NÁMSVERKEFNI
Að halda út þrátt fyrir óréttlæti
Lestu 1. Mósebók 37:23–28; 39:17–23 til að sjá hvaða óréttlæti Jósef þurfti að þola og hvað þú getur lært af reynslu hans.
Skoðaðu samhengið. Af hverju komu aðrir svona illa fram við Jósef? (1. Mós. 37:3–11; 39:1, 6–10) Hversu lengi þurfti Jósef að þola óréttlæti? (1. Mós. 37:2; 41:46) Hvað gerði Jehóva fyrir Jósef á þessum tíma og hvað gerði hann ekki? – 1. Mós. 39:2, 21; w23.01 17 gr. 13.
Grafðu dýpra. Biblían segir ekkert um það að Jósef hafi reynt að verjast þeim röngu sökum sem eiginkona Pótífars bar á hann. Hvernig geta eftirfarandi ritningarstaðir varpað ljósi á hvers vegna Jósef gæti hafa ákveðið að þegja eða hvers vegna við getum ekki vænst þess að vita allt um málið? (Orðskv. 20:2; Jóh. 21:25; Post. 21:37) Hvaða eiginleikar gerðu Jósef hugsanlega kleift að halda út? – Míka 7:7; Lúk. 14:11; Jak. 1:2, 3.
Dragðu lærdóm af frásögunni. Spyrðu þig:
-
Hvaða óréttlæti gæti ég þurft að þola sem lærisveinn Jesú? (Lúk. 21:12, 16, 17; Hebr. 10:33, 34)
-
Hvernig get ég undirbúið mig núna til að vera trúfastur þegar ég verð beittur óréttlæti? (Sálm. 62:7, 8; 105:17–19; w19.07 2–7)