Hverju svarar Biblían?
Getur Biblían hjálpað okkur að takast á við áhyggjur og kvíða?
Hvað myndir þú segja?
Já.
Nei.
Það má vera.
Hvað segir Biblían?
„Varpið allri áhyggju ykkar á [Guð] því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ (1. Pétursbréf 5:7) Biblían fullvissar okkur um að Guð geti létt af okkur áhyggjum.
Fleiri upplýsingar úr Biblíunni
Með því að biðja getum við eignast ,frið Guðs‘ sem linar áhyggjur og kvíða. – Filippíbréfið 4:6, 7.
Að lesa í orði Guðs getur auk þess hjálpað okkur að takast á við streitu. – Matteus 11:28-30.
Verða áhyggjur nokkurn tíma úr sögunni?
Sumir halda ... að áhyggjur og streita séu einfaldlega hluti af mannlífinu og aðrir telja að maður losni ekki við áhyggjur fyrr en í næsta lífi. Hvað heldur þú?
Hvað segir Biblían?
Guð afmáir allt sem veldur áhyggjum og kvíða. Hann segir: „Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ – Opinberunarbókin 21:4.
Fleiri upplýsingar úr Biblíunni
Undir stjórn ríkis Guðs mun fólk búa við frið og ró. – Jesaja 32:18.
Óhóflegar áhyggjur og streita gleymast. – Jesaja 65:17.