Júní 2020

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 3.–30. ágúst 2020.

„Við biðjum að nafn þitt helgist“

Námsgrein 23: 3.–9. ágúst 2020. Hvaða mikilvæga mál blasir við englum og mönnum? Hvers vegna er þetta svona mikilvægt mál og hvaða þátt eigum við í að útkljá það? Við styrkjum sambandið við Jehóva ef við vitum svörin við þessum spurningum og öðrum sem tengjast þessu máli.

„Gef mér heilt hjarta, til þess að óttast nafn þitt“

Námsgrein 24: 10.–16. ágúst 2020. Í þessari grein beinum við athygli okkar að hluta af bæn Davíðs konungs í Sálmi 86:11, 12. Hvað merkir það að óttast nafn Jehóva? Hvaða ástæðu höfum við til að bera lotningu fyrir þessu mikla nafni? Og hvernig getur guðsótti verið okkur vernd svo að við látum ekki undan freistingum?

Spurningar frá lesendum

Eru eiginleikarnir í Galatabréfinu 5:22, 23 tæmandi listi yfir ,ávöxt andans‘?

,Ég ætla sjálfur að leita sauða minna‘

Námsgrein 25: 17.–23. ágúst 2020. Hvers vegna fjarlægjast sumir söfnuðinn sem hafa þjónað Jehóva trúfastir árum saman? Hvaða tilfinningar ber Guð til þeirra? Þessum spurningum er svarað í greininni. Einnig er rætt um hvað við getum lært af því hvernig Jehóva hjálpaði nokkrum á biblíutímanum sem hættu að þjóna honum um tíma.

„Snúið aftur til mín“

Námsgrein 26: 24.–30. ágúst 2020. Jehóva vill að þeir sem hafa fjarlægst söfnuðinn snúi aftur til sín. Hann býður þeim: „Snúið aftur til mín.“ Við getum gert margt til að hvetja þá sem vilja taka við boðinu. Í þessari grein er rætt um hvernig við getum hjálpað þeim að snúa aftur.