NÁMSGREIN 3
Mikill múgur annarra sauða lofar Guð og Krist
„Frelsunin kemur frá Guði okkar, sem situr í hásætinu, og lambinu.“ – OPINB. 7:10.
SÖNGUR 14 Lofum nýjan konung jarðar
YFIRLIT *
1. Hvaða áhrif hafði ræða á móti árið 1935 á ungan mann?
UNGI maðurinn var 18 ára þegar hann lét skírast árið 1926. Foreldrar hans voru biblíunemendur, en Vottar Jehóva voru þekktir undir því nafni á þeim tíma. Þau áttu þrjá syni og tvær dætur og þau kenndu þeim að þjóna Jehóva Guði og líkja eftir Jesú Kristi. Þessi einlægi ungi maður neytti brauðsins og vínsins við kvöldmáltíð Drottins á hverju ári eins og allir biblíunemendurnir gerðu á þeim tíma. En tímamótaræða sem hét „Múgurinn mikli“ og var flutt af Joseph F. Rutherford á móti í Washington D.C. í Bandaríkjunum árið 1935 gerbreytti því hvernig hann hugsaði um framtíðina. Hvað kom fram á þessu móti?
2. Hvaða spennandi sannleikur var opinberaður í ræðu bróður Rutherfords?
2 Bróðir Rutherford útskýrði í ræðu sinni hverjir tilheyrðu ,múginum mikla‘ sem talað er um í Opinberunarbókinni 7:9. Fram að því héldu Biblíunemendurnir að þessi hópur færi til himna en væri lægra settur og ekki eins trúfastur og hinir andasmurðu. Bróðir Rutherford notaði Biblíuna til að útskýra að þeir sem tilheyrðu múginum mikla væru ekki valdir til að fara til himna heldur væru þeir aðrir sauðir Krists * sem lifa af ,þrenginguna miklu‘ og lifa að eilífu á jörðinni. (Opinb. 7:14) Jesús gaf þetta loforð: „Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu fjárbyrgi. Ég þarf einnig að leiða þá og þeir munu heyra rödd mína. Það verður ein hjörð og einn hirðir.“ (Jóh. 10:16) Þessir ,aðrir sauðir‘ eru trúfastir vottar Jehóva sem eiga von um að lifa að eilífu í paradís á jörð. (Matt. 25:31–33, 46) Skoðum hvernig þessi nýi skilningur á sannleika Biblíunnar breytti lífi margra þjóna Jehóva, þar á meðal lífi þessa unga bróður. – Sálm. 97:11; Orðskv. 4:18.
NÝR SKILNINGUR BREYTTI LÍFI ÞÚSUNDA
3, 4. Hvað skildu þúsundir manna um von sína á mótinu árið 1935 og hvers vegna?
3 Það var spennandi augnablik á mótinu þegar ræðumaðurinn spurði áheyrendurna: „Vilja allir þeir sem hafa von um að lifa að eilífu á jörðinni rísa úr sætum?“ Áheyrendur voru um 20.000 og einn viðstaddra sagði að meira en helmingur þeirra hefði staðið á fætur. Þá sagði bróðir Rutherford: „Sjáið! Múgurinn mikli!“ Síðan brutust út mikil fagnaðarlæti. Þeir sem stóðu upp gerðu sér grein fyrir að Jehóva hafði ekki valið þá til að lifa á himnum. Þeir vissu að þeir voru ekki andasmurðir. Á næsta degi mótsins létu 840 skírast, flestir þeirra tilheyrðu öðrum sauðum.
4 Eftir þessa ræðu hættu ungi maðurinn sem minnst var á áður og þúsundir annarra að neyta brauðsins og vínsins við kvöldmáltíð Drottins. Margir voru á sama máli og auðmjúkur bróðir sem sagði: „Ég neytti brauðsins og vínsins í síðasta sinn á minningarhátíðinni árið 1935. Ég gerði mér grein fyrir að Jehóva hafði ekki með anda sínum vakið með mér von um líf á himnum heldur til að lifa á jörðinni og taka þátt í að gera hana að paradís.“ (Rómv. 8:16, 17; 2. Kor. 1:21, 22) Allt frá þeim tíma hefur múgurinn mikli stækkað og unnið með þeim sem eftir eru á jörðinni af hinum andasmurðu.
