Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Far þú og boða Guðsríki

Far þú og boða Guðsríki

Far þú og boða Guðsríki

„Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki.“ — LÚKAS 9:60.

1. Hvaða mikilvæga spurningu vekja orð Jesú í Lúkasi 9:60?

 GUÐSRÍKI — það var mikilvægasta málið í lífi Jesú! Svo er og um okkur öll sem erum sannir fylgjendur hans. Við, kristnir menn, reynum að feta eins náið og við getum í fótspor Jesú með því að lifa eftir Biblíunni. (1. Pétursbréf 2:21) En núna, árið 1986, getur þá hugsast að við þurfum að athuga á ný hvað við látum vega þyngst í lífi okkar? Hvernig myndum við til dæmis útskýra orð Jesú um að ‚lata hina dauðu jarða sína dauðu‘? Hvers vegna heldur þú að Jesús hafi síðan lagt áherslu á mikilvægi þess að kunngera boðskapinn um Guðsríki í stað þess að gera það sem ætla mætti vera þýðingarmikil fjölskyldumál? Hverju myndir þú svara?

2. Hvenær hófst drottinvald Jehóva og hversu varanlegt er það?

2 Löngu áður en Jesús tók sér í munn orðin „Guðsríki“ skrifaði sálmaritarinn Davíð vegna innblásturs frá Guði: „[Jehóva] hefir reist hásæti sitt á himnum, og konungdómur hans drottnar yfir alheimi.“ (Sálmur 103:19) Drottinvald Jehóva hófst þegar hann hóf sköpunarstarf sitt. Grundvöllur hásætis hans getur aldrei haggast. Aldrei er hægt að hrifsa af honum rétt hans til drottinvalds yfir alheimi. Ekki er að undra að sálmaritarinn hvetur: „Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, . . . því að mikill er [Jehóva] og mjög vegsamlegur“! — Sálmur 96:3, 4; 109:21; Daníel 4:34, 35.

3. (a) Hvaða atburðir leiddu til þess að drottinvald Jehóva var véfengt? (b) Hvernig ætlar Guð að leysa deiluna um drottinvaldið yfir alheiminum?

3 Ekki hafa þó allir haldið áfram að lofa Jehóva. Satan, fyrsti trúníðingurinn, reis upp gegn því hvernig Jehóva hafði látið í ljós og beitt drottinvaldi sínu gagnvart sköpunarverum sínum á jörðinni. (1. Mósebók 3:1-5; Jobsbók 1:6-12; 2:1-5) Af því leiddi að sumar sköpunarverur á jörðinni, og síðar á himnum, smituðust af uppreisnarhug Satans. Satan beitti sér líka fyrir því að menn settu á stofn röð konungsríkja. Hann hefur notað þau til að bjóða birginn hinum réttmæta drottinvaldi Guðs. (Opinberunarbókin 13:1-6) Til að útkljá þetta deilumál um drottinvaldið yfir alheiminum áformaði Jehóva eitthvað óvenjulegt eins og sagt var fyrir um í Daníel 2:44: „En á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grun ganga, . . . Það mun knosa og að engu gjöra öll þessi ríki, en sjálft mun það standa að eilífu.“

Jehóva verður konungur yfir Ísrael

4. Í hvaða skilningi gat Davíð sagt að ‚Jehóva hefir tekið konungdóm‘ og hvað kallaði slíkur atburður fram?

4 Nú verður því ljóst að enda þótt drottinvald Jehóva hafi staðið frá því að hann hóf sköpunarstarfið, ætlaði hann að láta drottinvald sitt birtast á sérstakan hátt til að útkljá í eitt skipti fyrir öll deiluna um réttmæti drottinvalds síns. Hið himneska messíasarríki var verkfæri hans til þess. Hið jarðneska ríki, sem Jehóva stofnaði yfir Ísraelsþjóðinni, var lítil fyrirmynd þess ríkis „sem aldrei skal á grun ganga.“ Þegar Davíð konungur lét flytja sáttmálsörkina inn í Jerúsalemborg gat hann því sungið fagnandi: „Himininn gleðjist og jörðin fagni, menn segji meðal heiðingjanna: ‚[Jehóva] hefir tekið konungdóm!‘“ (1. Kroníkubók 16:31) Já, í sérstökum skilningi var Jehóva ‚orðinn konungur‘ yfir öllum Ísrael. Þetta var mikill fagnaðartími og Davíð vildi boða þennan dásamlega atburð út á meðal manna!

