Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Dýrin í Opinberunarbókinni – hvað merkja þau?

Dýrin í Opinberunarbókinni – hvað merkja þau?

Dýrin í Opinberunarbókinni – hvað merkja þau?

BJÖRT síðdegissólin skein á byggingar Sameinuðu þjóðanna í New York. Þetta var laugardaginn 15. júní 1985 og eins og endra nær hafði fjöldi gesta streymt að til að sjá hinar mikilfenglegur byggingar. Margir gátu vart dulið aðdáun sína á því sem þeir sáu.

En virðast Sameinuðu þjóðirnar þó eiga langt í land með að ná því marki að sameina þjóðir heims. Leiðsögumaður á vegum stofnunarinnar sagði við þetta tækifæri: „Háðar hafa verið 150 styrjaldir síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk og yfir 20 milljónir manna fallið. Engin heimsstjórn er enn orðin til. Líklega komumst við ekki nær henni en þetta.“ Er heimsstjórn þá aðeins draumur sem aldrei rætist? Þótt ótrúlegt kunni að virðast má fá svar við því með því að athuga gaumgæfilega dýrin í Opinberunarbókinni.

Sumir biblíuskýrendur sjá enga spádómsmerkingu fólgna í dýrum Opinberunarbókarinnar. Þeir heimfæra þau á atburði sem gerðust meðan Jóhannes postuli var enn á lífi. Til dæmis segir The Catholic Encyclopedia í umfjöllun sinni um dýrin í Opinberunarbókinni: „Sú var venja opinberunarrithöfunda . . . að færa sýnir sínar í spádómsgervi og láta þær líta út fyrir að vera verk frá fyrri tíð.“

En Jóhannes postuli lýsti yfir: „Vegna innblásturs var ég staddur á Drottins degi.“ (Opinberunarbókin 1:10, NW) Já, Opinberunarbókin beinir athygli sinni ekki að sögu fortíðar heldur ókomnum „degi“ þegar Drottinn Kristur tæki að ríkja frá himnum. Samkvæmt 6. kafla Opinberunarbókarinnar átti ‚Drottins dagur‘ að einkennast af heimsstyrjöld, víðtækum matvælaskorti og banvænum sjúkdómum. Þeir atburðir, sem við höfum orðið vitni að á jörðinni nú á 20. öldinni, eru sannfærandi sönnun fyrir því að ‚Drottins dagur‘ hafi staðið yfir frá árinu 1914. — Opinberunarbókin 6:1-8. *

Þetta sögulega ár hóf Kristur að ríkja sem konungur. (Opinberunarbókin 11:15, 18) Dýrin í Opinberunarbókinni hljóta því að láta sérstaklega á sér bera eftir það. Þessi dýr tákna óvini Guðs sem hindra fólk í að horfa til ríkis Guðs sem hinnar einu ráðstöfunar til að fullnægja friðarþrá mannsins. Þessir óvinir eru meðal annars dreki og þrjú villidýr. Við skulum skoða þau nánar eins og þau koma fyrir.

Drekinn mikli

„Mikill dreki,“ segir Jóhannes, „rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn.“ Hvað táknar þessi mikli dreki? Jóhannes útskýrir sjálfur að hann tákni engan annan en Satan djöfulinn. Samkvæmt sýn Jóhannesar barðist þessi dreki heiftúðlega gegn fæðingu hins himneska ríkis Guðs árið 1914. Hvernig lauk þeirri baráttu? „Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og enlgum hans var varpað niður með honum.“ — Opinberunarbókin 12:3, 7-9.

Jóhannes sýnir fram á að þetta myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir mannkynið. „Vei sé jörðunni og hafinu, því að djöfullinn er stíginn niður til yðar í miklum móð, því að hann veit að hann hefur nauman tíma.“ (Opinberunarbókin 12:12) Þótt Satan sé hafður í haldi í næsta nágrenni jarðarinnar er hann enn staðráðinn í að trufla starf hins stofnsetta ríkis Guðs. Hann gerir það með því að afvegaleiða mannkynið og notar til þess þrjú villidýr. Lesum lýsingu Jóhannesar á því fyrsta.

Dýrið af hafinu

„Þá sá ég dýr stíga upp af hafinu. Það hafði tíu horn og sjö höfuð. . . . Dýrið, sem ég sá, var líkt pardúsdýrið, fætur þess voru sem bjarnarfætur og munnur þess eins og ljónsmunnur. Drekinn gaf því mátt sinn og hásæti sitt og vald mikið.“ — Opinberunarbókin 13:1, 2.