5. Hvernig lítur Jehóva á þá sem hafa hætt að neyta brauðsins og vínsins á minningarhátíðinni?
5 Hvernig lítur Jehóva á þá sem hættu að neyta brauðsins og vínsins eftir minningarhátíðina 1935? Og hvað ef skírður vottur nú á dögum neytir brauðsins og vínsins í fullri einlægni við kvöldmáltíð Drottins en gerir sér síðan grein fyrir að hann er í rauninni ekki andasmurður? (1. Kor. 11:28) Sumir hafa neytt brauðsins og vínsins vegna þess að von þeirra var byggð á misskilningi. En Jehóva lítur án efa á þá sem aðra sauði ef þeir viðurkenna mistök sín, hætta að neyta brauðsins og vínsins og halda áfram að þjóna Jehóva trúfastir. Þó að þeir neyti ekki brauðsins og vínsins halda þeir áfram að sækja minningarhátíðina vegna þess að þeir eru innilega þakklátir fyrir það sem Jehóva og Jesús hafa gert fyrir þá.
EINSTÖK VON
6. Hvað hefur Jesús sagt englunum að gera?
6 Þrengingin mikla er rétt fram undan og þess vegna er hvetjandi að skoða það sem 7. kafli Opinberunarbókarinnar segir um hina andasmurðu og mikinn múg annarra sauða. Jesús segir Opinb. 7:1–4) Andasmurðum bræðrum Krists er umbunað fyrir trúfesti sína þegar þeir verða konungar og prestar með honum á himnum. (Opinb. 20:6) Jehóva, Jesús og englarnir gleðjast mjög þegar hinir 144.000 andasmurðu hljóta laun sín á himnum.
englunum að halda aftur af eyðingarvindunum fjórum. Þeir eiga ekki að sleppa þessum vindum lausum á jörðina fyrr en Jehóva er búinn að innsigla alla hina andasmurðu, það er að segja staðfesta að þeir séu trúfastir. (7. Hverja sá Jóhannes í sýn og hvað voru þeir að gera eins og fram kemur í Opinberunarbókinni 7:9, 10? (Sjá forsíðumynd.)
7 Eftir að Jóhannes hefur greint frá þessum 144.000 konungum og prestum sér hann nokkuð spennandi – „mikinn múg“ sem lifir af Harmagedón. Þessi seinni hópur er miklu stærri en sá fyrri og það er ekki tiltekið hve margir tilheyra honum. (Lestu Opinberunarbókina 7:9, 10.) Fólkið er „klætt hvítum skikkjum“ sem gefur til kynna að þessi hópur hafi haldið sér „óflekkuðum“ af heimi Satans og verið Jehóva og Kristi trúr. (Jak. 1:27) Fólkið hrópar að það sé frelsað vegna þess sem Jehóva og Jesús, lamb Guðs, hafa gert. Það heldur líka á pálmagreinum sem merkir að það viðurkennir fúslega að Jehóva hefur krýnt Jesú konung. – Samanber Jóhannes 12:12, 13.
8. Hvað segir Opinberunarbókin 7:11, 12 okkur um himneska fjölskyldu Jehóva?
8 Lestu Opinberunarbókina 7:11, 12. Hver eru viðbrögðin á himnum? Jóhannes sér himneska fjölskyldu Jehóva fyllast gleði og lofa Guð þegar hún sér þá sem tilheyra múginum mikla. Himnesk fjölskylda Jehóva gleðst yfir því að sjá uppfyllingu þessarar sýnar þegar múgurinn mikli kemur lifandi úr þrengingunni miklu.
9. Hvað eru þeir sem tilheyra múginum mikla að gera núna samkvæmt Opinberunarbókinni 7:13–15?
9 Lestu Opinberunarbókina 7:13–15. Jóhannes segir að múgurinn mikli hafi „þvegið skikkjur sínar skjannahvítar í blóði lambsins“. Það þýðir að hann hefur hreina samvisku og gott samband við Jehóva. (Jes. 1:18) Þeir sem tilheyra múginum mikla eru vígðir og skírðir þjónar Guðs sem hafa sterka trú á fórn Jesú og eiga vináttusamband við Jehóva. (Jóh. 3:36; 1. Pét. 3:21) Þess vegna geta þeir staðið frammi fyrir hásæti Guðs og veitt honum „heilaga þjónustu dag og nótt“ í jarðneskum forgarði andlegs musteris hans. Þeir setja hagsmuni Guðsríkis framar sínum eigin og sinna nú af kappi stærstum hluta þess verkefnis að boða Guðsríki og gera fólk að lærisveinum. – Matt. 6:33; 24:14; 28:19, 20.
