Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Getur þú búið þig núna undir ofsóknir?

Getur þú búið þig núna undir ofsóknir?

Getur þú búið þig núna undir ofsóknir?

„Hafið þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður.“ — JÓHANNES 15:20.

1, 2. Hvaða óvæntra aðgerða hafa stjórnvöld sumra landa gripið til gegn vottum Jehóva?

 HUGSAÐU þér að þú liggir í rúminu snemma morguns. Í svefnmókinu ert þú að velta fyirr þér hvort þú eigir að fara strax á fætur eða hvílast fáein andartök í viðbót. Þú kveikir á útvarpinu til að heyra morgunfréttirnar. Skyndilega glaðvaknar þú þegar þulurinn segir: „Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda er sértrúarflokkurinn vottar Jehóva bannaður í landinu.“ Þú blundar ekki meira þann daginn!

2 Í sumum löndum hafa kristnir menn á okkar dögum orðið fyrir þessari eða svipaðri reynslu. Oft hefur verið ljóst um tíma að hverju stemdi, en stundum hefur bannið verið algerlega óvænt. Ætti það að koma okkur á óvart?

3. Hver var reynsla Jesú Krists árið 33?

3 Í rauninni ekki. Eitthvað svipað átti sér stað á fyrstu öldinni. Þú manst vafalaust hvernig Jesús Kristur reið inn í Jerúsalem á ösnufola snemma vors árið 33. Fólk fagnaði honum og breiddi yfirhafnir sínar á veginn á undan honum. En hvað gerðist fáeinum dögum síðar? Jesús stóð ákærður frammi fyrir Pontíusi Pílatusi og blóðþyrstur mannfjöldi úr þessari sömu borg æpti: „Staurfestið hann! . . . Staurfestið hann!“ (Matteus 21:6-9; 27:22, 23, NW) Aðstæður höfðu skyndilega gerbreyst.

4. Hvaða meðferð megum við, fylgjendur Jesú, búast við?

4 Það ætti því ekki að koma okkur á óvart ef aðstæður breytast skyndilega í einhverju landi og ofoknir dynja yfir. Munum að séum við í sannleika fylgjendur Jesú ættum við að búast við ofsóknum. (Jóhannes 15:20) Það undirstrikár hversu mikilvæg eru orð Jesú: „Vakið því.“ — Matteus 24:42.

5. Hvaða spurningar verðskulda nú athygli okkar?

5 Hvernig getum við gert það? Getum við á einhvern hátt verið undirbúin ef hið versa skyldi dynja yfir?

Vertu viðbúinn í huga og hjarta

6, 7. (a) Hvers vegna er verklegur undirbúningur fyrir ofsóknir erfiður? (b) Á hvaða hátt er margfalt þýðingarmeira að búa sig undir ofsóknir?

6 Verklegur undirbúningur undir ofoknir er erfiður því að þú veist ekki hvaða kringumstæðum má búast við. Við vitum ekki hvort banni verður framfylgt af hörku eða ekki, eða jafnvel hvað verður bannað. Kannski verður aðeins bannað að prédika hús úr húsi eða að koma saman á trúarlegar samkomur. Stundum eru hin lögskráðu félög votta Jehóva leyst upp eða vissir einstaklingar hnepptir skyndilega í fangelsi. Við getum haft í huga ýmsa staði þar sem fela mætti rit og bækur ef þörf krefur. En þar fyrir utan er lítið sem við getum gert í sambandi við verklegan undirbúning.

7 Hins vegar getum við búið huga okkar og hjarta undir slíkt, og það er margfalt mikilvægara. Við verðum að hafa skýrt í sjónmáli hvers vegna Jehóva leyfir að við séum ofsótt og kannski leidd fyrir rétt. „Til vitnisburðar,“ sagði Jesús. (Matteus 10:16-19) Ef hjarta þitt er fullkomlega undir það búið að varðveita trúfesti, hvað sem á dynur, getur Jehóva sýnt okkur hvernig hyggilegast sé að hegða okkur þegar þörf er á. Hvernig getum við þá undirbúið okkur andlega fyrir ofsóknir?

Hvernig bregst þú við mótlæti?

8. Hvernig gat Páll sagt að hann ‚yndi sér vel í misþyrmingum‘?

8 Páll postuli sagði: „Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists.“ (2. Korintubréf 12:20) Hafði Páll gaman af því að láta fara illa með sig? Auðvitað ekki. En ofsóknir fela oft í sér misþyrmingar og móðganir, og ef þess þurfti til að lofa nafn Guðs var Páli fagnaðarefni að þola slíkt.

