Hverju svarar Biblían?
Veldur Guð þjáningum?
Hvað myndir þú segja?
Já.
Nei.
Kannski.
Hvað segir Biblían?
„Fjarri fer því að Guð breyti ranglega og Hinn almáttki aðhafist illt.“ (Jobsbók 34:10) Guð er aldrei valdur að þeirri illsku og þjáningum sem eiga sér stað í heiminum.
Fleiri upplýsingar úr Biblíunni
Satan djöfullinn er „höfðingi heimsins“. Hann er aðalorsök þjáninganna. – Jóhannes 14:30.
Oft má rekja illsku og þjáningar til slæmra ákvarðana sem fólk tekur. – Jakobsbréfið 1:14, 15.
Taka þjáningar einhvern tíma enda?
Sumir halda að mennirnir geti bundið enda á þjáningar með því að allir leggist á eitt en aðrir eygja enga von um að heimurinn taki slíkum stakkaskiptum. Hvað heldur þú?
Hvað segir Biblían?
Guð mun binda enda á þjáningar. „Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ – Opinberunarbókin 21:3, 4.
Fleiri upplýsingar úr Biblíunni
Guð mun nota Jesú til að stöðva þjáningarnar sem Satan veldur. – 1. Jóhannesarbréf 3:8.
Gott fólk mun búa að eilífu við frið á jörð. – Sálmur 37:9-11, 29.