NÁMSGREIN 46
Hugsarðu vel um „hinn stóra skjöld trúarinnar“?
,Takið hinn stóra skjöld trúarinnar.‘ – EF. 6:16.
SÖNGUR 119 Við verðum að hafa trú
YFIRLIT *
1, 2. (a) Hvers vegna þurfum við ,stóran skjöld trúarinnar‘, samanber Efesusbréfið 6:16? (b) Hvaða spurningum er svarað í greininni?
ERT þú með stóran trúarskjöld? (Lestu Efesusbréfið 6:16.) Eflaust. Stór skjöldur ver mestan hluta líkamans. Á svipaðan hátt verndar trú þín þig gegn siðleysinu, ofbeldinu og guðleysinu sem einkennir þennan spillta heim.
2 En við lifum „á síðustu dögum“ og það reynir stöðugt á trú okkar. (2. Tím. 3:1) Hvernig geturðu kannað hvort trúarskjöldur þinn sé heill og í góðu ásigkomulagi? Og hvernig geturðu haft fast tak á honum? Þessum spurningum er svarað í greininni.
SKOÐAÐU SKJÖLDINN ÞINN VANDLEGA
3. Hvað gerðu hermenn við skildi sína og hvers vegna?
3 Á biblíutímanum voru skildir hermanna oft þaktir leðri. Hermennirnir báru olíu á skildina til að varðveita leðrið og koma í veg fyrir ryð á málmhlutum þeirra. Ef hermaður tók eftir að skjöldurinn var skaddaður sá hann til þess að hann yrði lagfærður. Þannig gat hermaðurinn alltaf verið reiðubúinn fyrir bardaga. Hvernig á þetta við um trú þína?
4. Hvers vegna verðurðu að yfirfara skjöld trúar þinnar og hvernig geturðu gert það?
4 Þú verður að yfirfara skjöld trúarinnar með reglulegu millibili og halda honum við svo að þú sért alltaf búinn undir bardaga líkt og hermaður til forna. Sem þjónar Ef. 6:10–12) Það getur enginn annar viðhaldið skildi trúarinnar fyrir þig. Hvernig geturðu gengið úr skugga um að trú þín sé nægilega sterk þegar á reynir? Í fyrsta lagi þarftu að biðja um hjálp Guðs. Síðan skaltu nota orð hans eins og spegil til að sjá sjálfan þig eins og hann sér þig. (Hebr. 4:12) Biblían segir: „Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.“ (Orðskv. 3:5, 6) Rifjaðu nú upp ákvarðanir sem þú hefur tekið nýlega. Hefurðu til dæmis lent í miklum fjárhagserfiðleikum? Kom loforð Jehóva í Hebreabréfinu 13:5 þér til hugar, þar sem segir: „Ég mun aldrei snúa baki við ykkur og aldrei yfirgefa ykkur“? Fullvissaði þetta loforð þig um að Jehóva myndi hjálpa þér? Ef sú er raunin bendir það til þess að þú haldir trúarskildi þínum vel við.
Guðs heyjum við andlegt stríð og illir andar eru meðal andstæðinga okkar. (5. Hvað gætirðu uppgötvað þegar þú rannsakar trú þína?
5 Þegar þú skoðar trú þína gaumgæfilega gæti það sem þú uppgötvar komið þér á óvart. Kannski tekurðu eftir veikleika sem þú vissir ekki af. Þú áttar þig kannski á að óhóflegar áhyggjur, lygar og kjarkleysi hefur veikt trú þína. Hvernig geturðu verndað trú þína gegn frekari skaða ef þetta á við um þig?
VERÐU ÞIG GEGN ÓHÓFLEGUM ÁHYGGJUM, LYGUM OG KJARKLEYSI
6. Nefndu sumt sem okkur er umhugað um.
6 Við látum okkur varða ýmislegt sem skiptir máli. Okkur er til dæmis réttilega umhugað um að þóknast Jehóva og Jesú. (1. Kor. 7:32) Ef við syndgum alvarlega er okkur mikið í mun að endurheimta vináttuna við Guð. (Sálm. 38:19) Okkur er líka umhugað um að þóknast maka okkar og við viljum láta okkur annt um velferð fjölskyldunnar og bræðra og systra. – 1. Kor. 7:33; 2. Kor. 11:28.
7. Hvers vegna þurfum við ekki að óttast menn, samanber Orðskviðina 29:25?
7 Hins vegar gætu óhóflegar áhyggjur skaðað trú okkar. Vera má að við höfum stöðugar áhyggjur af fæði og klæði. (Matt. 6:31, 32) Til að draga úr þessum áhyggjum leggjum við kannski mikið upp úr að eignast efnislega hluti. Það gæti orðið til þess að við fengjum ást á peningum. Ef við leyfðum því að gerast myndi það veikja trú okkar og samband okkar við Jehóva biði skaða. (Mark. 4:19; 1. Tím. 6:10) Við þurfum líka að forðast annars konar gryfju – að hafa óhóflegar áhyggjur af áliti annarra á okkur. Slíkar áhyggjur gætu leitt til þess að við óttuðumst háð og ofsóknir meira en að vanþóknast Jehóva. Við verðum að biðja Jehóva innilega að gefa okkur þá trú og hugrekki sem við þurfum til að falla ekki í þá gryfju. – Lestu Orðskviðina 29:25; Lúk. 17:5.
