Prófaðu þetta
Forgangsraðaðu
Við höfum öll takmarkaðan tíma fyrir sjálfsnám. Hvernig getum við notað hann sem best? Í fyrsta lagi skaltu taka þér nægan tíma til að lesa. Þú hefur í raun meira gagn af því að kynna þér minna efni vandlega heldur en mikið í fljótheitum.
Í öðru lagi skaltu forgangsraða. (Ef. 5:15, 16) Tillögur:
Lestu í Biblíunni á hverjum degi. (Sálm. 1:2) Það gæti verið góð byrjun að fylgja biblíulestraráætluninni fyrir samkomuna í miðri viku.
Undirbúðu þig fyrir Varðturnsnámið og samkomuna í miðri viku. Búðu þig undir að svara á samkomum. – Sálm. 22:22.
Reyndu eftir því sem þú hefur tíma að lesa og fylgjast með efni sem söfnuðurinn gefur út eins og almennu blöðunum, myndböndum og því sem kemur á jw.org.
Rannsakaðu ákveðið efni. Það gæti verið í sambandi við vandamál sem þú glímir við, spurningu eða viðfangsefni í Biblíunni sem þig langar að skilja betur. Þú getur fundið hugmyndir undir flipanum „Biblíuverkefni“ á jw.org.