Hatur er heimsvandi
Hatrið er vá sem hrjáir allt mannkynið.
Fjölmiðlar og samskiptamiðlar fjalla í auknum mæli um hatursorðræðu, haturspóst, hatur á netinu og hatursglæpi. Hugsaðu um hin mörgu fórnarlömb fordóma, staðalímynda, háðs, móðgana, hótana og skemmdarverka. Hatið hefur svipt marga mannlegri reisn sinni og skilið þá eftir í sárum.
Hægt að rjúfa vítahring haturs eins og þetta tímarit bendir á. Það er ekki draumsýn. Raunveruleg og varanleg umbreyting á sér nú þegar stað hjá fólki um allan heim.