Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvernig verður vítahringur haturs til?

Hvernig verður vítahringur haturs til?

Hvers vegna er svona mikið um hatur í heiminum? Til að fá svar við því verðum við að skilja hvað hatur er, hvers vegna fólk byrjar að hata og hvernig hatrið breiðist út.

Hvað er hatur?

Hatur er að mislíka mjög mikið við einhvern eða finna til mikils fjandskapar gagnvart annarri manneskju eða hópi fólks. Það er meira en stundarreiði í garð einhvers.

HVERS VEGNA BYRJAR FÓLK AÐ HATA?

Það eru margar ástæður fyrir því að fólk byrjar að hatast út menn eða málefni. Hatur beinist oft að öðrum, ekki endilega vegna þess hvað þeir gera heldur vegna þess hverjir þeir eru. Þeir eru hataðir vegna þess að þeir eru álitnir vondir, hættulegir eða að þeir geti ekki breytt sér. Stundum eru þeir álitnir óæðri, samfélagsleg ógn eða orsök vandamála. Þeir sem hata aðra hafa stundum sjálfir mátt þola ofbeldi, óréttlæti eða annað sem verður til þess að fjandskapur grefur um sig.

HVERNIG BREIÐIST ÞAÐ ÚT?

Sumir hata aðra án þess að hafa nokkurn tíma umgengist þá. Þeir tileinka sér kannski sama viðhorf og vinir eða fjölskylda. Þannig getur hatur auðveldlega smitast og orðið sameiginlegt öllum í ákveðnum hópi.

Þegar við áttum okkur á hvers vegna hatur smitast svona auðveldlega skiljum við hvers vegna svo margir bera kala til annarra. En til að rjúfa þennan vítahring sem heltekur heiminn þurfum við að skilja rót vandans. Biblían bendir á hana.

BIBLÍAN BENDIR Á HVAR HATUR Á UPPTÖK SÍN

HATUR Á EKKI RÆTUR AÐ REKJA TIL MANNA. Það hófst þegar engill á himnum, sem síðar var nefndur Satan Djöfullinn, gerði uppreisn gegn Guði. Djöfullinn „var morðingi þegar hann hófst handa“ við uppreisn sína. Sem „lygari og faðir lyginnar“ hefur hann haldið áfram að koma af stað hatri og deilum. (Jóhannes 8:44; 1. Jóhannesarbréf 3:11, 12) Biblían lýsir honum sem illgjörnum, reiðum og árásargjörnum. – Jobsbók 2:7; Opinberunarbókin 12:9, 12, 17.

ÓFULLKOMIÐ FÓLK HEFUR MEÐFÆDDA TILHNEIGINGU TIL AÐ HATA. Fyrsti maðurinn, Adam, fylgdi Satan að málum og syndgaði. Það leiddi til þess að allir menn erfðu synd og ófullkomleika. (Rómverjabréfið 5:12) Fyrsti sonur Adams, Kain, hataði Abel bróður sinn og myrti hann. (1. Jóhannesarbréf 3:12) Margt fólk sýnir að vísu kærleika og samkennd. En vegna hinnar arfgengu syndar hafa margir tilhneigingu til að sýna eigingirni, öfund og stolt – eiginleika sem kynda undir hatri. – 2. Tímóteusarbréf 3:1–5.

HATUR ÞRÍFST Á UMBURÐARLEYSI. Heimurinn elur á hatri með því að stuðla að miskunnarleysi og skaðlegum viðhorfum og hegðun. Umburðarleysi, fordómar, skemmdarverk, móðgandi tal og einelti þrífst vegna þess að „allur heimurinn er á valdi hins vonda“, Satans Djöfulsins. – 1. Jóhannesarbréf 5:19.

En Biblían gerir meira en að benda á rót vandans. Hún bendir líka á lausnina.