9. Hvernig getum við núna búið okkur undir að þola ‚misþyrmingar vegna Krists‘?

9 Við megum líka vera viss um að einhvern tíma munum við þurfa að þola ‚misþyrmingar vegna Krists.‘ Við getum þurft að þola alls kyns móðganir eða jafnvel líkamlegar misþyrmingar. Munum við standast þær? Nú, hvernig lítum við á okkur núna? Tökum við sjálfa okkur mjög alvarlega og bregðumst ókvæða við raunverulegum eða ímynduðum móðgunum? Ef svo er væri hyggilegt að vinna að því að þroska með sér „langlyndi . . . hógværð og bindindi“ eða sjálfstjórn. (Galatabréfið 5:22, 23) Það væri afbragðsþjálfun fyrir hinn kristna lífsveg núna og gæti bjargað lífi þínu ef ofsóknir skyllu yfir.

Hvernig lítur þú á þjónustuna á akrinum?

10. Hver eru rétt, biblíuleg viðbrögð ef prédikunarstarf okkar er bannað?

10 Eitt af því fyrsta, sem er bannað, er oft hin opinbera prédikun ‚fagnaðarerindisins.‘ Þó er lífsnauðsynlegt að prédika og gera menn að lærisveinum nú á síðustu dögum. Hvernig gæti fólk annars kynnst Guðsríki? Réttu viðbrögðin við slíku banni eru því það svar sem postularnir gáfu þegar trúarleiðtogar Gyðinga reyndu að banna prédikunarstarf þeirra. (Postulasagan 5:28, 29) Undir banni er ekki alltaf hægt að nota allar hinar venjulegu leiðir til að boða trúna, en einhvern veginn verður að vinna verkið. Hefðir þú nægan styrk til að halda áfram að prédika ef það hefði í för með sér ofsóknir?

11, 12. Hvernig getur þú prófað hvort þú hafir nægan styrk til að halda áfram að prédika þrátt fyrir ofsóknir?

11 Við getum sérstaklega spurt okkur þessa: Hvernig lít ég á prédikun fagnaðarerindisins núna? Læt ég smámuni hindra mig í að fara út í starfið þannig að ég verði óreglulegur í þjónustunni á akrinum? Ef svo er, hvað myndi ég gera ef starfið væri bannað? Er ég hræddur við menn núna? Er ég fús til að prédika hús úr húsi í götunni þar sem ég bý? Er ég hræddur við að starfa einn? Í sumum löndum vekur það of mikla athygli ef tveir boðberar starfa saman. Hvernig væri að starfa einn af og til þar sem það er óhætt? Það væri góð æfing.

12 Tekur þú þátt í blaðastarfi á götum úti? Ert þú nægilega hugrakkur og framtakssamur til að skapa þér tækifæri til óformlegs vitnisburðar? Starfar þú í verslunar- og viðskiptasvæðum? Ert þú hræddur við að snúa þér að efna- eða áhrifafólki? Ef þú tekur aðeins þátt í vissum greinum prédikunarinnar, hvað myndir þú gera ef prédikun af því tagi yrði ekki lengur möguleg?

13. Hvað getum við gert núna til að vera betur undirbúin að prédika á ofsóknartímum?

13 Eru þér ljósir veikleikar á einhverju sviði? Núna er rétti tíminn til að sigrast á þeim. Lærðu að reiða þig á Jehóva og verða hæfari sem þjónn orðsins. Þá munt þú verða betur í stakk búinn til að prédika núna og betur undirbúinn að halda út á tímum ofokna.

Ert þú áreiðanlegur?

14, 15. (a) Hvers konar kristnir menn á fyrstu öld hljóta að hafa stuðlað að stöðugleika þegar ofsóknir brutust út? (b) Hvernig getur þjónn Jehóva nú á dögum verið eins og þessir traustu, frumkristnu menn?

14 Út í gegnum kristnu Grísku ritningarnar er talað um einstaklinga sem voru máttarstólpar í söfnuðinum. Til dæmis hjálpaði Onesifórus Páli með miklu hugrekki þegar hann var fangi í Róm. (2. Tímóteusarbréf 1:16) Föbe var hrósað fyrir erfiði sitt í söfnuðinum í Kenkríu. (Rómverjabréfið 16:1, 2) Slíkar konur og karlar hljóta að hafa stuðlað að stöðugleika og jafnvægi þegar ofsóknir skullu á. Þeir ‚vöktu, stóðu stöðugir í trúnni, voru karlmannlegir og styrkir.‘ — 1. Korintubréf 16:13.

