1923 – fyrir hundrað árum
„ÞAÐ lítur út fyrir að árið 1923 verði spennandi,“ sagði í Varðturninum á ensku 1. janúar 1923. „Hvílík blessun að hafa það verkefni að vitna fyrir ... þjökuðum heimi og segja fólki að betri tímar séu fram undan.“ Biblíunemendurnir fengu sannarlega hvatningu á því ári. Breytingar voru gerðar á samkomu- og mótshaldi og á boðuninni. Þetta styrkti eininguna meðal þeirra.
SAMKOMUR STYRKJA EININGUNA
Á því ári voru gerðar breytingar sem stuðluðu að einingu í tilbeiðslunni hjá Biblíunemendunum. Farið var að birta skýringar í Varðturninum á ritningarstaðnum sem var til umræðu á vikulegri bæna- og lofgerðarsamkomu. Biblíunemendurnir prentuðu líka dagatal sem á stóð ritningarstaður hvers dags og lofsöngur sem mátti syngja í sjálfsnámi eða fjölskyldunámi.
Á samkomum sögðu biblíunemendur frásögur af boðuninni, tjáðu þakklæti sitt til Jehóva, sungu söng eða fóru jafnvel með bæn. Eva Barney lét skírast árið 1923 þegar hún var 15 ára. Hún segir: „Ef maður vildi tjá sig stóð maður upp og sagði eitthvað á þessa leið: ‚Mig langar að þakka Drottni fyrir gæsku hans í minn garð.‘“ Sumum þótti mjög vænt um slík tækifæri. Systir Eva bætir við: „Godwin, ástkær eldri bróðir, vildi þakka Drottni fyrir svo margt. En þegar konan hans sá að bróðirinn sem stýrði umræðunum var orðinn eirðarlaus togaði hún í jakka mannsins síns og þá settist hann niður.“
Söfnuðirnir héldu sérstaka bæna- og lofgerðarsamkomu einu sinni í mánuði. Í Varðturninum 1. apríl 1923 var samkomunni lýst svona: „Verja ætti hálfri samkomu í frásögur af boðuninni og í að hvetja verkamennina ... Við teljum að þessar hvetjandi samkomur muni stuðla að einingu vinanna.“
Charles Martin, 19 ára gamall boðberi frá Vancouver í Kanada hafði mikið gagn af þessum samkomum. Hann segir: „Það var á þessum samkomum sem ég lærði fyrst hvað ég gæti sagt í boðuninni hús úr húsi. Oft voru sagðar frásögur úr boðuninni og þannig fékk ég hugmyndir um hvað ég gæti sagt og hvernig ég gæti svarað ýmsum mótbárum.“
BOÐUNIN STYRKIR EININGUNA
Svonefndir „boðunardagar“ stuðluðu líka að einingu safnaðarins. Í Varðturninum 1. apríl 1923 sagði: „Til að við séum öll sameinuð ... er þriðjudagurinn 1. maí tekinn frá fyrir boðunina. Það á einnig við um fyrsta þriðjudag hvers mánaðar héðan
af ... Allir boðberar ættu að taka einhvern þátt í boðuninni.“Ungir biblíunemendur tóku líka þátt í þessu starfi. Hazel Burford var aðeins 16 ára á þessum tíma. Hún segir: „Í Bulletin voru kynningar sem við vorum hvött til að leggja á minnið. a Við afi minn tókum kappsöm þátt í þessu starfi.“ En systir Hazel mætti andstöðu úr óvæntri átt. Hún segir: „Ástkær eldri bróðir var mjög mótfallinn því að ég talaði við fólk. Á þessum tíma skildu sumir ekki að allir biblíunemendur, þar á meðal ‚ungir menn og yngismeyjar‘, ættu að taka þátt í að lofa okkar mikla skapara.“ (Sálm. 148:12, 13) En systir okkar hélt áfram að boða trúna. Hún var seinna nemandi í öðrum bekk Gíleaðskólans og þjónaði sem trúboði í Panama. Með tímanum leiðréttu þessir bræður viðhorf sitt gagnvart boðun hinna ungu.
MÓT STYRKJA EININGUNA
Mót stuðluðu líka að einingu safnaðarins. Svonefndir boðunardagar voru oft á dagskrá á mótunum, eins og til dæmis á móti sem var haldið í Winnipeg í Kanada. Öllum mótsgestum var boðið að taka þátt í boðunarátakinu „Stórskotaárás á Winnipeg“ sem fór fram 31. mars. Þessir boðunardagar skiluðu góðum árangri. Á öðru móti í Winnipeg 5. ágúst var áætlað að 7.000 hefðu verið viðstaddir. Það var mesti fjöldi frá upphafi sem hafði sótt mót í Kanada.
Þjónar Jehóva héldu mikilvægt mót í Los Angeles í Kaliforníu 18.–26. ágúst 1923. Vikurnar fyrir mótið var viðburðurinn auglýstur í dagblöðum og biblíunemendur dreifðu meira en 500.000 auglýsingamiðum. Auglýsingaborðar voru festir á sporvagna og bíla.
Laugardaginn 25. ágúst flutti bróðir Rutherford ræðuna „Sauðir og geitur“ og sýndi fram á „sauðirnir“ væru fólk með Opinb. 18:2, 4) Kappsamir biblíunemendur dreifðu síðar milljónum eintaka af ályktuninni um allan heim.
