NÁMSGREIN 9
Ungu menn – hvernig ávinnið þið ykkur traust annarra?
,Ungmennin koma til þín eins og daggardropar.‘ – SÁLM. 110:3, NW.
SÖNGUR 39 Að eignast gott mannorð hjá Guði
YFIRLIT *
1. Hvað hafa ungir bræður til að bera?
ÞIÐ ungu bræður, þið getið komið að miklu gagni í söfnuðinum. Margir ykkar eru sterkir og fullir af orku. (Orðskv. 20:29) Þið eruð söfnuðinum mikils virði. Þig langar ef til vill til að þjóna sem safnaðarþjónn. En þér finnst kannski að aðrir álíti þig of ungan eða óreyndan til að vera treyst fyrir mikilvægum verkefnum. Þótt þú sért ungur geturðu gert heilmargt til að ávinna þér traust og virðingu annarra í söfnuðinum.
2. Hvað skoðum við í þessari grein?
2 Í þessari grein skoðum við líf Davíðs konungs. Við skoðum líka stuttlega atvik í lífi Asa og Jósafats, tveggja konunga í Júda. Við ræðum um þá erfiðleika sem þessir þrír menn glímdu við, hvernig þeir brugðust við þeim og hvað ungir bræður geta lært af fordæmi þeirra.
LÆRÐU AF DAVÍÐ KONUNGI
3. Hvernig geta þeir sem yngri eru hjálpað hinum eldri í söfnuðinum?
3 Þegar Davíð var ungur öðlaðist hann færni sem aðrir kunnu að meta. Hann átti greinilega náið samband við Jehóva. Og hann lagði mikið á sig til að verða góður 1. Sam. 16:16, 23) Hafið þið ungu menn færni sem gæti gagnast öðrum í söfnuðinum? Það á við um marga ykkar. Sumir eldri boðberar kunna til dæmis að meta að fá hjálp til að læra að nota snjalltækin sín í sjálfsnámi og á samkomum. Þekking þín á snjalltækjum getur komið eldri boðberum að miklu gagni.
tónlistarmaður og notaði hæfileika sína í þágu Sáls en hann var útnefndur konungur Guðs. (4. Hvaða eiginleika þurfa ungir bræður að rækta með sér, eins og Davíð gerði? (Sjá forsíðumynd.)
4 Davíð sýndi dagsdaglega að hann var ábyrgur og áreiðanlegur. Þegar hann var ungur lagði hann hart að sér við að annast sauðfé föður síns. Það reyndist hættulegt. Davíð útskýrði síðar fyrir Sál konungi: „Þjónn þinn hefur verið fjármaður hjá föður sínum. Þegar ljón eða björn kom og tók lamb úr hjörðinni elti ég hann og felldi og reif síðan lambið úr gini hans.“ (1. Sam. 17:34, 35) Davíð fann til ábyrgðar og barðist af hugrekki til að vernda féð. Ungir bræður geta líkt eftir Davíð með því að annast vel hvert það verkefni sem þeim er falið.
5. Hvað er það mikilvægasta sem ungir bræður geta gert samkvæmt Sálmi 25:14?
5 Davíð var ungur þegar hann eignaðist náið samband við Jehóva. Það var mikilvægara en hugrekki Davíðs eða færni hans til að spila á hörpu. Jehóva var ekki aðeins Guð Davíðs, hann var líka vinur hans – náinn vinur. (Lestu Sálm 25:14.) Ungu bræður, það mikilvægasta sem þið getið gert er að styrkja sambandið við himneskan föður ykkar. Það getur orðið til þess að þið fáið fleiri verkefni.
6. Hvaða álit höfðu sumir á Davíð?
6 Davíð þurfti að þola neikvætt viðhorf annarra í sinn garð. Þegar hann bauðst til að berjast við Golíat reyndi Sál til dæmis að fá hann ofan af því og sagði: „Þú ert aðeins unglingur.“ (1. Sam. 17:31–33) Bróðir Davíðs sakaði hann um ábyrgðarleysi. En Jehóva leit ekki svo á að Davíð væri óþroskaður eða óábyrgur. (1. Sam. 17:26–30) Hann þekkti hann vel. Og Davíð felldi Golíat með því að treysta að Jehóva vinur sinn gæfi sér styrk. – 1 Sam. 17:45, 48–51.