5, 6. (a) Að hvaða leyti var Davíð einstakur meðal konunga? (b) Hvern var Davíð fyrirmynd um og á hvaða hátt?

5 Reynsla Davíðs konungs af fjárgæslu var grundvöllur þess að hann var svona einstakur meðal konunga. Hann var í senn hirðir og konungur. Sálmaritarinn lýsir því er Davíð var valinn af Guði til þessa hlutverks og segir: „[Jehóva] útvaldi þjónn sinn Davíð og tók hann frá fjárbirgjunum . . . til þess að vera hirðir fyrir Jakob, lýð sinn, og fyrir Ísrael, arfleifð sína. Og Davíð var hirðir fyrir þá af heilum hug og leiddi þá með hygginni hendi.“ — Sálmur 78:70-72.

6 Sökum umhyggjusemi Davíðs fyrir þjóð sinni, hins heila hjarta hans gagnvart Guði og forystuhæfileika var hann fyllilega hæfur til að vera fyrirmynd um hinn komandi Messías, sem Jehóva ætlaði að nota á sérstakan hátt til að tjá drottinvald hans yfir alheimi og vera ástríkur hirðir og konungur. Spámaðurinn Esekíel spáði síðar um þessa sérstöku þróun tilgangs Jehóva: „Ég vil skipa yfir [Ísrael] einkahirði, hann mun halda þeim til haga, þjón minn Davíð. . . . Og ég, [Jehóva], mun vera Guð þeirra, og þjónn minn Davíð mun verða höfðingi meðal þeirra. Ég, [Jehóva], hefi talað það.“ — Esekíel 34:22-24.

Hinn boðaði hirðir og konungur birtist

7, 8. (a) Á hverju þekktist hinn boðaði hirðir og konungur, og hvað væri viðeigandi að gera samfara komu hans? (b) Fyrir hvaða hlutverk hlaut Jesús „velþóknun“ Jehóva?

7 Sá sem Jehóva sagði fyrir um að koma myndi var sonur hans, Jesús. Engillinn Gabríel sagði meynni Maríu um hann: „Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ. Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. [Jehóva] Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða.“ (Lúkas 1:31-33) Konungdómur Jehóva myndi þarna birtast með stórkostlegum hætti! Slíkur atburður myndi svo sannarlega réttlæta að boðað yrði um allan heim af meiri þrótti en nokkru sinni fyrr: „[Jehóva] hefir tekið konungdóm!“

8 Eftir að Jesús hafði fæðst vegna kraftaverks og vaxið úr grasi bauð hann sig fram til skírnar í Jórdanánni. Guð viðurkenndi þá Jesús sem son sinn með því að úthella heilögum anda yfir hann og segja: „Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun.“ (Lúkas 3:22) Til hvaða hlutverks hlaut Jesús „velþóknun“? Frásögn Lúkasar segir: „En Jesús var um þrítugt, er hann hóf starf sitt.“ (Lúkas 3:23; neðanmáls í NW Ref. bi.: eða ‚byrjaði [að kenna].‘“) Biblíuþýðingarnar Revised Standard Version og New International Version segja: „Þegar hann hóf þjónustu sína.“ Hvert var „starf“ eða „þjónusta“ Jesú? Hvað ‚kenndi‘ hann? Biblíuritarinn Matteus svarar: „[Jesús] fór nú um alla Galíleu, kenndi í samkundum þeirra, prédikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal lýðsins.“ — Matteus 4:23.

9. Á hvaða vegu líktist Jesús Davíð forföður sínum?