10. Hvað eru þeir sem tilheyra múginum mikla vissir um og hvaða loforð munu þeir sjá rætast?
10 Þeir sem tilheyra múginum mikla og koma úr þrengingunni miklu eru vissir um að Guð haldi áfram að annast þá því að „sá sem situr í hásætinu mun tjalda yfir þá“. Loforðið sem aðrir sauðir hafa hlakkað til að sjá uppfyllast rætist þá loksins: „[Guð] mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til.“ – Opinb. 21:3, 4.
11, 12. (a) Hvaða blessun á múgurinn mikli í vændum eins og sjá má af Opinberunarbókinni 7:16, 17? (b) Hvað geta aðrir sauðir gert á minningarhátíðinni og hvað hvetur þá til þess?
Opinberunarbókina 7:16, 17. Eins og er líða sumir þjóna Jehóva hungur vegna íþyngjandi efnahagsástands eða eyðilegginga af völdum ólgu og styrjalda. Aðrir sitja í fangelsi vegna trúar sinnar. En þeir sem tilheyra múginum mikla gleðjast mjög yfir þeirri tilhugsun að eiga alltaf meira en nóg af líkamlegri og andlegri fæðu eftir að þeir hafa lifað af eyðingu þessa illa heimskerfis. Þegar heimskerfi Satans er eytt verður múginum mikla hlíft við ,steikjandi hita‘ reiði Jehóva gegn þjóðunum. Eftir þrenginguna miklu leiðir Jesús þá sem lifa hana af til „lífsvatnsins“ sem veitir eilíft líf. Hugsaðu þér hve einstaka von þeir sem tilheyra múginum mikla eiga. Þeir eru þeir einu af öllum þeim milljörðum sem hafa lifað sem þurfa aldrei að deyja. – Jóh. 11:26.
11 Lestu12 Aðrir sauðir eiga stórkostlega von sem þeir eru Jehóva og Jesú þakklátir fyrir. Jehóva valdi þá ekki til að eiga líf á himnum en þeir eru samt alveg jafn dýrmætir í augum hans. Báðir hóparnir geta lofað Guð og Krist. Þeir gera það meðal annars með því að vera viðstaddir kvöldmáltíð Drottins.
LOFAÐU JEHÓVA OG KRIST AF ÖLLU HJARTA Á MINNINGARHÁTÍÐINNI
13, 14. Hvers vegna ættu bæði þeir sem eftir eru af hinum andasmurðu og aðrir sauðir að sækja minningarhátíðina um dauða Krists?
13 Á undanförnum árum hafa um það bil einn af hverjum 1.000 sem sækja minningarhátíðina neytt brauðsins og vínsins. Í flestum söfnuðum er enginn sem gerir það. Mikill meirihluti þeirra sem sækja minningarhátíðina á von um líf á jörðinni. Af hverju eru þeir þá viðstaddir kvöldmáltíð Drottins? Þeir mæta af sömu ástæðu og fólk mætir í brúðkaup vina. Það mætir af því að það vill sýna brúðhjónunum kærleika sinn og stuðning. Á sama hátt sækja aðrir sauðir minningarhátíðina vegna þess að þeir vilja sýna Kristi og hinum andasmurðu kærleika sinn og stuðning. Aðrir sauðir sækja líka minningarhátíðina
til að sýna þakklæti sitt fyrir fórn Jesú – fórn sem gerir þeim kleift að lifa að eilífu á jörðinni.14 Önnur mikilvæg ástæða þess að aðrir sauðir sækja minningarhátíðina er að þeir vilja hlýða fyrirmælum Jesú. Þegar Jesús innleiddi kvöldmáltíð Drottins með trúföstum postulum sínum sagði hann: „Gerið þetta til minningar um mig.“ (1. Kor. 11:23–26) Þess vegna halda aðrir sauðir áfram að vera viðstaddir kvöldmáltíð Drottins eins lengi og einhverjir andasmurðir eru eftir á jörðinni. Og þeir bjóða eins mörgum og þeir geta að sækja minningarhátíðina með sér.
15. Hvað getum við gert til að lofa Guð og Krist á minningarhátíðinni?
15 Á minningarhátíðinni höfum við tækifæri til að lofa Guð og Krist í söng og bæn. Ræðan sem verður flutt í ár ber stefið: „Sýndu þakklæti fyrir það sem Guð og Kristur hafa gert fyrir þig.“ Hún mun hjálpa okkur að meta Jehóva og Krist enn betur. Þegar brauðið og vínið er látið ganga erum við minnt á hvað þau tákna – líkama og blóð Jesú. Við erum líka minnt á að Jehóva lét son sinn deyja í okkar stað til að við gætum öðlast líf. (Matt. 20:28) Allir sem elska himneskan föður okkar og son hans vilja sækja minningarhátíðina.