15 Allir kristnir menn, einkanlega öldungar, ættu að reyna að taka framförum til að líkjast hinum sterku, frumkristnu mönnum. (1. Tímóteusarbréf 4:15) Lærðu að halda trúnaðarupplýsingum leyndum og taka ákvarðanir byggðar á meginreglum Ritningarinnar. Æfðu þig í að veita athygli kristnum eiginleikum annarra svo að þú vitir hverjum megi treysta undir álagi. Starfaðu, með hjálp Jehóva, að því að verða máttarstólpi í söfnuði þínum, einstaklingur sem hjálpar öðrum í stað þess að þurfa alltaf að þiggja hjálp. — Galatabréfið 6:5.

Hvernig gengur þér að umgangast aðra?

16, 17. Hvernig getur þú búið þig undir ofsóknir með því að fylgja núna Kólossubréfinu 3:12, 13?

16 Páll postuli hvetur okkur: „Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum.“ (Kólossubréfið 3:12, 13) Áttu auðvelt með það, eða fer ófullkomleiki annarra óþarflega mikið í taugarnar á þér? Er þér gjarnt að móðgast eða missa kjarkinn? Ef svo er veist þú af öðru sviði þar sem þú getur undirbúið þig.

17 Í löndum þar sem samkomuhald er bannað koma kristnir menn reglulega saman í smáum hópum. Undir slíkum kringumstæðum verða gallar þeirra jafnvel enn augljósari. Hví ekki að æfa þig núna í að umbera veikleika annarra, alveg eins og þeir vafalaust umbera þína? Dragðu ekki kjark úr öðrum með því að vera gagnrýnin á þá. Þjálfaðu þig og börn þín í að virða eigur annarra þegar þið sækið safnaðarbóknám á einkaheimili. Undir ofsóknum mun slík virðing stuðla að friðsamlegum samskiptum.

Ert þú forvitinn?

18. Hvers vegna er stundum öruggast að vita ekki meira en nauðsyn krefur?

18 Sum okkar eru að eðlisfari sérlega forvitin. Okkur er óbærilegt að hafa ekki vitneskju um eitthvað. Ert þú þannig? Ef svo er skaltu íhuga þetta: Stundum, þegar starf votta Jehóva hefur verið verið bannað, hafa yfirvöld reynt að komast á snoðir um skipulagsráðstafanir og nöfn hinna ábyrgu umsjónarmanna. Ef þú hefðir upplýsingar um þetta er hugsanlegt að þér yrði misþyrmt til að reyna að þvinga þig til að gefa þær. Og ef þú létir undan gætir það haft alvarleg áhrif á starf bræðra þinna. Stundum er því öruggast að vita ekki meira en nauðsynlegt er.

19. Hvernig getur þú núna búið þig undir að gefa ekki trúnaðarupplýsingar þegar ofsóknir bera að garði?

19 Getur þú búið þig undir það núna? Já. Ef til dæmis er starfandi dómnefnd í söfnuðinum ættu boðberar að gera sig ánægða með það sem öldungarnir telja við hæfi að segja, og ekki að hnýsast í málið til að fá að vita meira. Eiginkonur og börn öldunga ættu ekki að reyna að „rekja úr þeim garnirnar“ til að komast að trúnaðarupplýsingum. Í öllu ættum við að læra að ‚gefa okkur ekki að því sem okkur kemur ekki við.‘ — 2. Þessaloníkubréf 3:11.

Ert þú biblíunemandi?

20, 21. Hvernig getur kostgæfilegt biblíunám núna hjálpað þér ef starfið yrði bannað?

20 Biblían er grundvöllur hins andlega styrks kristins manns. Hún gefur honum svör við mikilvægustu spurningum hans og aðgang að visku frá Guði sjálfum. (2. Tímóteusarbréf 3:14-16) Allir kristnir menn viðurkenna þessa meginreglu, en hvaða hlutverki gegnir Biblían í raun og sannleika í lífi þínu? Nemur þú hana reglulega og leyfir henni að leiðbeina þér í öllu sem þú gerir? — Sálmur 119:105.

21 Oft er aðgangur okkar að biblíuritum mjög takmarkaður þegar starfið er bannað. Stundum er jafnvel erfitt að koma höndum á Biblíu. Undir slíkum kringumstæðum mun heilagur andi minna þig á það sem þú hefur lært fyrrum. En hann mun ekki minna þig á það sem þú hefur ekki lært! Því meir sem þú nemur Biblíuna núna, því meira verður geymt í huga þínum og hjarta sem heilagur andi getur kallað fram á neyðarstundu. — Markús 13:11.

Biður þú?

