Hjálpum flóttamönnum að þjóna Jehóva með gleði
„Drottinn verndar útlendinga.“ – SÁLM. 146:9.
1, 2. (a) Hvaða prófraunir hafa sum trúsystkini okkar gengið í gegnum? (b) Hvaða spurningar vakna?
„VIÐ fjölskyldan vorum stödd á móti þegar borgarastríðið hófst í Búrúndí,“ segir bróðir sem heitir Lije. „Við sáum fólk á hlaupum og skjótandi. Foreldrar mínir og við systkinin 11 flúðum og höfðum fátt annað en fötin sem við stóðum í. Sumir í fjölskyldunni enduðu að lokum í flóttamannabúðum í Malaví, 1.600 kílómetra í burtu, en hinir tvístruðust.“
2 Meira en 65.000.000 manna í heiminum hafa flúið heimili sín vegna stríðsátaka eða ofsókna. Þeir hafa aldrei verið fleiri svo vitað sé. * Meðal þeirra eru þúsundir votta Jehóva. Margir hafa misst ástvini og næstum allar eigur sínar. Hvað annað hafa sumir gengið í gegnum? Hvernig getum við hjálpað þessum trúsystkinum okkar að þjóna Jehóva með gleði þrátt fyrir þrengingar sínar? (Sálm. 100:2) Og hvernig getum við boðað fagnaðarerindið á áhrifaríkan hátt meðal flóttamanna sem þekkja ekki Jehóva?
LÍF FLÓTTAMANNSINS
3. Hvers vegna voru Jesús og margir af lærisveinum hans flóttamenn um tíma?
3 Engill Jehóva varaði Jósef við að Heródes konungur ætlaði að verða Jesú að bana. Fjölskyldan flúði þegar í stað til Egyptalands og var landflótta þar uns Heródes var dáinn. (Matt. 2:13, 14, 19-21) Nokkrum áratugum síðar voru lærisveinar Jesú ofsóttir og „dreifðust út um byggðir Júdeu og Samaríu“. (Post. 8:1) Jesús hafði séð fyrir að margir af fylgjendum hans yrðu hraktir að heiman. „Þegar menn ofsækja yður í einni borg þá flýið í aðra,“ sagði hann. (Matt. 10:23) Það er sjaldan auðvelt að flýja og gildir þá einu hver ástæðan er.
4, 5. Í hvaða hættu eru flóttamenn meðan þeir (a) eru á flótta? (b) búa í flóttamannabúðum?
4 Flóttamenn lenda í ýmsum hættum meðan þeir eru á flótta eða búa í flóttamannabúðum. „Við gengum vikum saman og fórum fram hjá líkum í hundraðatali,“ segir Gad, yngri bróðir Lije. „Ég var 12 ára. Fæturnir á mér voru svo bólgnir að ég sagði fjölskyldunni að halda áfram án mín. En pabbi bar mig. Hann var ekki á því að skilja mig eftir og eiga á hættu að ég lenti í höndum uppreisnarmanna. Við þraukuðum einn dag í einu, báðum til Jehóva og treystum á hann. Stundum höfðum við ekkert til matar nema mangó sem uxu meðfram veginum.“ – Fil. 4:12, 13.
5 Flestir í fjölskyldu Lije voru árum saman í flóttamannabúðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. En þeir voru ekki óhultir þar. Lije, sem er nú farandhirðir, segir: „Fæstir flóttamennirnir voru með vinnu. Þeir slúðruðu, drukku, spiluðu fjárhættuspil, stálu og lifðu siðlausu lífi.“ Til að standast þessi óheilnæmu áhrif þurftu vottarnir í búðunum að vera önnum kafnir við safnaðarlífið. (Hebr. 6:11, 12; 10:24, 25) Þeir notuðu tímann skynsamlega til að viðhalda sterku sambandi við Jehóva. Margir voru brautryðjendur. Þeim tókst að vera jákvæðir með því að hugsa til þess að dvölin í flóttamannabúðunum myndi taka enda, rétt eins og ferð Ísraelsmanna um eyðimörkina. – 2. Kor. 4:18.
SÝNUM FLÓTTAMÖNNUM KÆRLEIKA
6, 7. (a) Hvað knýr „kærleikur til Guðs“ þjóna hans til að gera í þágu nauðstaddra trúsystkina? (b) Nefndu dæmi.
