Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Prófaðu þetta

Prófaðu þetta

Hvernig nýtist „Nýjast“ og „Nýtt á vefnum“ best?

Undir flipanum „Nýjast“ á JW Library® og „Nýtt á vefnum“ á jw.org er að finna nýjasta efnið sem hefur verið gefið út. Hvernig geturðu nýtt þér þetta til að finna nýjustu upplýsingarnar?

JW Library

  • Stökum greinum er bætt við þann flokk sem þær eiga heima í og flokkurinn uppfærður. Þegar greinaflokkur birtist undir flipanum „Nýjast“ geturðu sótt nýjustu útgáfu af honum. Þá geturðu lesið nýju greinina sem birtist efst þar sem greinarnar raðast eftir dagsetningu.

  • Við lesum kannski ekki rit, eins og tímaritin, í einni lotu. Til að geta fylgst með hvað þú átt eftir að lesa mikið geturðu sett ritið í „Uppáhald“ þangað til þú hefur lokið við að lesa það.

JW.ORG

Sumt efni birtist aðeins á jw.org en ekki á JW Library, eins og sumar fréttir og tilkynningar. Mundu að athuga reglulega hvað er að finna undir flipanum „Nýtt á vefnum“ á vefsíðunni til að sjá nýjustu greinarnar.