9 Jesús helgaði sig því að „boða Guðs ríki.“ Eins og forfaðir hans Davíð sýndi hann að hjarta hans var heilt með því að kvika aldrei frá stuðningi sínum við ríki Jehóva. (Lúkas 9:60; 4:3-13; Jóhannes 16:33) Jesús sannaði sig vera þann ‚eina hirði‘ sem Jehóva hafði heitið að vekja upp. Hann fagnaði því að næra andlega þá sem trúarleiðtogarnir höfðu ‚rúið og tvístrað eins og sauðum sem engan hirði hafa.‘ (Matteus 9:36) Jesús sagði um hjarðgæslu sína og hvernig hún myndi aukast að umfangi að ókomnum árum: „Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig . . . Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjarð, einn hirðir.“ — Jóhannes 10:14, 16.

10. Hvaða lærdóm má draga af misjöfnum viðbrögðum Gyðinga við boði Jesú við að fylgja sér?

10 Hvernig brugðust Gyðingar við boði Jesú um að verða sauðumlíkir fylgjendur hans? Viðbrögð þeirra voru með ýmsum hætti. Þegar við skoðum sum af þessum viðbrögðum skulum við íhuga hver okkar viðbrögð hafa verið síðan við komumst í snertingu við boðskapinn um Guðsríki.

„Fylg þú mér“ — hver eru viðbrögð þín?

11. Lýsið viðbrögðum Símons, Andrésar, Jakobs, Jóhannesar og Matteusar við boði Jesú um að fylgja sér.

11 Þegar Jesús var á göngu við Galíleuvatn kom hann auga á Símon og Andrés, bróður hans, við fiskdrátt. „Jesús sagði við þá: ‚Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.‘ Og þegar í stað létu þeir eftir netin og fylgdu honum. Hann gekk samt þaðan og sá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, og . . . kallaði þá, og þeir yfirgáfu Sebedeus föður sinn hjá daglaunamönnunum í bátnum og fylgdu honum.“ (Markús 1:16-20) Tollheimtumaðurinn Leví eða Matteus sýndu sömu jákvæðu viðbrögðin. „[Jesús] sagði við hann: ‚Fylg þú mér.‘ Og hann stóð upp, yfirgaf allt og fylgdi honum.“ — Lúkas 5:27, 28.

12. Hvað var að hjá manninum sem sagði Jesú: „Ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð“?

12 Ekki brugðust þó allir jákvætt við boði Jesú um að fylgja honum. Hugsaðu um manninn sem lýst er í 9. kafla Lúkasi sem Jesús hitti er hann var á ferð frá einu þorpi til annars. Hann sagði við Jesús: „Ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð.“ Af frásögn Matteusar má sjá að þessi maður var skriftlærður. Fólk leit upp til hinna skriftlærðu og kallaði þá „rabbí.“ Taktu eftir svari Jesú. „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að halla.“ (Lúkas 9:57, 58) Jesús var að segja þessum manni að hann yrði að lifa án allra þæginda ef hann gerðist fylgjandi hans. Í þessu er fólgin sú vísbending að þessi maður hafi verið of stoltur til að sætta sig við þess konar lífshátt. Óvissan um hvar hann myndi gista næstu nótt var meiri en hann gat borið.

13. Hvers vegna svaraði Jesús sem raun ber vitni öðrum manni sem hefði geta orðið fylgjandi hans?

13 Jesús sagði við annan sem stóð þar hjá: „Fylg þú mér!“ En hann svarði Jesú: „Leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“ Taktu eftir svari Jesú: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki.“ (Lúkas 9:59, 60) Fyrirsláttur þessa manns gefur ekki til kynna að faðir hans væri nýdáinn. Ef svo hefði verið er afar ólíklegt að maðurinn hafi staðið við veginn og hlýtt á Jesú. Af svari mannsins má ráða að hann hafi verið að biðja um tíma til að bíða eftir dauða föður síns. Hann var ekki reiðubúinn að gefa ríki Guðs forgang í lífi sínu þá þegar. — Matteus 6:33.

