Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblían er orð Guðs

Biblían er orð Guðs

Biblían er orð Guðs

ER ÞAÐ svo að vísindin og æðri biblíugagnrýni hafi í sameiningu svipt Biblíuna þeirri stöðu að teljast orð Guðs? Auðvelt er að láta telja sér trú um það. Jafnvel trúarleiðtogar eru fúsir til að segja á prenti að Biblían sé óvísindaleg, og hin æðri biblíugagnrýni er svo virðuleg að hún er kennd við prestaskóla og guðfræðideildir háskólanna. En hvað sýna staðreyndirnar?

Biblían og æðri biblíugagnrýni

Sannleikurinn er sá að aldrei hafa verið lagðar fram haldgóðar sannanir fyrir hugmyndum hinnar æðri biblíugagnrýni. Aldrei hafa fundist minnstu menjar þeirra heimilda sem Mósebækurnar fimm og Jesajabók eiga að vera gerðar eftir. Aftur á móti hafa fundist fornar slitur af Daníelsbók sem benda til að hún hafi þegar verið mikils metin aðeins fáeinum árum eftir að æðri biblíugagnrýndendur segja hana hafa verið skrifaða!

Prófessor í guðfræði segir: „Ekki er hægt í neinu einstöku tilviki að sanna að bækur Biblíunnar hafi orðið til með sviksamlegu hætti eins og biblíugagnrýnendur lýsa. Það er eitt að fullyrða slíkt en allt annað að sanna það.“ (Wick Broomall í Biblican Critisism) Fornleifafræðingur bætir við: „Ekki verður lögð á það nægileg áhersla að nánast engar vísbendingar er að finna í Austurlöndum nær til forna um fölsun skjala eða bókmennta.“ (W. F. Albright í From the Stone Age to Christianity) Að vísu á æðri biblíugagnrýni enn vinsældum að fagna, en það stafar af því að hún samræmist svo vel veraldlegum hugsunarhætti samtíðarinnar, ekki af því að hún hafi sannanir á bak við sig.

Biblían og vísindin

Hafa vísindin þá á einhvern hátt afsannað orð Biblíunnar? Stundum hefur það litið svo út. Á 18. öld jókst til dæmis skilningur manna á gerð jarðarinnar, svo að ljóst varð að reikistjarnan okkar var mjög gömul. Á þeim tíma hélt margt trúhneigt fólk því fram að samkvæmt Biblíunni væri jörðin aðeins 6000 ára gömul. Þetta virtist augljóst dæmi um að biblíukenning hefði verið afsönnuð. Staðreyndin er þó sú að Biblían segir hvergi hve gömul jörðin er. Hér var því um að kenna misskilningi þeirra sem voru trúarinnar megin.

Fyrstu orð Biblíunnar eru: „Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð.“ (1. Mósebók 1:1) Þessi fullyrðing, að jörðin eigi sér upphaf, er í samræmi við það sem vísindin hafa sýnt fram á. Biblían nefnir þessu næst að jörðin hafi um tíma verið „auð og tóm,“ óbyggð og óbyggileg. (1. Mósebók 1:2) Jarðfræðingar, sem reyna að gera sér mynd af frumsögu jarðarinnar, álíta að svo hafi líka verið. Síðan lýsir Biblían að myndast hafi höf og þurrlendi. Jurtalíf varð til, síðan sjávardýr, fuglar og að síðustu landdýr. Að lokum kom maðurinn fram á sjónarsviðið. Þetta, jafnvel það í hvaða röð hinar ýmsu lífsmyndir birtast, er mjög líkt því sem vísindamenn hafa fundið með því að skoða jarðlögin. — 1. Mósebók 1:1-28.

Hér með er þó ekki sagt að Biblían sé fullkomlega í samræmi við það sem stendur í kennslubókum vísindanna. Þó er samræmið það mikið að við hljótum að spyrja hvernig biblíuritararnir hafi vitað svona mikið á þeim tíma. Þegar haft er í huga hversu frumstæð vísindaleg þekking var í fjarlægri fortíð er eina skýringin sú að einhver hafi sagt þeim það — og það styður eindregið þá skoðun að Biblían sé í raun orð Guðs. Þegar kenningar vísindanna og Biblíuna greinir á, er það þá sjálfsagt mál að Biblían hafi rangt fyrir sér en vísindamennirnir alltaf rétt fyrir sér? Fjölmörg dæmi eru um það að vísindin geti stundum lent á villigötum.