8. Hvernig ættum við að bregðast við lygum?
8 Satan, „faðir lyginnar“, notar þá sem eru undir hans áhrifum til að dreifa lygum um Jehóva og bræður okkar og systur. (Jóh. 8:44) Fráhvarfsmenn birta til að mynda lygar og rangsnúa staðreyndum um söfnuð Jehóva á netinu, í sjónvarpinu og á öðrum miðlum. Þessar lygar eru meðal ,logandi örva‘ Satans. (Ef. 6:16) Hvað ættum við að gera ef fráhvarfsmaður fer að ræða slíkar lygar við okkur? Við hlustum ekki á hann! Hvers vegna? Vegna þess að við trúum Jehóva og treystum trúsystkinum okkar. Reyndar forðumst við öll samskipti við fráhvarfsmenn. Við rökræðum aldrei við þá um neitt, ekki einu sinni fyrir forvitnissakir.
9. Hvaða áhrif getur kjarkleysi haft á okkur?
9 Kjarkleysi getur veikt trú okkar. Við megum ekki hunsa vandamál okkar. Það væri ábyrgðarlaust af okkur að gera það. Og stundum erum við kannski kjarklítil. En við megum ekki láta vandamál okkar stjórna hugsun okkar. Ef við gerðum það gætum við misst sjónar á þeirri dásamlegu von sem Jehóva hefur gefið okkur. (Opinb. 21:3, 4) Kjarkleysi gæti dregið úr okkur máttinn og fengið okkur til að gefast upp. (Orðskv. 24:10) En það þarf ekki að henda okkur.
10. Hvað getum við lært af bréfi systur okkar í Bandaríkjunum?
10 Skoðum hvernig systir okkar í Bandaríkjunum heldur trú sinni sterkri samhliða því að annast alvarlega veikan eiginmann sinn. Í bréfi til aðalstöðvanna skrifaði hún: „Við höfum stundum fundið fyrir streitu og kjarkleysi vegna aðstæðna okkar. En von okkar er sterk. Ég er svo ánægð með allt sem Jehóva gefur okkur til að styrkja trú okkar og uppörva. Við þurfum sannarlega á þessari leiðsögn og hvatningu að halda. Þetta heldur okkur gangandi og hjálpar okkur að halda út í erfiðleikum sem Satan lætur dynja yfir okkur.“ Við sjáum af bréfi systurinnar að við getum sigrast á kjarkleysi. Hvernig? Með því að líta svo á að erfiðleikar okkar séu vopn í höndum Satans sem hann notar gegn okkur. Munum líka að Jehóva er uppspretta huggunar. Og metum að verðleikum andlegu fæðuna sem hann gefur okkur.
11. Hvaða spurninga ættum við að spyrja sjálf okkur til að kanna ástand trúar okkar?
11 Sérðu eitthvað á trúarskildi þínum sem þarfnast lagfæringar? Hefurðu getað forðast óhóflegar áhyggjur síðustu mánuði? Hefurðu staðist þá freistingu að hlusta á og rökræða við fráhvarfsmenn
um lygarnar sem þeir dreifa? Og hefurðu komist yfir kjarkleysi? Þá er trú þín í góðu ásigkomulagi. En við verðum stöðugt að vera á verði því að Satan á önnur vopn sem hann reynir að nota gegn okkur. Skoðum eitt þeirra.VERÐU ÞIG GEGN EFNISHYGGJU
12. Hvaða áhrif getur efnishyggja haft á okkur?
12 Efnishyggja getur rænt okkur athyglinni og haft þau áhrif að við hugsum illa um trúarskjöld okkar. Páll postuli sagði: „Enginn hermaður stundar almenna atvinnu því að hann vill þóknast þeim sem réð hann til hermennsku.“ (2. Tím. 2:4) Rómverskir hermenn máttu reyndar ekki sinna neinni annarri vinnu. Hvað gat gerst ef þeir hlýddu ekki þessari kröfu?
13. Hvers vegna stunduðu hermenn ekki almenna atvinnu?
13 Ímyndaðu þér eftirfarandi aðstæður: Það er morgunn og hópur hermanna æfir sig í að beita sverðum. En það vantar einn úr hópnum. Hann er upptekinn við að setja upp matarbás á markaðinum. Um kvöldið nota hermennirnir tímann til að skoða vandlega herklæði sín og brýna sverðin. Sá sem er með matarbásinn er hins vegar að undirbúa söluna fyrir næsta dag. En um morguninn gerir óvinur skyndiárás. Hver er líklegur til að bregðast rétt við og öðlast velþóknun herforingjans? Og hvern myndir þú vilja hafa við hlið þér – hermann sem einbeitti sér að því að vera viðbúinn eða þann sem var með hugann við eitthvað annað?