Hvað táknar þetta ferlega dýr? Undir innblæstri gefur Jóhannes þýðingarmikla vísbendingu.: „Því var gefið vald yfir sérhverri kynkvísl og lýð, tungu og þjóð.“ (Opinberunarbókin 13:7) Hvað fer með vald yfir sérhverjum manni á yfirborði jarðar? Aðeins eitt: stjórnmálakerfi veraldar í heild sinni. Fær þetta stjórnmálakerfi vald sitt frá ‚drekanum,‘ Satan? Biblían svarar því játandi. Til dæmis sagði Jóhannes postuli: „Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“ Engin furða er að Satan skyldi bjóða Jesú vald yfir ‚öllum ríkjum veraldar,‘ þegar hann freistaði hans í eyðimörkinni, og segja: „Mér er það [þetta vald] í hendur fengið.“ — 1. Jóhannesarbréf 5:19; Lúkas 4:5, 6.

En hvað tákna þessi sjö höfuð? Í 17. kafla Opinberunarbókarinnar lýsir Jóhannes öðru ferlegu dýri, sem hann sá, og var það nánast spegilmynd þessa. Það hafði líka sjö höfuð. Ú tskýrt var að höfuðin sjö táknuðu ‚sjö konunga‘ eða heimsveldi, og af þeim voru „fimm fallnir, einn er nú uppi, annar er ókominn.“ (Opinberunarbókin 17:9, 10) Í sögu Biblíunnar voru fimm heimsveldi komin fram á sjónarsviðið fyrir daga Jóhannesar: Egyptaland, Assyría, Babýlon, Medía-Persía og Grikkland. Rómaveldi, hið sjötta, var enn við völd þegar Jóhannes var uppi.

Hvert var sjöunda höfuðið? Þar eð sýnin varðaði ‚Drottins dag‘ hlýtur það að merkja heimsveldi sem hefur staðið í valdastöðu Rómaveldis á hinum síustu dögum frá 1914. Sagan leiðir í ljós að hér er um að ræða tvíveldi samsett af Bretlandi og Bandaríkjum-Norður Ameríku. Fyrir 1914 var Bretland orðið stærsta heimsveldið sem heimurinn hafði þekkt. Á 19. öldinni hafði það einnig myndað sterk stjórnmála- og viðskiptasamband við Bandaríkin. Þessi tvö ríki börðust hlið við hlið í heimsstyrjöldunum báðum, og hið sérstaka samband þeirra hefur haldist fram á þennan dag. Árið 1982 ávarpaði Reagan bandaríkjaforseti breska þingið og minntist á ‚hina einstöku vináttu þjóða vorra.‘ Í febrúar 1985 ávarpaði forsetisráðherra Breta báðar deildir bandaríska þingsins og sagði: „Megi hinar tvær frændþjóðir sækja sameiginlega fram . . . einhuga í tilgangi, sameinaðar í trú . . . þegar nálgast þriðja árþúsund hins kristna tímatals.“

Sökum sinnar miklu áhrifa í heimsmálunum er hinu ensk-ameríska tvíveldi lýst sérstaklega í Opinberunarbókinni. Hvernig? Með öðru dýrinu í Opinberunarbókinni.

Landdýrið

„Og ég sá annað dýr,“ skrifar Jóhannes, „stíga upp af jörðinni og það hafði tvö horn lík lambshornum, en það talaði eins og dreki.“ Með því að segjast vera krstið og friðsamt gengur ensk-ameríska heimsveldið fram í lambslíki. Í reyndinni hefur það þó hegðað sér eins og dreki. Hvernig? Með því að gera fjölmörg lönd að nýlendum og arðræna áfergjulega auðlindir heims. Þar að auki lætur það „jörðin og þá, sem á henni búa, tilbiðja fyrra dýrið, sem varð heilt af banasári sínu. Og það . . . segir þeim, sem á jörðunni búa, að þeir skuli gjöra líkneski af dýrinu.“ (Opinberunarbókin 13:3, 11-15) Hvernig rættist þetta?

Alheims-stjórnmálakerfi Satans fékk „banasár“ í fyrri heimsstyrjöldinni. Til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig beittu Bretland og Bandaríkin sér fyrir því að stjórnmálakerfið yrði ‚tilbeðið.‘ Þau notuðu þá aðferð að koma þjóðunum til að „gjöra líkneski að dýrinu.“ Hvernig átti það sér stað?

Undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hóf Wilson, forseti Bandaríkjanna, krossferð fyrir stofnun Þjóðabandalags sem þá var nýlega komið fram hugmynd um. Með það að markmiði sagði hann fulltrúum á friðarráðstefnunni í París árið 1919: „Fulltrúar Bandaríkjanna styðja þetta mikla áform um Þjóðabandalag. Við skoðum það sem þungamiðju allrar þeirrar áætlunar sem lýsti tilgangi okkar . . . í þessu stríði. . . . Í stuttu mái sagt erum við hér til að sjá til þess að sjálfum forsendum styrjaldar sé sópað burt.“

