Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum.

Hvað felur það í sér að „endurnýja hugarfarið“? (Rómv. 12:2)

Það felur meira í sér en að gera góðverk öllum stundum. Það felur í sér að rannsaka hvaða mann við höfum að geyma og gera þær breytingar sem þarf til að líf okkar sé eins mikið í samræmi við mælikvarða Jehóva og mögulegt er. – w23.01, bls. 8–9.

Hvernig getum við sýnt jafnvægi þegar við fylgjumst með heimsatburðum?

Við höfum áhuga á því hvernig heimsatburðir uppfylla spádóma. En við viljum byggja það sem við segjum á efni frá söfnuði Jehóva og forðast getgátur sem geta stofnað einingu safnaðarins í hættu. (1. Kor. 1:10) – w23.02, bls. 16.

Hver er munurinn á skírn Jesú og skírn fylgjenda hans?

Jesús þurfti ekki að vígja sig Jehóva því að hann tilheyrði þjóð sem var vígð honum. Hann var fullkominn, syndlaus maður. Hann þurfti ekki að iðrast neinna synda. – w23.03, bls. 5.

Hvernig getum við hvatt aðra til að svara á samkomum?

Við getum haft svör okkar stutt og leyft öðrum þannig að komast að. Við getum líka forðast að nefna of margar hugmyndir. Þannig er eitthvað eftir fyrir aðra til að tjá sig um. – w23.04, bls. 23.

Hvað fyrirmyndar „Vegurinn heilagi“ sem er talað um í Jesaja 35:8?

Þessi táknræni breiði vegur fyrirmyndar veg Gyðinga frá Babýlon til heimalandsins. Hvað um síðari tíma? Á öldunum fram að árinu 1919 var unnin undirbúningsvinna, meðal annars þýðing og prentun á Biblíunni. Fólk Guðs hefur ferðast á ‚veginum heilaga‘ til andlegrar paradísar sem leiðir til blessunar undir stjórn Guðsríkis. – w23.05, bls. 15–19.

Hvaða tvær táknrænu konur eru nefndar í Orðskviðunum 9. kafla sem við getum dregið lærdóm af?

Orðskviðirnir tala um ‚heimska konu‘ en boð hennar leiðir til „grafarinnar“ og ‚viskuna‘, táknaða með konu sem leiðir fólk á ‚veg skynseminnar‘ og til lífsins. (Orðskv. 9:1, 6, 13, 18) – w23.06, bls. 22–24.

Hvernig kom auðmýkt og sanngirni Guðs í ljós í samskiptum hans við Lot?

Jehóva gaf Lot leiðbeiningar um að flýja frá Sódómu til fjalla. Þegar Lot sárbændi hann um að fá að leita frekar skjóls í Sóar varð hann við bón hans. – w23.07, bls. 21.

Hvað getur eiginkona gert ef eiginmaður hennar horfir á klám?

Hún má ekki gleyma því að henni er ekki um að kenna. Hún ætti að einbeita sér að sambandi sínu við Jehóva og hugleiða frásögur í Biblíunni af konum sem voru þjakaðar en fengu huggun frá honum. Hún getur hjálpað manninum sínum að forðast aðstæður þar sem freistingin getur verið mikil. – w23.08, bls. 14–17.

Hvernig getur innsæi hjálpað okkur að sýna mildi ef einhver véfengir trúarskoðanir okkar?

Við getum litið á spurninguna eða ögrunina sem tækifæri til að skilja hvernig viðmælandi okkar hugsar og hvað skiptir hann máli. Með því móti getum við betur brugðist við með mildi. – w23.09, bls. 17.

Hvað getum við lært af Maríu um að öðlast styrk?

Þegar María fékk að vita að hún yrði móðir Messíasar fékk hún styrk frá öðrum. Gabríel og Elísabet veittu henni uppörvun frá Biblíunni. Við getum líka fengið styrk frá trúsystkinum okkar. – w23.10, bls. 15.

Hvernig gæti Jehóva svarað bænum okkar?

Hann lofar að hlusta á bænir okkar og metur hvernig þær tengjast fyrirætlun sinni. (Jer. 29:12) Hann svarar ef til vill sams konar bænum á mismunandi hátt en hann styður okkur alltaf. – w23.11, bls. 21–22.

Rómverjabréfið 5:2 talar um „von“. Hvers vegna er aftur talað um von í 4. versi?

Maður getur fengið von um líf í paradís á jörð þegar hann heyrir fagnaðarboðskapinn. En þegar hann verður fyrir erfiðleikum, sýnir úthald og finnur fyrir velþóknun Guðs styrkist von hans að öllum líkindum og verður persónulegri. – w23.12, bls. 12–13.