14, 15. (a) Hvað felst í beiðni þriðja mannsins til Jesú? (b) Hvað getum við lært af svari Jesú við manninn?

14 Frásagan segir frá þriðja mannininum sem bauð sig fram: „Ég vil fylgja þér, herra, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima.“ Þessi maður var bersýnilega að setja viss skilyrði fyrir því að verða fylgjandi Jesú. Hann var í reynd að segja við Jesú: ‚Sko! Ég skal vera fylgjandi þinn ef . . . ‘ Hverju svarði Jesús? „Enginn, sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur, er hæfur í Guðs ríki.“ (Lúkas 9:61, 62) Þegar maðurinn við plóginn vill plægja beint plógfar á akrinum verður hann að horfa beint fram. Ef hann snýr höfðinu til að líta um öxl er líklegt að plógfarið verði krókótt. Honum gæti jafnvel orðið fótaskortur! Eins er það með fylgjendur Jesú; líti þeir um öxl á þetta gamla heimskerfi, jafnvel eitt andartak, eru þeir að bjóða hættunni heim, koma sjálfum sér til að hnjóta og villast út af ‚mjóa veginum sem liggur til lífsins.‘ — Matteus 7:14; sjá Lúkas 17:31-35.

15 Hefur þú heyrt boð Jesú: „Fylg þú mér“? Hver hafa viðbrögð þín verið? Hefur þú sýnt sömu jákvæðu viðbrögðin og lærisveinarnir Símón, Andrés, Jakob, Jóhannes og Matteus? Ert þú, eins og þessir menn, reiðubúinn að færa sérhverja þá fórn sem þarf til að feta í fótspor meistarans? Ef þú svarar játandi munt þú líka njóta þeirra óviðjafnanlegu sérréttinda að eiga þátt í að boða fagnaðarerindið um Guðsríki.

16. Hvernig bjó Jesús lærisveina sína undir þátttöku í prédikun fagnaðarerindisins?

16 Áður en Jesús sendi út lærisveina sína til að boða Guðsríki kenndi hann þeim, með sínu eigin fordæmi, hvernig þeir ættu að bera sig að. Að því búnu gaf Jesús þeim ítarleg fyrirmæli um hvernig þeir skildu leita uppi sauðumlíka menn í hverju svæði fyrir sig. Fyrirmæli Jesú eiga nú enn við á 20. öldinni. Við skulum skoða nokkur þeirra eins og frá þeim er greint í 10. kafla í frásögn Matteusar.

Fyrirmæli um prédikun Guðsríki

17. Berið saman inntak boðskaparins um Guðsríki sem prédikaður var á fyrstu öld og núna.

17 Inntakið í boðskap lærisveinanna átti að vera hið sama og Jesús hafði verið að boða: „Farið og prédikið: ‚Himnaríki er í nánd.‘‘ (Matteus 10:7) En þetta ríki hefur nú verið stofnsett á himnum. Konungur og hirðir Jehóva, Kristur Jesús, ríkir núna! Því geta orð Davíðs tekið á sig fyllri merkingu: „Himininn gleðjist og jörðin fagni, menn segi meðal heiðingjanna: ‚[Jehóva] hefir tekið konungdóm!‘“ (1. Kroníkubók 16:31) Við njótum ekki aðeins þeirra sérréttinda núna að styðja drottinvald Jehóva, yfir alheimi, eins og það núna birtist, heldur njótum við auk þess þeirrar gleði að lifa þá tíma þegar deilan um drottinvald Jehóva, verður útkljáð í eitt skipti fyrir öll.

18. Á hvað lagði Jesús áherslu við fylgjendur sína í Matteusi 10:8-10 og hverjir sérstaklega meta það að verðleikum?