6 „Kærleikur til Guðs“ knýr okkur til að sýna hvert öðru kærleika, sérstaklega á neyðarstund. (Lestu 1. Jóhannesarbréf 3:17, 18.) Þegar hungursneyð varð í Júdeu á fyrstu öld skipulagði söfnuðurinn neyðarhjálp handa trúsystkinum þar. (Post. 11:28, 29) Postularnir Páll og Pétur hvöttu kristna menn til að vera gestrisnir hver við annan. (Rómv. 12:13; 1. Pét. 4:9) Fyrst þjónar Guðs eiga að taka vel á móti gestkomandi bræðrum hljóta þeir að eiga að taka opnum örmum trúsystkinum sem eru í lífshættu eða hafa verið ofsótt vegna trúar sinnar. – Lestu Orðskviðina 3:27. *
7 Fyrir skömmu urðu þúsundir votta Jehóva – karlar, konur og börn – að flýja átök og ofsóknir í austurhluta Úkraínu. Því miður létu nokkrir lífið. En trúsystkini þeirra annars staðar í Úkraínu tóku þau flest inn á heimili sín og margir fengu líka inni hjá trúsystkinum í Rússlandi. Vottar Jehóva eru hlutlausir í stjórnmálum í báðum löndunum enda eru þeir „ekki af heiminum“. Þeir halda áfram að ,flytja fagnaðarerindið‘ af kappi. – Jóh. 15:19; Post. 8:4.
HJÁLPUM FLÓTTAMÖNNUM AÐ STYRKJA TRÚ SÍNA
8, 9. (a) Hvað geta flóttamenn þurft að takast á við í nýju landi? (b) Hvers vegna þurfa þeir á aðstoð okkar og þolinmæði að halda?
8 Sumir eru flóttamenn í eigin landi en margir lenda í ókunnugu landi og umhverfi, gerólíku því sem þeir eiga að venjast. Vera má að stjórnvöld sjái þeim fyrir mat, fatnaði og skjóli að einhverju marki en maturinn er þeim ef til vill framandi. Flóttamenn frá heitum löndum kynnast kannski köldu veðri í fyrsta sinn á ævinni og vita ekki hvernig þeir eiga að klæða af sér kuldann. Ef þeir koma úr dreifbýli er óvíst að þeir kunni á nútímaheimilistæki.
9 Stjórnvöld sumra landa gera ráðstafanir til að hjálpa flóttamönnum að aðlagast nýju umhverfi. Eftir fáeina mánuði er þó gjarnan ætlast til að flóttamennirnir sjái um sig sjálfir. Umskiptin geta virkað yfirþyrmandi. Hugsaðu þér að reyna að læra nýtt tungumál og aðlagast nýjum lögum og væntingum varðandi framkomu, stundvísi, skatta, greiðslu reikninga, skólasókn og ögun barna – allt á sama tíma. Geturðu aðstoðað trúsystkini, sem eru í þessum sporum, af þolinmæði og virðingu? – Fil. 2:3, 4.
10. Hvernig getum við styrkt trú flóttamanna þegar þeir koma? (Sjá mynd í upphafi greinar.)
10 Yfirvöld hafa auk þess stundum gert trúsystkinum okkar, sem eru flóttamenn, erfitt um vik að komast í samband við söfnuðinn. Stofnanir hafa stöku sinnum hótað að hætta aðstoð eða neita trúsystkinum okkar um hæli ef þau vilja ekki þiggja vinnu sem hefur í för með sér að þau missa af samkomum. Flóttamenn eru oft skelfdir og varnarlitlir, og einstaka bræður hafa látið undan slíkum þrýstingi. Það er því áríðandi að hitta bræður og systur meðal flóttamanna sem fyrst eftir að þau koma. Þau þurfa að finna að okkur er annt um þau. Við getum styrkt trú þeirra með umhyggju okkar og aðstoð. – Orðskv. 12:25; 17:17.
VEITUM FLÓTTAMÖNNUM VIÐEIGANDI AÐSTOÐ
11. (a) Hvað þurfa flóttamenn í byrjun? (b) Hvernig geta flóttamenn sýnt þakklæti?
11 Í byrjun þurfum við ef til vill að leggja trúsystkinum okkar til mat, fatnað eða aðrar nauðsynjar, til viðbótar því sem þau fá frá yfirvöldum. * Jafnvel eitthvað smávægilegt, eins og að gefa bróður hálsbindi, getur verið honum mikils virði. Og þegar flóttamenn sýna þakklæti og krefjast einskis auðvelda þeir gestgjöfum sínum að gefa með gleði. Að lifa til lengdar á örlæti annarra getur auðvitað veikt sjálfsvirðingu flóttamanna og komið niður á sambandi þeirra við önnur trúsystkini. (2. Þess. 3:7-10) En þeir þarfnast engu að síður aðstoðar.
