VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Maí 2020

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 6. júlí– 2. ágúst 2020.

„Konungur norðursins“ á tíma endalokanna

Námsgrein 19: 6.–12. júlí 2020. Við sjáum sannanir fyrir því að spádómur Daníels um ,konung norðursins‘ og ,konung suðursins‘ sé enn að uppfyllast. Hvernig getum við verið viss um það? Og af hverju þurfum við að skilja þennan spádóm?

Konungarnir tveir á tíma endalokanna

Spádómurinn um ,konung norðursins‘ og ,konung suðursins‘ og aðrir spádómar skarast. Hvernig sanna þessir spádómar að þetta heimskerfi líði bráðum undir lok?

Hver er „konungur norðursins“ núna?

Námsgrein 20: 13.–19. júlí 2020. Hver er „konungur norðursins“ núna og hvernig mun hann mæta örlögum sínum? Að vita það getur styrkt trú okkar og búið okkur undir erfiðleika nánustu framtíðar.

Ertu þakklátur fyrir gjafir Guðs?

Námsgrein 21: 20.–26. júlí 2020. Þessi grein mun hjálpa okkur að vera Jehóva þakklát fyrir þrennt sem hann hefur gefið okkur. Hún mun líka auðvelda okkur að rökræða við fólk sem efast um að Guð sé til.

Sýndu þakklæti fyrir ósýnilegar gjafir Guðs

Námsgrein 22: 27. júlí– 2. ágúst 2020. Í síðustu grein ræddum við nokkrar sýnilegar gjafir frá Guði. Í þessari grein beinum við athyglinni að verðmætum sem við getum ekki séð berum augum og skoðum hvernig við getum sýnt að við erum þakklát fyrir þau. Það mun einnig hjálpa okkur að meta enn betur þann sem gefur slíkar gjafir, Jehóva Guð.