22. Hvernig getur það verið góður undirbúningur fyrir ofsóknir að ‚vera staðfastur í bæninni‘?

22 Þetta er þýðingarmikil spurning þegar ofsóknir eru annars vegar. Biblían ráðleggur: „Verið . . . staðfastir í bæninni.“ (Rómverjabréfið 12:12) Bæn er beint samtal við Jehóva Guð. Í bæn getum við beðið um styrk til að þola erfiðleika og taka réttar ákvarðanir, svo og að byggja upp einkasamband við Jehóva Guð. Andstæðingar geta tekið frá okkur rit og Biblíur og hindrað okkur í að hafa samfélag við aðra kristna menn, en þeir geta aldrei tekið frá okkur þau sérréttindi að biðja. Í rammbyggðustu fangelsum geta kristnir menn komist í samband við Guð. Með því að notfæra okkur til fullnustu þau sérréttindi sem bænin er, er því góð leið til að búa sig undir hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér.

Treystir þú yfirvaldi?

23. Hvers vegna ættum við að rækta með okkur trausts til öldunganna og ‚hins trúa og hyggna þjóns‘?

23 Það er líka þýðingarmikið að byggja upp þetta traust. Öldungarnir í söfnuðinum eru hluti af ráðstöfun Guðs okkur til verndar. Öldungar þurfa með breytni sinni að sýna sig verðuga trausts, og söfnuðurinn þarf að læra að veita þeim það traust. (Jesaja 32:1, 2; Hebreabréfið 13:7, 17) Enn þýðingarmeira er þó að við lærum að treysta ‚hinum trúa og hyggna þjóni.‘ — Matteus 24:45-47.

24. Hvað er hægt að gera til að búa sig undir að standa gegn árás í mynd lyga frá óvinum Jehóva?

24 Óvinir okkar geta breitt út lygar um skipulag Guðs. (1. Tímóteusarbréf 4:1, 2) Í einu landi létu sumir kristnir menn telja sér trú um að hið stjórnandi ráð votta Jehóva hefði yfirgefið kristnina en þeir sjálfir væru henni enn trúir. Góð leið til að byggja upp varnir gegn árás af þessu tagi er að rækta sterkan kærleika til bræðra þinna og læra að treysta á ráðstöfun Jehóva. — 1. Jóhannesarbréf 3:11.

Þú getur sigrað

25. Hvað getur hjálpað okkur að koma sigursæl út úr ofsóknum?

25 Hinn aldurhnigni postuli Jóhannes hafði þolað ofoknir þegar hann sagði okkur: „Allt, sem af Guði er fætt, sigrar heiminn, og trú vor, hún er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.“ (1. Jóhannesarebréf 5:4) Þú getur ekki sigrað í eigin mætti. Satan og heimur hans eru sterkari en við. En þeir eru ekki sterkari en Jehóva Guð. Ef við hlýðum boðum Guðs, biðjum um að andi hans styrki okkur og treystum algerlega á að hann gefi okkur kraft til að vera þolgóð, þá getum við gengið með sigur af hólmi. — Habakkuk 3:13, 18; Opinberunarbókin 15:2; 1. Korintubréf 15:57.

26. Hvað ættir þú að gera jafnvel þótt þú sért ekki ofsóttur núna?

26 Í öllum löndum er að finna kristna menn sem eru ofsóttir annaðhvort af maka, sem er trúnni andvígur, eða á einhvern annan veg. Í sumum löndum þjást allir þjónar Guðs vegna opinberra aðgerða stjórnvalda. En jafnvel þótt við sjálf þurfum ekki að þola andstöðu eða óvenjulega erfiðleika skulum við muna að þeir geta komið hvenær sem er. Jesús sagði að ofsóknir á hendur kristnum mönnum yrðu hluti af tákninu um tíma endalokanna; því ættum við alltaf að búast við þeim. (Matteus 24:9) Því væri hyggilegt að búa sig undir þær núna. Einsettu þér að hegðun þín skuli alltaf vera þínum himneska föður, Jehóva Guði, til lofs, hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér. — Orðskviðirnir 27:11.

Hverju svarar þú?

◻ Hvernig er hægt að búa sig núna undir ofsóknir?

◻ Hvað getur þú gert núna til að rækta nauðsynlegan styrk til að halda áfram að prédika undir ofsóknum?

◻ Hvernig getur það hjálpað okkur, þegar ofsóknir skella á, að fylgja núna Kólossubréfið 3:12, 13?

◻ Hvers vegna ættir þú að byggja upp traust til öldunganna og hins ‚trúa og hyggna þjóns‘?

◻ Hvernig getur þú komið sigursæll út úr ofsóknum?

[Spurningar]