7. Hvað geturðu lært af Davíð?
7 Hvað má læra af reynslu Davíðs? Við þurfum að vera þolinmóð. Það getur tekið tíma fyrir þá sem hafa þekkt þig sem barn að fara að líta á þig sem fullorðinn einstakling. En þú getur verið viss um að Jehóva horfir ekki bara á hið ytra. Hann þekkir þig og veit hvað þú ert fær um. (1. Sam. 16:7) Styrktu samband þitt við Guð. Davíð gerði það með því að virða vandlega fyrir sér sköpunarverk Jehóva. Hann hugleiddi hvað sköpunarverkið segði um skaparann. (Sálm. 8:4, 5; 139:14; Rómv. 1:20) Annað sem þú getur gert er að leita til Jehóva til að fá styrk. Hæðast sumir skólafélagar að þér vegna þess að þú ert vottur Jehóva? Þá skaltu biðja Jehóva að hjálpa þér að takast á við það. Og farðu eftir þeim gagnlegu ráðum sem eru í orði hans og biblíutengdum ritum og myndböndum. Í hvert skipti sem þú finnur að Jehóva hjálpar þér að takast á við erfiðleika styrkist traust þitt til hans. Og þegar aðrir sjá að þú setur traust þitt á hann öðlastu þeirra traust líka.
8, 9. Hvað hjálpaði Davíð að bíða þolinmóður eftir að verða konungur og hvað geta ungir bræður lært af fordæmi hans?
8 Skoðum annað sem Davíð þurfti að glíma við. Eftir að hann var smurður sem konungur þurfti hann að bíða í mörg ár áður en hann tók við hásætinu sem konungur Júda. (1. Sam. 16:13; 2. Sam. 2:3, 4) Hvað hjálpaði honum að bíða þolinmóður? Hann missti ekki kjarkinn en einbeitti sér að því sem hann gat gert. Þegar hann dvaldist til dæmis sem flóttamaður í landi Filistea nýtti hann tímann til að berjast gegn óvinum Ísraels og stóð þannig vörð um yfirráðasvæði Júda. – 1. Sam. 27:1–12.
9 Hvað getið þið ungu bræður lært af Davíð? Gerið það sem þið getið til að hjálpa trúsystkinum ykkar. Skoðum reynslu bróður sem heitir Ricardo. * Frá því hann var unglingur hafði hann langað til að gerast brautryðjandi. En öldungarnir sögðu honum að hann væri ekki tilbúinn. Í stað þess að gefast upp eða verða bitur fór Ricardo að verja meiri tíma í þjónustuna. Hann segir: „Þegar ég lít til baka sé ég að ég þurfti að taka framförum. Ég ákvað að fylgja eftir öllum áhuga sem ég fann í boðuninni og undirbjó mig vel fyrir hverja endurheimsókn. Ég stofnaði jafnvel biblíunámskeið í fyrsta skipti. Eftir því sem ég fékk meiri reynslu jókst sjálfstraustið.“ Ricardo er núna skilvirkur brautryðjandi og safnaðarþjónn.
10. Hvað gerði Davíð við ákveðið tækifæri áður en hann tók mikilvæga ákvörðun?
10 Skoðum annað atvik í lífi Davíðs. Á þeim tíma sem hann og menn hans voru flóttamenn höfðu þeir yfirgefið fjölskyldur sínar til að fara í herleiðangur. Meðan þeir voru í burtu réðust óvinasveitir á heimili þeirra og tóku fjölskyldur þeirra til fanga. Davíð hefði getað hugsað að þar sem hann var reyndur stríðsmaður gæti hann sjálfur 1. Sam. 30:7–10) Hvað getum við lært af þessum atburði?
upphugsað góða leið til að bjarga föngunum. En hann leitaði leiðsagnar Jehóva. Fyrir milligöngu prests sem hét Abjatar spurði hann Jehóva: „Á ég að elta þennan ræningjaflokk?“ Jehóva sagði Davíð að fara og fullvissaði hann um að hann myndi bjarga föngunum. (11. Hvað geturðu gert áður en þú tekur ákvarðanir?
