Sannleikurinn um ríki Guðs
Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja: „Faðir okkar á himnum, við biðjum að nafn þitt helgist. Láttu ríki þitt koma. Láttu vilja þinn verða á jörð eins og á himni.“ (Matteus 6:9, 10) Hvað er ríki Guðs? Hvað gerir það? Og hvers vegna eigum við að biðja um að það komi?
Jesús er konungur Guðsríkis.
Lúkas 1:31–33: „Þú skalt láta hann heita Jesú. Hann verður mikill og verður kallaður sonur hins hæsta, og Jehóva Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans. Hann mun ríkja sem konungur yfir ætt Jakobs að eilífu og enginn endir verður á ríki hans.“
Ríki Guðs var aðalstefið í boðun Jesú.
Matteus 9:35: „Jesús fór nú um allar borgirnar og þorpin og kenndi í samkunduhúsum, boðaði fagnaðarboðskapinn um ríkið og læknaði fólk af hvers kyns sjúkdómum og meinum.“
Jesús gaf lærisveinum sínum tákn svo að þeir vissu hvenær ríki Guðs kæmi.
Matteus 24:7: „Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki. Það verða hungursneyðir og jarðskjálftar á einum stað eftir annan.“
Núna boða lærisveinar Jesú ríki Guðs um allan heim.
Matteus 24:14: „Og fagnaðarboðskapurinn um ríkið verður boðaður um alla jörðina til að allar þjóðir fái að heyra hann, og síðan kemur endirinn.“