VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Janúar 2018

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 26. febrúar til 1. apríl 2018.

ÞAU BUÐU SIG FÚSLEGA FRAM

Þau buðu sig fúslega fram – á Madagaskar

Kynnstu sumum af þeim boðberum sem hafa fært út kvíarnar til að geta hjálpað til við að boða boðskapinn um ríki Guðs um hina víðáttumiklu eyju Madagaskar.

„Hann veitir kraft hinum þreytta“

Núna þegar endirinn nálgast megum við búast við að álagið í lífinu aukist. Árstextinn 2018 minnir okkur á að leita til Jehóva til að fá styrk.

Ánægjuleg eining og minningarhátíðin

Hvernig styrkir minningarhátíðin einingu okkar sem þjónum Guði? Hvenær verður minningarhátíðin haldin í síðasta sinn?

Af hverju að gefa honum sem á allt?

Ein leið til að sýna Guði að við elskum hann er að færa honum gjafir. Hvernig njótum við góðs af að heiðra Jehóva með eigum okkar?

Hvern þurfum við að elska til að hljóta sanna hamingju?

Hver er munurinn á kærleikanum, sem Guð vill að við sýnum, og því sem lýst er í 2. Tímóteusarbréfi 3:2-4? Svarið við því getur hjálpað okkur að hljóta sanna lífsfyllingu og hamingju.

Sjáðu muninn á fólki

Hver er munurinn á þeim sem þjóna ekki Jehóva og þeim sem þjóna honum á síðustu dögum?

Vissir þú?

Notuðu Ísraelsmenn til forna meginreglur Móselaganna til að útkljá hversdagslegar deilur og ágreining?