11 Leitaðu ráða áður en þú tekur ákvarðanir. Talaðu við foreldra þína. Þú getur líka fengið góð ráð hjá reyndum öldungum. Jehóva treystir þessum mönnum og þú getur það líka. Jehóva lítur á þá sem gjöf til safnaðarins. (Ef. 4:8) Það mun gagnast þér að líkja eftir trú þeirra og hlusta á viturlegar ráðleggingar þeirra. Skoðum núna hvað við getum lært af Asa konungi.
LÆRÐU AF ASA KONUNGI
12. Hvaða eiginleika hafði Asa konungur til að bera þegar hann byrjaði að ríkja sem konungur?
12 Sem ungur maður var Asa konungur auðmjúkur og hugrakkur. Eftir að Abía faðir hans dó tók hann við sem konungur og hóf að hreinsa landið af skurðgoðadýrkun. Og „hann skipaði Júdamönnum að leita Drottins, Guðs feðra sinna, og framfylgja lögmálinu og boðorðunum.“ (2. Kron. 13:23–14:6) Og þegar Serak frá Eþíópíu gerði innrás í Júda með milljón manna her sýndi Asa þá visku að leita hjálpar hjá Jehóva og sagði: „Drottinn, enginn getur hjálpað veikum gegn sterkum eins og þú. Hjálpa þú okkur, Drottinn, Guð okkar, því að við styðjumst við þig.“ Þessi fallega bæn sýnir hversu mikið traust Asa hafði á getu Jehóva til að bjarga honum og fólki hans. Asa treysti himneskum föður sínum og Jehóva sigraði Eþíópíumenn. – 2. Kron. 14:7–11.
13. Hvað gerðist síðar í lífi Asa og hvers vegna?
13 Það hefur eflaust verið ógnvekjandi að standa andspænis milljón manna her. En Asa stóð uppi sem sigurvegari af því að hann treysti Jehóva. En við aðrar og ekki jafn erfiðar aðstæður leitaði Asa því miður ekki til Jehóva. Þegar honum var ógnað af 2. Kron. 16:7, 9; 1. Kon. 15:32) Hvað lærum við af þessu?
Basa, hinum vonda konungi Ísraels, sneri hann sér til Sýrlandskonungs til að fá hjálp. Þetta voru hrapalleg mistök. Fyrir munn Hananí sagði Jehóva við Asa: „Þar sem þú hefur stutt þig við konung Aramea en ekki við Drottin, Guð þinn, þá hefur her Ísraelskonungs gengið þér úr greipum.“ Þaðan í frá átti Asa stöðugt í ófriði. (14. Hvernig geturðu sýnt að þú treystir Jehóva og hvernig mun 1. Tímóteusarbréf 4:12 eiga við um þig ef þú gerir það?
14 Haltu áfram að vera auðmjúkur og treysta á Jehóva. Þú sýndir að þú hafðir sterka trú og traust á honum þegar þú lést skírast. Og hann bauð þig velkominn í fjölskyldu sína. Það sem þú þarft að gera núna er að halda áfram að treysta á Jehóva. Það gæti virst auðvelt að gera það þegar þú þarft að taka stórar ákvarðanir í lífinu. En hvað um aðrar ákvarðanir? Það er ákaflega mikilvægt að þú treystir á hann þegar þú tekur ákvarðanir, þar á meðal varðandi afþreyingu, atvinnu og markmið í lífinu. Reiddu þig ekki á eigin visku. Leitaðu að meginreglum í Biblíunni sem eiga við aðstæður þínar og breyttu síðan í samræmi við þær. (Orðskv. 3:5, 6) Þú gleður Jehóva þegar þú gerir það og ávinnur þér virðingu annarra í söfnuðinum. – Lestu 1. Tímóteusarbréf 4:12.
