Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Reynslusaga

Reynslusaga

Að sýna öllum samkennd

Dag einn horfði systir á Nýja-Sjálandi á myndband á jw.org sem fjallar um að bera umhyggju fyrir öðrum. Þar kemur fram að Jehóva finnur ekki aðeins til samkenndar heldur sýnir hana. (Jes. 63:7–9) Hún ákvað að nota það sem hún hafði lært og leitaði færis að koma öðrum til hjálpar. Síðar sama dag var hún að kaupa í matinn og hitti heimilislausa konu. Hún bauðst til að kaupa eitthvað handa henni að borða. Konan þáði það. Þegar systirin lét hana fá matinn notaði hún tækifærið til að segja henni frá boðskap Biblíunnar og notaði smáritið Taka þjáningar einhvern tíma enda?

Konan brast í grát. Hún sagði að hún hefði verið alin upp sem vottur en hefði yfirgefið sannleikann mörgum árum áður. Nýlega hafði hún verið að biðja til Jehóva um hjálp til að snúa aftur til hans. Systirin gaf konunni biblíu og hún þáði biblíunámskeið. a

Við getum líkt eftir því hvernig Jehóva sýnir fólki samkennd og sýnt til dæmis ættingjum okkar og trúsystkinum í söfnuðinum samkennd. Og við getum gert það með því að vera vakandi fyrir möguleikum til að segja öðrum frá Biblíunni.

a Sjá greinina „Snúið aftur til mín“ í Varðturninum júní 2020 til að sjá hvernig er hægt að hjálpa óvirkum boðberum.