Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Flótti kristinna manna til Pella

Flótti kristinna manna til Pella

Flótti kristinna manna til Pella

ÁRIÐ 33 að okkar tímatali gaf Jesús Kristur fylgjendum sínum þá aðvörun að þeir skyldu ‚flýja til fjalla‘ þegar þeir sæju „herfylkingar umkringja Jerúsalem.“ (Lúkas 21:20-24) En hvert flúðu þeir? Franski austurlandafræðingurinn og sagnfræðingurinn Joseph Ernest Renan svarar: „Staðurinn, sem forystumenn [kristna samfélagsins] völdu sem helsta hæli kirkjunnar var Pella, ein af Dekapólis-borgunum nálægt vinstri bakka Jórdanar. Staðurinn var afbragðsgóður. Á aðra hönd var horft yfir alla Gór-sléttuna og á hina þverhníptir klettar. Við rætur þeirra rann á. Þeir hefðu ekki getað valið betur. Júdea, Ídúmea, Perea og Galílea voru í uppreisnarástandi; Samaría og strandlengjan í uppnámi . . . Skýtopólis og Pella voru því næstu hlutlausu borgirnar við Jerúsalem. Pella, sem var handan Jórdanar, hlýtur að hafa boðið upp á mun meiri ró og kyrrð en Skýtopólis sem orðin var eitt af virkjum Rómverja. Pella var frjáls borg eins og hinar borgirnar í Dekapólis. . . . Að leita hælis þar var opinber viðurkenning á hryllingi uppreisnar Gyðinga . . . Það var í þessari andgyðinglegu borg sem kirkjan í Jerúsalem fann hæli meðan hörmungar umsátursins stóðu yfir.“