LÆRÐU AF JÓSAFAT KONUNGI
15. Hvaða mistök gerði Jósafat konungur eins og kemur fram í 2. Kroníkubók 18:1–3; 19:2?
15 Þú ert auðvitað ófullkominn eins og við öll og gerir stundum mistök. En það ætti ekki að hindra þig í að gera þitt besta í þjónustunni við Jehóva. Skoðum hvað við getum lært af Jósafat konungi. Hann hafði marga góða eiginleika. Þegar hann var ungur ,leitaði hann til Guðs, föður síns og fylgdi boðum hans‘. Hann sendi líka embættismenn til borganna í Júda til að kenna fólkinu um Jehóva. (2. Kron. 17:3, 4, 7) Jósafat var einlægur en tók stundum slæmar ákvarðanir. Eftir eina slíka ákvörðun var Jósafat ávíttur af fulltrúa Jehóva. (Lestu 2. Kroníkubók 18:1–3; 19:2.) Hvaða lærdóm getum við dregið af þessari frásögu?
16. Hvað getur þú lært af Rajeev?
16 Þiggðu leiðbeiningar og farðu eftir þeim. Þér finnst kannski eins og mörgum ungum mönnum erfitt að forgangsraða í lífinu. Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn. Hugleiddu reynslu ungs bróður, Rajeev að nafni. Hann segir um unglingsárin sín: „Ég vissi ekki hvað ég vildi á þessum tíma. Eins og margt ungt fólk hafði ég meiri áhuga á íþróttum og að skemmta mér heldur en að fara á samkomur eða í boðunina.“ Hvað hjálpaði Rajeev? Umhyggjusamur öldungur gaf honum ráð. Rajeev segir: „Hann hjálpaði mér að hugleiða meginregluna í 1. Tímóteusarbréfi 4:8.“ Rajeev brást auðmjúkur við leiðbeiningunum og endurskoðaði hvernig hann forgangsraðaði í lífinu. Hann segir: „Ég ákvað að setja andleg markmið í fyrsta sæti.“ Hver var árangurinn? „Fáeinum árum síðar,“ segir Rajeev, „var ég hæfur til að þjóna sem safnaðarþjónn.“
GERÐU HIMNESKAN FÖÐUR ÞINN STOLTAN AF ÞÉR
17. Hvað finnst þeim eldri um ungu mennina sem þjóna Jehóva?
17 Þeir sem eldri eru meta mikils ykkur ungu mennina sem þjónið Jehóva þeim við hlið. (Sef. 3:9, NW) Þeir kunna að meta kappsemina sem þið sýnið þegar þið sinnið verkefnunum sem ykkur eru falin. Þeir eru ánægðir með ykkur. – 1. Jóh. 2:14.
18. Hvað finnst Jehóva um unga menn sem þjóna honum samkvæmt Orðskviðunum 27:11?
18 Þið ungu bræður, gleymið aldrei að Jehóva elskar ykkur og treystir. Hann sagði fyrir að á síðustu dögum myndi her ungra manna bjóða sig fúslega fram. (Sálm. 110:1–3) Hann veit að þú elskar hann og vilt þjóna honum eftir bestu getu. Vertu þess vegna þolinmóður, bæði við aðra og sjálfan þig. Þiggðu leiðbeiningar og aga þegar þú gerir mistök og líttu á það eins og það komi frá Jehóva. (Hebr. 12:6) Sinntu vel öllum verkefnum sem þú færð. Og umfram allt, gerðu himneskan föður þinn stoltan af þér í öllu sem þú gerir. – Lestu Orðskviðina 27:11.
SÖNGUR 135 Jehóva hvetur: „Vertu vitur, sonur minn“