Eftir að Wilson forseti hefði lokið þessari ræðu talaði enginn annar en forsetisráðherra Breta, Lloyd George: „Ég rís úr sæti til að styðja þessa yfirlýsingu. Eftir hina göfugu ræðu bandaríkjaforseta tel ég ekki þörf frekari athugasemda til að leggja megi þessa yfirlýsingu fyrir ráðstefnuna, og ég . . . fullyrði að þegnar breska heimsveldisins styðja þessa tillögu eindregið.“

Á fundi í Lundúnum síðar það ár, sem haldinn var til stuðnings því að sáttmái Þjóðabandalagsins væri staðfestur, var lesið bréf frá konungi Stóra-Bretlands: „Ver höfum unnið stríðið. Það er afreksverk. En það er ekki nóg. Vér börðumst til að hljóta varanlegan frið, og það er æðsta skylda vor að láta einskis ófreistað til að tryggja hann. Til að svo verði er ekkert þýðingarmeira en sterkt og varanlegt Þjóðabandalag. . . . Vér mælum með þessum málstað við alla þegna heimsveldisins, til að stofna megi, með hjálp allra annarra góðviljaðra manna, traust og öruggt vígi friðar, til dýrðar Guði.“

Þann 16. janúar 1920 var Þjóðabandalagið stofnað með aðild 42. ríkja. Árið 1934 voru aðildarríkin orðin 58. Hinu tvíhyrnda dýri af landi hafði tekist að fá heiminn til að „gjöra líkneski af dýrinu.“ Þetta líkneski eða fulltrúi heims-stjórnmálakerfis Satans, er nánar lýst í gervi síðasta dýrsins í Opinberunarbókinni.

Skarlatsrauða dýrið

Lýsing Jóhannesar á þessu síðasta dýri hljóðar svo: ‚Skarlatsrautt dýr, alsett guðlöstunarnöfnum, og hafði það sjö höfuð og tíu horn.‘ Jóhannesi var sagt um þetta dýr: „Dýrið, sem þú sást, var, en er ekki, og það mun stíga upp frá undirdjúpinu og fara til glötunar. . . . Dýrið . . . er einmitt hinn átundi [konungur].“ (Opinberunarbókin 17:3, 8, 11) Eins og þessi lýsing ber með sér reyndi Þjóðabandalagið að koma fram eins og heimsveldi á vettvangi heimsstjórnmálanna. Því tókst hins vegar ekki að koma í veg fyrir síðari heimsstyrjöldina sem hófst árið 1939. Dýrið hvarf eins og væri niður í undirdjúp.

Meðan síðari heimsstyrjöldin var háð vann ensk-ameríska heimsveldið ötullega að því að endurlífga þessi alþjóðasamtök. Árið 1941 átti forsetisráherra Stóra-Bretlands, Winston Churchill, leynilegar viðræður við Franklin Roosevelt bandaríkjaforseta um borð í skipi á Atlantshafi. Þeir gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um „vonir sínar um betri framtíð heimsinss“ og um „stofnun vítækari og varanlegri samtaka um almennt öryggi.“ Á fundi í Washington D.C., árið eftir lýstu 26 þjóðir yfir stuðningi við þessa tillögu Breta og Bandaríkjamanna í því sem nefnt var „Yfirlýsing Sameinaðra þjóða.“ Þetta varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar voru sofnaðar þann 24. október 1945. Skarlatsrauða dýrið var stígið upp úr undirdjúpinu undir nýju nafni. Nún hafa 159 þjóðir gengið í þessi samtök sem þær vonast til að muni viðhalda hinu núverandi stjórnmálakerfi manna.

Í öllu þessu er hins vegar ekkert tillit tekið til Messíasarríkis Guðs sem stofnsett var á himnum árið 1914. Sérhver maður á jörðu verður að velja milli stjórnar Guðs og stjórnar manna. Innan skamms mun skarlatsrauða dýrið, ásamt öllum öðrum mannlegum stjónum, steypa sér út í stríð við hinn krýnda konung Guðs, Jesú Krist. Hver verða úrslit þess? Jesús Kristur mun „sigra þá, — því að Lambið [Jesús] er Drottinn drottna og Konungur konunga.“ Já, skarlatsrauða dýrið ásamt gervöllu kerfi mannlegrar stjórna mun ‚fara til glötunar.‘ — Opinberunarbókin 17:11, 14; sjá einnig Daníel 2:44.

Hvílík blessun verður það þá að hafa ekki látið drekann og dýrin hans þrjú leiða sig á villigötur. Þeir sem hafa sannað sig drottinholla þegna Guðsríkis munu þá lifa af til að verða hluti ‚nýrrar jarðar.‘ Guð „mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ (Opinberunarbókin 21:3, 4) Þú skalt því gerast þegn Guðsríkis, einu heimsstjórninni sem getur komið að gagni. Þá munt þú líka eiga í vændum þessa eilífu blessun.

[Neðanmáls]

^ Þetta atriði var rætt ítarlegar í Varðturninum þann 1. janúar og 1. febrúar sl.