ÞAKKAÐU JEHÓVA FYRIR VONINA SEM HANN HEFUR GEFIÐ ÞÉR
16. Hvað er líkt með hinum andasmurðu og öðrum sauðum?
16 Munurinn á hinum andasmurðu og öðrum sauðum felst ekki í því hversu mikils Guð metur þá. Báðir hóparnir eru jafn dýrmætir í hans augum. Við vitum það því að hann greiddi sama gjald bæði fyrir hina andasmurðu og aðra sauði – líf ástkærs sonar síns. Munurinn á hópunum tveim er að þeir hafa ólíka von. En báðir hóparnir þurfa að vera Guði og Kristi trúfastir. (Sálm. 31:24) Munum að andi Guðs getur haft jafn mikil áhrif á okkur öll. Jehóva gefur okkur af anda sínum eftir þörf hvers og eins.
17. Til hvers hlakka þeir sem eftir eru af hinum andasmurðu?
17 Himneska vonin er ekki meðfædd. Jehóva hefur gefið hana andasmurðum kristnum mönnum. Þeir hugsa um von sína, gera hana að bænarefni og hlakka til að hljóta laun sín á himnum. Þeir vita ekki hvernig andlegir líkamar þeirra verða. (Fil. 3:20, 21; 1. Jóh. 3:2) En þeir hlakka til að hitta Jehóva, Jesú, englana og hina sem hafa verið andasmurðir. Þeir bíða með eftirvæntingu eftir að taka sæti ásamt þeim í himneska ríkinu.
18. Til hvers hlakka aðrir sauðir?
18 Aðrir sauðir hlakka til að lifa að eilífu á jörðinni, en sú von er mönnum eðlislæg. (Préd. 3:11) Þeir líta fram til þess dags þegar þeir geta tekið þátt í að breyta allri jörðinni í paradís. Þeir þrá að byggja sér hús, rækta garða og ala upp börn sín við fullkomna heilsu. (Jes. 65:21–23) Þeir hlakka til að ferðast um jörðina og skoða fjöllin, skógana og hafið, og rannsaka allt það sem Jehóva hefur skapað. En það sem veitir þeim mestu gleðina er að vita að vinátta þeirra við Jehóva mun verða sífellt nánari.
19. Hvaða tækifæri gefur minningarhátíðin okkur og hvenær verður hún haldin þetta árið?
19 Jehóva hefur gefið öllum vígðum þjónum sínum dásamlega framtíðarvon. (Jer. 29:11) Minningarhátíðin um dauða Krists gefur okkur öllum sérstakt tækifæri til að lofa Guð og Krist fyrir það sem þeir hafa gert til að við getum notið eilífs lífs. Minningarhátíðin er mikilvægasta samkoman sem sannkristnir menn halda. Hún verður haldin eftir sólsetur laugardaginn 27. mars 2021. Margir búa þar sem þeir hafa frelsi eins og er til að sækja þessa samkomu. Aðrir verða viðstaddir þrátt fyrir andstöðu. Sumir þurfa að halda þessa samkomu á meðan þeir sitja í fangelsi. Megi allir söfnuðir, hópar og einstaklingar eiga dásamlega minningarhátíð frammi fyrir Jehóva, Jesú, englunum og hinum andasmurðu sem hafa nú þegar fengið upprisu.
SÖNGUR 150 Leitum hjálpræðis Guðs
^ gr. 5 Dagurinn 27. mars 2021 er mjög mikilvægur fyrir votta Jehóva. Við sækjum minningarhátíð um dauða Krists að kvöldi þessa dags. Flestir viðstaddra tilheyra þeim hópi sem Jesús kallaði „aðra sauði“. Hvaða hrífandi sannleikur var opinberaður um þennan hóp árið 1935? Hvaða frábæru framtíðarhorfur bíða annarra sauða eftir þrenginguna miklu? Og hvernig geta aðrir sauðir lofað Guð og Krist þegar þeir sækja minningarhátíðina?
^ gr. 2 ORÐASKÝRINGAR: Meðal annarra sauða eru þeir sem safnað hefur verið saman á síðustu dögum. Þeir fylgja Kristi og eiga í vændum að lifa að eilífu á jörðinni. Þeir sem tilheyra múginum mikla eru aðrir sauðir sem verða á lífi þegar Kristur dæmir mannkynið í þrengingunni miklu og þeir lifa þrenginguna af.