14. Hvað er okkur verðmætt sem hermönnum Krists?
14 Líkt og góðir hermenn látum við ekkert verða til þess að við missum sjónar á aðalmarkmiði okkar – að hljóta velþóknun leiðtoga okkar, Jehóva og Jesú. Okkur finnst það verðmætara en nokkuð sem heimur Satans hefur upp á að bjóða. Við göngum úr skugga um að við höfum nægan tíma og orku til að þjóna Jehóva og halda trúarskildi okkar, vopnum og herklæðum í góðu ásigkomulagi.
15. Hvaða viðvörun gaf Páll og hvers vegna?
1. Tím. 6:9, 10) Hugtakið ,að villast frá trúnni‘ gefur til kynna að við gætum misst einbeitinguna ef við reynum að eignast óþarfa hluti. Við gætum síðan orðið berskjölduð fyrir „alls kyns heimskulegum og skaðlegum girndum“. Í stað þess að leyfa þessum girndum að hafa áhrif á hjarta okkar verðum við að sjá þær í réttu ljósi. Þær eru vopn sem Satan notar til að skaða trú okkar.
15 Við megum aldrei slaka á verðinum. Hvers vegna? Páll postuli sagði að „þeir sem ætla sér að verða ríkir“ myndu ,villast frá trúnni‘. (16. Hvaða spurningar ætti frásagan í Markúsi 10:17–22 að hvetja okkur til að hugleiða?
16 Segjum að við höfum efni á að eignast marga efnislega hluti. Er rangt að kaupa eitthvað sem okkur langar í en við höfum í raun ekki þörf á? Ekki endilega. En veltu þessum spurningum fyrir þér: Jafnvel þótt við höfum efni á að kaupa eitthvað, höfum við þá líka tíma og orku til að viðhalda því? Og gæti okkur farið að þykja mjög vænt um eigur okkar? Gætu efnislegar eigur orðið til þess að við gerðum eins og ungi maðurinn sem hafnaði boði Jesú um að gera meira fyrir Guð? (Lestu Markús 10:17–22.) Það er miklu betra að lifa einföldu lífi og nota dýrmætan tíma okkar og orku til að gera vilja Guðs.
HAFÐU FAST TAK Á SKILDI TRÚARINNAR
17. Hverju megum við aldrei gleyma?
17 Við megum aldrei gleyma að við erum í stríði og verðum að vera reiðubúin til bardaga alla daga. (Opinb. 12:17) Bræður okkar og systur geta ekki borið trúarskjöldinn fyrir okkur. Við verðum sjálf að hafa fast tak á honum.
18. Hvers vegna gættu hermenn til forna þess að hafa fast tak á skildi sínum?
18 Hermenn til forna voru heiðraðir fyrir að sýna hugrekki í bardaga. En það var til vansæmdar að snúa heim án skjaldarins. „Að skilja við skjöld sinn er til háborinnar skammar,“ skrifaði rómverski sagnfræðingurinn Tacitus. Það er ein ástæðan fyrir því að hermenn gættu þess að hafa fast tak á skildinum.
19. Hvernig getum við haldið föstu taki á trúarskildi okkar?
19 Við höldum föstu taki á trúarskildi okkar með því að sækja samkomur að staðaldri og segja öðrum frá Jehóva og ríki hans. (Hebr. 10:23–25) Við þurfum líka að lesa daglega í orði Guðs og biðja hann að hjálpa okkur að heimfæra það sem við lesum upp á líf okkar. (2. Tím. 3:16, 17) Þá mun ekkert vopn sem Satan notar gegn okkur valda okkur varanlegum skaða. (Jes. 54:17) ,Hinn stóri skjöldur trúarinnar‘ verndar okkur. Við munum geta þjónað Jehóva staðfastlega ásamt bræðrum okkar og systrum. Og við munum ekki aðeins sigra í baráttunni sem við eigum í daglega – við fáum að hljóta þann heiður að vera með Jesú í liði þegar hann vinnur stríðið við Satan og fylgjendur hans. – Opinb. 17:14; 20:10.
SÖNGUR 118 Auk okkur trú
^ gr. 5 Hermenn reiddu sig á skjöldinn sinn til að verjast árásum. Trú okkar er eins og skjöldur. Og rétt eins og bókstaflegur skjöldur þarfnast hún viðhalds. Í þessari grein ræðum við hvernig við getum gengið úr skugga um að ,hinn stóri skjöldur trúar‘ okkar sé í góðu ásigkomulagi.