Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ráð til að hafa reglu á sjálfsnámi

Ráð til að hafa reglu á sjálfsnámi

ÁTTU í baráttu við að sinna sjálfsnáminu reglulega og gera það ánægjulegt? Við könnumst trúlega öll við að slíkt hendi. En við gerum ýmislegt að staðaldri. Það tekur til dæmis tíma að baða sig en eftir á erum við endurnærð. Sjálfsnám í orði Guðs getur líka verið endurnærandi eins og frískandi bað. (Ef. 5:26) Lítum á nokkur ráð sem geta komið að gagni:

  • Gerðu áætlun. Sjálfsnám er eitt af því sem ‚er mikilvægt‘ og þjónar Guðs mega ekki vanrækja. (Fil. 1:10) Til að auðvelda þér að fylgja áætlun þinni gætirðu sett hana á áberandi stað eins og á ísskápinn. Það gæti líka verið hjálplegt að stilla símann þannig að hann minni þig á tímann sem þú hefur ákveðið að taka frá.

  • Lagaðu námið að þínum þörfum. Hvort áttu auðveldara með að einbeita þér í lengri tíma eða skemmri? Þú veist hvað hentar þér best. Hafðu sjálfsnámið í samræmi við það. Ef þú ert ekki upplagður þegar til kemur gætirðu prófað að nota samt tíu mínútur í námið. Þannig áorkarðu meiru en þú hefðir annars gert. Og þegar þú ert kominn af stað færðu kannski löngun til að lengja námsstundina. – Fil. 2:13.

  • Ákveddu efnið fyrir fram. Ef við viljum ‚nota tímann sem best‘ er mikilvægt að vera búin að ákveða fyrir fram hvað við ætlum að skoða í náminu. (Ef. 5:16) Þú gætir skrifað lista með greinum og efni sem þig langar að athuga betur. Skrifaðu á blað þegar spurning kemur upp í hugann sem þig langar að fá svar við. Og í lok námsstundar gætirðu bætt við á listann því sem þig langar að skoða betur.

  • Sýndu sveigjanleika. Vertu sveigjanlegur bæði hvað varðar tímann sem þú notar í námið og efnið sem þú velur að taka fyrir. Það skiptir ekki öllu máli hvað þú ferð yfir og hvenær eða hversu lengi námið er heldur er mikilvægast að hafa reglu á því.

Reglulegt sjálfsnám er okkur til góðs. Við verðum nánari Jehóva, lærum að taka góðar ákvarðanir og það endurnærir okkur. – Jós. 1:8.