Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Guði er annt um þig

Guði er annt um þig

BIBLÍAN hefur að geyma bestu ráðin fyrir okkur. Hún er ekki heilsuhandbók en hún getur gefið okkur hagnýt ráð frá Guði til að takast á við erfiðar aðstæður, stjórnlausar hugsanir, sárar tilfinningar eða líkamleg og geðræn veikindi sem koma okkur úr jafnvægi.

En það sem mestu máli skiptir er að Biblían fullvissar okkur um að skapari okkar, Jehóva Guð, a skilji hugsanir okkar og tilfinningar betur en nokkur annar. Hann er meira en fús til að hjálpa okkur við allt sem við glímum við. Veltu fyrir þér tveim uppörvandi versum úr Biblíunni:

„Jehóva er nálægur hinum sorgbitnu, hjálpar þeim sem eru niðurbrotnir.“ – SÁLMUR 34:18.

„Ég, Jehóva Guð þinn, gríp í hægri hönd þína, ég segi við þig: ‚Vertu ekki hræddur, ég hjálpa þér.‘“ – JESAJA 41:13.

En hvernig hjálpar Jehóva okkur að takast á við geðræn vandamál? Hann sýnir á margan hátt að honum er innilega annt um okkur eins og fjallað verður um í næstu greinum.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.