12, 13. (a) Hvernig getum við aðstoðað flóttamenn? (b) Nefndu dæmi.
12 Að aðstoða flóttamenn snýst ekki um að gefa þeim fullt af peningum heldur fyrst og fremst tíma og umhyggju. Það þarf ekki að vera flóknara en að kenna þeim að nota almenningssamgöngur, finna sér vinnu og samastað eða kaupa inn hollar en ódýrar matvörur. Við getum hjálpað þeim að finna út hvaða stofnanir geti aðstoðað þá við hin og þessi mál eða að verða sér úti um áhöld og verkfæri til að afla sér smátekna. Síðast en ekki síst geturðu hjálpað þeim að komast vel inn í safnaðarlífið. Ef þú getur skaltu bjóða
þeim far á samkomur. Lýstu fyrir þeim hvernig best sé að taka fólk tali þegar þeir boða fagnaðarerindið. Bjóddu þeim með þér út í boðunina.13 Þegar fjórir flóttamenn á unglingsaldri komu á svæði eins safnaðar kenndu öldungar þeim að aka bíl, vélrita og skrifa ferilskrá, auk þess að skipuleggja tímann til að þjóna Jehóva sem best. (Gal. 6:10) Áður en langt um leið voru þeir allir orðnir brautryðjendur. Leiðsögn öldunganna ásamt þeirra eigin markmiðum í þjónustu Jehóva stuðlaði að því að þeir blómstruðu og heimur Satans náði ekki að gleypa þá.
14. (a) Hvaða freistingu þurfa flóttamenn að standast? (b) Lýstu með dæmi.
14 Rétt eins og allir aðrir þjónar Guðs þurfa flóttamenn að forðast þrýstinginn og freistinguna að afla sér efnislegra hluta á kostnað sambandsins við Jehóva. * Lije, sem áður er getið, og systkini hans muna vel eftir því sem pabbi þeirra kenndi þeim á flóttanum. „Hann henti smátt og smátt þeim fáu óþarfa hlutum sem við höfðum meðferðis. Að lokum hélt hann tómum pokanum á lofti og sagði með breiðu brosi: ,Sjáið þið? Þetta er það eina sem þið þurfið.‘“ – Lestu 1. Tímóteusarbréf 6:8.
AÐ FULLNÆGJA BRÝNUSTU ÞÖRF FLÓTTAMANNA
15, 16. Hvernig getum við stutt flóttamenn (a) í trúnni? (b) tilfinningalega?
15 Það er mikilvægt fyrir flóttamenn að fá ýmiss konar stuðning af efnislegu tagi. Það er þó enn mikilvægara að þeir fái stuðning í trúnni og tilfinningalegan stuðning. (Matt. 4:4) Öldungar geta lagt sitt af mörkum með því að útvega rit á máli flóttamannanna og koma þeim í samband við bræður og systur sem tala málið þeirra. Margir flóttamenn hafa verið rifnir frá samheldinni stórfjölskyldu, samfélagi og söfnuði. Þeir þurfa að finna fyrir kærleika og umhyggju Jehóva meðal trúsystkina sinna. Annars er hætta á að þeir sæki í félagsskap vantrúaðra ættingja eða samlanda sinna sem þekkja menningu þeirra og reynsluheim. (1. Kor. 15:33) Ef við tökum þeim opnum örmum í söfnuðinum vinnum við með Jehóva að því að ,vernda útlendingana‘. – Sálm. 146:9.
16 Óvíst er að flóttamennirnir eigi þess kost að snúa heim meðan kúgari þeirra er 1. Pét. 3:8) Það er nauðsynlegt til að styðja flóttamenn sem hafa orðið fyrir slíkum áföllum. Ofsóknir geta gert flóttamenn feimna og hlédræga og sumum finnst skammarlegt að tala um þjáningar sínar, sérstaklega í návist barnanna. Spyrðu þig hvernig þú myndir vilja að komið væri fram við þig ef þú værir í sömu sporum og þeir. – Matt. 7:12.
við völd. Þannig var það hjá Jesú og foreldrum hans. Og Lije bendir á aðra hlið málsins: „Margir foreldrar hafa horft upp á hvernig ættingjum var nauðgað og þeir myrtir, og þeir geta ekki hugsað sér að snúa aftur með börnin sín þangað sem þessir harmleikir áttu sér stað.“ Pétur postuli talar um að við þurfum að vera ,hluttekningarsöm og elska hvert annað, vera miskunnsöm og auðmjúk‘. (AÐ BOÐA FLÓTTAMÖNNUM FAGNAÐARERINDIÐ
17. Hvaða áhrif hefur boðunin á flóttamenn?
17 Margir flóttamenn á okkar tímum eru frá löndum þar sem boðunin er takmörkum háð. Kappsamir vottar í viðtökulandi flóttamannanna sjá til þess að þúsundir þeirra fái að heyra „orðið um ríkið“ í fyrsta sinn. (Matt. 13:19, 23) Margir sem eru ,þunga hlaðnir‘ endurnærast á samkomum okkar og átta sig mjög fljótt á því að ,Guð er sannarlega hjá okkur‘. – Matt. 11:28-30; 1. Kor. 14:25.