18 Matteus 10:8-10 lýsir viðhorfum þeirra sem taka þátt í prédikunarstarfinu. Ríki Guðs á að sitja í fyrirrúmi í lífi þeirra og líkamlegar þarfir vera í öðru sæti. Hvers vegna? Jesús segir: „Verður er verkamaðurinn fæðis síns.“ Okkar himneski faðir mun alltaf annast þá sem setja traust sitt á hann. Og hundruð þúsundir votta Jehóva, nú á dögum, sem eru boðberar í fullu starfi, geta borið þessari staðreynd vitni. — 4. Mósebók 18:30, 31; 5. Mósebók 25:4.

19. Hvernig er leitinni að hinum verðugu háttað núna og undir handleiðslu hvers?

19 Jesús gefur næst þessi fyrirmæli: „Hvar sem þér komið í borg eða þorp, spyrjist þá fyrir um, hver þar sé verðugur, og þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju.“ (Matteus 10:11) Verðugur hvers? Verðugur þeirra sérréttinda að veita þessum þjóni Jehóva, beina og hlusta á boðskapinn um Guðsríki. Á þeim tíma hafa lærisveinarnir sennilega dvalist á heimili þess sem verðugur var og notað það sem miðstöð meðan þeir fínkembdu það sem eftir var svæðisins til að leita að öðrum sem verðugir væru. Nú á dögum nota vottar Jehóva svipaða aðferð. Þeir verja milljónum klukkustunda og miklu erfiði í að leita uppi þá sem verðugir eru á hinum ýmsum svæðum. Þegar þeir finnast veitir það vottunum mikla hamingju að heimsækja þá aftur og útskýra orð Guðs fyrir þeim. Þannig gætir Jesús af álúð annarra sauðumlíkra manna sem fá að vera honum á hægri hönd og njóta hylli hans. — Matteus 25:31-33.

20. Hvernig finnur verðugt heimili til þess friðar sem prédikari Guðsríkis óskar því?

20 „Þegar þér komið í hús, þá árnið því góðs, og sé það verðugt, skal friður yðar koma yfir það.“ (Matteus 10:12, 13) „Friður sé með þessu húsi,“ var algeng kveðja á dögum Jesú. (Lúkas 10:5) Þegar Jesús fæddist sungu englar: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ (Lúkas 2:14) Verðugt heimili fékk að njóta þessa friðar með því að taka við boðskap lærisveinanna um Guðsríki. Nú á dögum hefur fagnaðarerindið um Guðsríki sams konar áhrif. Hann veitir fólki friðsamlegt samband við Guð fyrir milligöngu Jesú Krists, og stuðlar einnig að friði meðal trúbræðra. — 2. Korintubréf 5:20, 21; Filippíbréfið 4:7; Efesusbréfið 4:3.

21. Hvers vegna er árstextinn fyrir 1986 mjög viðeigandi?

21 Á almanaksárinu 1986 er hafður frammi í Ríkissölum votta Jehóva um alla jörðina árstexti sem byggður er á Lúkasi 9:60: „Far þú og boða Guðs ríki.“ Bæði er þetta góð áminning og hvatning öllum sönnum þjónum orðsins til að taka reglulega þátt í að prédika Guðsríki! Já, þetta ríki hefur verið starfandi frá 1914! Það er verkfæri Guðs í höndum Messíasar konungsins til að knosa öll hin veraldlegu ríki Satans. Ekki er því að undra að ríki Guðs skuli að eiga að vera þýðingarmesta atriðið í lífi sérhvers votts Jehóva. Við vitum að það hefur í för með sér hjálpræði til lífs fyrir okkur! — 1. Tímóteusarbréf 4:16.

Hverju svarar þú?

◻ Hversu langvarandi og traustur er konungdómur Jehóva?

◻ Hvaða alheimsdeilu þarf nú að útkljá?

◻ Hvað verða allir fylgjendur Jesú að vera reiðubúnir að gera?

◻ Hvers vegna hafa orðin ‚Jehóva hefir tekið konungdóm‘ enn meiri þýðingu núna?

◻ Hvaða tilgangi mun árstextinn 1986 þjóna?

[Spurningar]

[Mynd á blaðsíðu 10]

Matteus yfirgaf allt og fylgdi Jesú.