það hugarfar sem þarf til að fá eilíft líf á jörðinni. Hann flutti líka ræðu þar sem hann las upp ályktunina „viðvörun“. Hún fordæmdi kristna heiminn og hvatti hjartahreint fólk til að segja skilið við ‚Babýlon hina miklu‘. („Við teljum að þessar hvetjandi samkomur muni stuðla að einingu vinanna.“
Á síðasta degi mótsins hlustuðu meira en 30.000 áheyrendur á bróður Rutherford flytja opinbera fyrirlesturinn „Allar þjóðir ganga fylktu liði að Harmagedón, en milljónir núlifandi manna munu aldrei deyja“. Biblíunemendurnir bjuggust við miklum mannfjölda og tóku á leigu nýlega byggðan Los Angeles-leikvanginn. Bræðurnir notuðu hátalarakerfi leikvangsins, sem var tækninýjung þá, til að tryggja að allir heyrðu vel. Margir til viðbótar hlustuðu á dagskrána í útvarpinu.
AUKNING UM ALLAN HEIM
Árið 1923 varð talsverð aukning í boðuninni í Afríku, Evrópu, Indlandi og Suður-Ameríku. Adavimannathu J. Joseph hafði fyrir eiginkonu og sex börnum að sjá en aðstoðaði á sama tíma við að framleiða rit á hindí, tamíl, telugu og úrdú.
Í Sierra Leone skrifuðu biblíunemendurnir Alfred Joseph og Leonard Blackman bréf til aðalstöðvanna í Brooklyn í New York-borg og báðu um aðstoð. Þeir fengu svar 14. apríl 1923. „Seint um kvöldið einn sunnudaginn,“ segir Alfred, „fékk ég óvænt símtal.“ Hann heyrði kröftuga rödd: „Ert þú sá sem skrifaðir Varðturnsfélaginu og baðst um boðbera?“ „Já,“ svaraði Alfred. „Þeir sendu mig.“ Maðurinn á bak við röddina var William R. Brown. Hann hafði komið sama dag frá Karíbahafi ásamt Antoniu konu sinni og ungum dætrum þeirra, Louise og Lucy. Trúsystkini á staðnum myndu ekki þurfa að bíða lengi eftir að fá að hitta bróður Brown og fjölskyldu hans.
Alfred segir: „Strax næsta morgun, meðan við Leonard vorum með vikulegt biblíunám okkar, birtist stór maður í dyrunum. Þarna stóð bróðir Brown. Sannleikurinn var honum svo mikið kappsmál að hann vildi
flytja opinberan fyrirlestur strax daginn eftir.“ Á innan við mánuði hafði bróðir Brown dreift öllum ritunum sem hann hafði tekið með sér. Hann fékk fljótlega 5.000 bækur til viðbótar en það leið ekki á löngu áður en hann þurfti að fá enn fleiri bækur. Bróðir Brown var samt ekki þekktur sem bóksali. Í áralangri og kappsamri þjónustu sinni fyrir Jehóva vitnaði hann sífellt í Biblíuna í ræðum sínum og var fyrir vikið kallaður „Biblíu-Brown“.Á þessum sama tíma vantaði pláss á deildarskrifstofunni í Barmen í Þýskalandi og bræðurnir höfðu frétt að franski herinn myndi fljótlega ráðast inn í borgina. Biblíunemendurnir fundu byggingasamstæðu í Magdeburg sem virtist henta vel undir prentsmiðjur. Þann 19. júní höfðu bræðurnir pakkað niður prentbúnaði og innbúi og fluttu á nýju deildarskrifstofuna í Magdeburg. Daginn eftir að aðalstöðvunum hafði verið tilkynnt að flutningnum væri lokið birtust fréttir í blöðunum um að frakkar hefðu hernumið Barmen. Bræðurnir litu á flutninginn sem sönnun um blessun Jehóva og vernd.
Bróðir George Young ferðaðist mikið til að dreifa fagnaðarboðskapnum. Hann opnaði nýja deildarskrifstofu og byrjaði að gefa út Varðturninn á portúgölsku. Hann dreifði meira en 7.000 ritum á fáeinum mánuðum. Sarah Ferguson var spennt þegar bróðir George heimsótti fjölskyldu hennar. Hún hafði lesið Varðturninn síðan 1899 en ekki haft tækifæri til að láta skírast til tákns um að hafa vígst Jehóva. Fáeinum mánuðum síðar fengu systir Sarah og börnin hennar fjögur tækifæri til að stíga þetta mikilvæga skref.
KAPPSEMI OG GLEÐI Í ÞJÓNUSTU JEHÓVA
Undir lok ársins var því lýst í Varðturninum 15. desember 1923 hvaða áhrif breytingar á samkomum, boðun og mótum höfðu á Biblíunemendurna: „Það er augljóst að söfnuðirnir eru sterkir í trúnni ... Við skulum klæðast herklæðum og sækja kappsöm og glöð fram í þjónustu Jehóva á komandi ári.“
Næsta ár yrðu tímamót í sögu Biblíunemendanna. Bræðurnir á Betel höfðu unnið mánuðum saman á nýrri lóð á Staten Island stutt frá aðalstöðvunum í Brooklyn. Lokið var við að reisa hús þar snemma árs 1924 og þessi staður myndi eiga þátt í að sameina bræðrafélagið og dreifa fagnaðarboðskapnum á vegu sem voru ekki mögulegir fram að þessu.
a Nefnist nú Líf okkar og boðun – vinnubók fyrir samkomur.