18, 19. Hvað er skynsamlegt að hafa í huga þegar við boðum flóttamönnum fagnaðarerindið?
18 Þeir sem boða flóttamönnum trúna þurfa bæði að vera varkárir og skynsamir. (Matt. 10:16; Orðskv. 22:3) Hlustaðu með þolinmæði þegar þeir segja frá áhyggjum sínum en ræddu ekki stjórnmál. Fylgdu leiðbeiningum deildarskrifstofunnar og yfirvalda, og settu aldrei sjálfan þig eða aðra í hættu. Lærðu að virða trúarskoðanir og menningu flóttamannanna. Sem dæmi má nefna að í sumum löndum ríkja mjög sterkar skoðanir á því hvernig sé viðeigandi að konur klæðist. Klæddu þig þannig að þú hneykslir ekki flóttamennina að óþörfu þegar þú boðar þeim trúna.
19 Við viljum hjálpa þjáðum líkt og miskunnsami Samverjinn í dæmisögu Jesú, þar á meðal þeim sem eru ekki vottar. (Lúk. 10:33-37) Besta leiðin til þess er að boða þeim fagnaðarerindið. Öldungur, sem hefur hjálpað mörgum flóttamönnum, segir: „Það er mikilvægt að taka skýrt fram strax í upphafi að við séum vottar Jehóva og að markmið okkar sé fyrst og fremst að hjálpa þeim að eignast samband við Guð, ekki að veita fjárhagsaðstoð. Annars er viðbúið að sumir umgangist okkur bara til að hafa hag af okkur.“
ÁNÆGJULEGUR ÁRANGUR
20, 21. (a) Hvernig er það til góðs að sýna kærleika trúsystkinum sem eru flóttamenn? (b) Um hvað er rætt í næstu grein?
20 Það er til góðs að sýna flóttamönnum kærleika. Systir nokkur segir frá því þegar fjölskylda hennar flúði ofsóknir í Eritreu. Fjögur af börnum hennar voru örþreytt þegar þau komu til Súdans eftir átta daga ferð um eyðimörk. Hún segir: „Bræður og systur tóku þeim eins og nánum ættingjum. Þau gáfu þeim mat, föt og húsaskjól og hjálpuðu þeim að komast milli staða. Hverjir aðrir taka ókunnuga inn á heimili sitt aðeins af því að þeir tilbiðja sama guðinn? Það gera engir nema vottar Jehóva.“ – Lestu Jóhannes 13:35.
21 Hvað um öll börnin sem koma ásamt foreldrum sínum, annaðhvort sem flóttamenn eða innflytjendur? Í næstu grein er rætt hvernig við getum hjálpað þeim að þjóna Jehóva með gleði.
^ gr. 2 Í þessari grein er orðið „flóttamaður“ notað um þá sem hafa flúið til annars lands eða innanlands vegna stríðsátaka, ofsókna eða náttúruhamfara. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur „1 af hverjum 113 jarðarbúum“ verið hrakinn frá heimili sínu.
^ gr. 6 Sjá greinina „Gleymið ekki að sýna aðkomufólki góðvild“ í Varðturninum í október 2016, bls. 8-12.
^ gr. 11 Eftir að flóttamenn koma á staðinn ættu öldungar að fylgja sem fyrst leiðbeiningunum í bókinni Söfnuður skipulagður til að gera vilja Jehóva, 8. kafla, bls. 87 grein 2. Öldungar geta haft samband við söfnuði í öðrum löndum með því að skrifa sinni eigin deildarskrifstofu með hjálp jw.org. Meðan þeir bíða svars geta þeir spurt flóttamanninn af nærgætni um söfnuðinn hans og þátttöku í boðunni til að kanna hvernig hann er á vegi staddur.
^ gr. 14 Sjá greinarnar „Enginn getur þjónað tveimur herrum“ og „Vertu hughraustur – Jehóva er hjálpari þinn“ í Varðturninum 15. apríl 2014, bls. 17-26.