Þróunarkenningin stingur að sjálfsögðu mjög í stúf við frásögn Biblíunnar. Eftirtektarvert er hversu fjótt þessi kenning náði vinsældum meðal vísindamanna eftir að Darwin gaf út bók sína Uppruni tegundanna. Kenningin hlaut viðurkenningu löngu áður en menn höfðu haft ráðrúm til að prófa tilgátur bókarinnar og finna fyrir þeim sannanir í steingervingasögunni. Hvers vegna? Þróunarsinninn Hoimar v. Ditfurth játar hreinskilningslega: „Vísindi eru samkvæmt skilgreiningu tilraun til að sjá hversu langt sé hægt að skýra manninn og náttúruna án þess að gripið sé til kraftaverka.“ (Wir sind nicht nur von dieser Welt: Naturwissenschaft, Religion un die Zukunft des Menschen eftir H. v. Ditfurth) Sætir það þá furðu að vísindamenn skuli hafa tekið þrónarkenningunni tveim höndum og varið gríðarlegum tíma og kröftum til að reyna að sanna hana, en svo til engum til að sjá hvort megi afsanna hana? Einasti möguleikinn fyrir utan þróun, það er að segja sköpun, væri kraftaverk — og í þeirra augum er það óhugsandi.

En fyrir hvern þann, sem ekki er haldinn fordómum gegn kraftaverkum, er sköpunin mjög rökrétt svar við spurningum sem vísindin hafa ekki getað svarað, svo sem um frumorsök lífsins, meðvitundar, vitsmuna og siðferðisvitundar mannsins.

Máttur Biblíunnar

Biblían varar við því að til árekstra muni koma milli speki heimsins og kenningar Biblíunnar. (1. Korintubréf 1:2, 23; 3:19) Þar eð þekking byggð á rannsóknum og heimspeki manna er svo óáreiðanleg ættu slíkir árekstrar ekki vera okkur undrunarefni. Og við ættum ekki að láta það raska ró okkar þótt ýmsar vinsælar kenningar stangist á við Biblíuna. Biblían ræður okkur sjálf að leita annars staðar sannana fyrir því að hún sé í raun orð Guðs.

Biblían er til dæmis spádómsbók. (2. Pétursbréf 1:19-21) Æðri biblíugagnrýnendur fullyrða að þessir spádómar hafi verið skrifaðir eftir að atburðirnir gerðust, en í mörgum tilfellum er það augljóslega óhugsandi. Spádómar um Jesú, skráðir mörgum öldum fyrir fæðingu hans, rættust í smæstu smáatriðum. (Sjá til dæmis Jesaja 53:1-12; Daníel 9:24-27.) Spádómar Jesú sjálfs um eyðingu Jerúsalem rættust mákvæmlega. Spádómarnir sem hann og Páll postuli báru fram um síðustu daga lýsa nákvæmlega því sem við lesum í dagblöðum núna. (Matteus 24; Markús 13; Lúkas 21; 2. Tímóteusarbréf 3: 1-5) Þar eð menn eru kunnir fyrir að vera mjög ónákvæmir, er það hversu spár Biblíunnar hafa ræst nákvæmlega sterk rök fyrir því að hún sé komin frá æðri máttarvöldum.

Önnur þungvæg rök er að finna í Biblíunni sjálfri: „Orð Guðs er lifandi og kröftugt.“ (Hebreabréfið 4:12) Þessi máttur hefur birst út í gegnum sögu mannsins í lífi þeirra fjölmörgu sem hafa þjáðst og dáið fyrir rétt sinn til að lesa Biblíuna eða segja öðrum frá henni. Engin önnur bók hefur nokkurn tíma haft svona mikil áhrif til góðs á þá sem hafa lesið hana í anda auðmýktar og skynsemi. Hún getur breytt herskáu og árásargjörnu fóki í friðsamt og gerbreytt persónuleika manna. (Míka 4:3, 4; Efesusbréfið 4:24) Athugum til dæmis það sem Biblían gerði fyrir Luiz.

Í fangelsinu í Brasilíu, þar sem Luiz sat af sér refsidóm, var hann þekktur fyrir að vera afar hættulegur. Einn votta Jehóva, sem var að bera vitni fyrir nokkrum af meðföngum hans, fékk tækifæri til að tala við hann. Orð Biblíunnar höfðu slík áhrif á Luiz að hann varð gerbreyttur maður. (Kólossubréfið 3:9, 10) Áður fyrr hafði enginn þorað að svara honum fullum hálsi, en nú var hann góðviljaður við alla og sýndi meira að segja fangelsisyfirvöldum tilhlýðilega virðingu, Fimm árum eftir að Biblían fór að hafa áhrif á persónuleika Luiz byrjaði hann að segja öðrum föngum frá því sem hann hafði lært. Honum er meira að segja leyft núna að prédika utan fangelsismúranna.

Tökum annað dæmi, Bandaríkjamanninn Wayne. Wayne var mög eftirlátur við sjálfan sig, lifði mjög siðlausu lífi og neytti fíkniefna. Þegar hann kvæntist rak hátterni hans konu hans að lokum út í siðleysi líka. Heimilislífið var mesta hörmung. Þegar þau voru að því komin að skilja fékk einn votta Jehóva tækifæri til að sýna Wayne það sem Biblían segir um ábyrgð og kærleika innan vébanda fjölskyldunnar. (Efesusbréfið 4:22-24; 5:22-28) Hann fékk hjálp til að finna út hverjar væru rætur sumra af vandamálum hans. (Sjá 1. Korintubréf 15:33) Smám saman gat hann breytt hugsunarhætti sínum. Það hjálpaði konu hans til að breyta sér líka. Núna er þessi unga fjölskylda hamingjusöm — svo er Biblíunni fyrir að þakka.

Að síðustu skulum við líta á sem dæmi unga argentínska konu að nafni Elena. Hún átti við þunglyndi að stríða og leitaði til sálfræðings. Hann sagði henni að fjöllyndi í ástamálum myndi leysa vandamál hennar. Hún sökk niður í siðleysi, spíritisma og stórreykinga. Tvísvar lét hún eyða fóstri. En vottar Jehóva sýndu Elenu áhuga og gátu hjálpað henni að framfylgja meginreglum Biblíunnar í lífi sínu. Smám saman gerðu orð Biblíunnar henni fært að segja skilið við fyrra háttarlag og kynnast skaparanum, Jehóva Guði, og syni hans, Jesú Kristi. Elena segir um þessar tvær persónur: „Ég verðskulda ekki neitt af þem gæðum sem ég fæ frá þeim, og þess vegna vil ég tala meira og meira um miskunn þeirra og kærleika til okkar.“

Eins og þessi fáu dæmi sýna getur Biblían haft mjög sterk og gagnleg áhrif á líf mann. Lúiz, Wayne og Elena fengu hjálp þegar vottar Jehóva komu þeim í snertingu við Biblíuna og sýndu þeim hvernig ætti að fara eftir því sem hún segir. Út um heiminn eru nú yfir þrjár milljónir þessara votta. Margir þeirra hafa áður fyrr mátt berjast við áþekk vandamál, en þeir hafa leyft Biblíunni að valda róttækum breytingum í lífi sínu. Með hvaða árangri?

Þessar þrjár milljónir kristinna manna mynda samfélag sem er nú þegar að leysa þau alvarlegu vandamál sem ógna framtíð mannkynsins. Þjóðernishyggja og kynpáttarígur sundra þeim ekki. Með hjálp Biblíunnar leggja þeir sig fram um að sigrast á fordómum tengdum kynþætti og efnahag. Þeir hafa lært að búa saman í friði sem er í sjálfu sér bráðabirgðauppfylling eins af athyglisverðustu spádomum Biblíunnar. — Jesaja 11:6-9.

Tilvera slíks hóps er veigamikil sönnun fyrir því að Biblían sé í rauninni orð Guðs. Við hvetjum þig til að kynnast þessum kristnu mönnum og sannreyna sjálfur að þetta sönnunargagn sé fyrir hendi. Vottar Jehóva munu fúslega aðstoða þig við það.

[Innskot á blaðsíðu 5]

Alls engar haldgóðar sannanir eru fyrir fullyrðingum hinnar æðri biblíugagnrýni.

[Innskot á blaðsíðu 6]

Biblían þarf ekki á að halda vísindum eða heimspeki nútímans til að sanna að hún sé orð Guðs.

[Mynd á blaðsíðu 7]

Biblían breytir fólki.