Eru jólin gjöf Guðs til þín?
Eru jólin gjöf Guðs til þín?
GETUR þú ímyndað þér desember án jóla eða aðfangadagskvöld án gjafa? Jafnvel hermenn í stríði hafa gert hlé á bardögum á jóladag og skipst á gjöfum! Milljónir manna trúa að jólin séu gjöf Guðs til okkar. En eru þau það?
Yfir þrír af hverjum tíu jarðarbúum myndu svara því neitandi. Í þeirra hópi eru hindúar, búddatrúarmenn, múslímar, Gyðingar, efasemdamenn eða guðsafneitarar. Þeir trúa ekki að Kristur sé sonur Guðs og jólin eigi að vera fæðingarhátíð Krists. Þó er framtíð allra — jafnt kristinna sem ókristinna — tengd trú á hann.
Hin sanna gjöf Guðs til mannkyns
Yfir einn milljarður manna er talinn játa trú á Jesú Krist sem frelsara mannkyns. Biblían tekur undir að hann sé það: Jesús var fullkominn maður. Hann lifði syndlausu lífi laus við nokkuð það sem gæti réttlætt dauða hans. Hann hafði því rétt til að lifa eilíflega og verða faðir fullkomins mannkyns.
Jesús notfærði sér ekki þennan rétt heldur dó „til lausnargjalds fyrir marga“ af því mannkyni sem fyrir var og ánafnaði mönnum fullkomleika og eilífu lífi. Þess vegna er Jesús gjöf Guðs til mannkyns. — Matteus 20:28; 1. Pétursbréf 2:21, 22; Hebreabréfið 2:9, 10.
Ef þú þiggur þessa gjöf getur það fært þér eilífa blessun. Biblían segir að ‚Guð hafi elskað heiminn svo að hann hafi gefið son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann tryði glataðist ekki heldur hefði eilíft líf.‘ (Jóhannes 3:16) Það skiptir því máli hvort þú trúir á Krist eða ekki, því að líf þitt í framtíðinni er undir því komið. Því er ekki að undra að um fjórðungur mannkyns skuli halda hátíðlega fæðingu hans um hver jól. En var Kristur í raun fæddur á jóladag?
Hvenær fæddist Jesús?
Þegar Jesús fæddist í Betlehem voru „í sömu byggð . . . hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar.“ (Lúkas 2:8-11) Á þeim slóðum í Palestínu er meðalnæturhiti í desember aðeins um 7°C. Suma daga er kalsarigning. Þessir fjárhirðar hefðu ekki verið utandyra með hjarðir sínar að næturlagi á þeim tíma árs. Venja var að hafa skepnur í húsi.
Foreldrar Jesú höfðu auk þess farið til Betlehem því að Ágústus keisari hafði fyrirskipað að öll heimsbyggðin skyldi skrásett, og „fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.“ (Lúkas 2:1, 3) Hefði keisarinn í Róm valið kaldan, votviðrasaman mánuð til að láta þegna sína, sem oft voru uppreisnargjarnir, takast á hendur langa, erfiða ferð? Það er ólíklegt!
Hvenær fæddist Jesús þá? Sterk rök hníga að því að það hafi verið snemma í október. Spámaðurinn Daníel hafði sagt fyrir að Messías (Kristur) myndi koma fram við upphaf sjö ára ‚sjöundar‘ og yrði „afmáður“ um miðja sjöundina, það er að segja eftir þrjú og hálft ár, en þá myndi hann deyja fórnardauða. (Daníel 9:24-27) Jesús var „um þrítugt“ þegar hann hóf þjónustu sína sem Kristur. Hann var því um 33 og hálfs árs þegar hann dó í aprílbyrjun, nánar tiltekið á páskadegi. (Lúkas 3:21-23; ) Hann hefði orðið 34 ára sex mánuðum síðar, það er í október. Ljóst er að hann fæddist ekki í desembermánuði! Matteus 26:2
Heiðra jólin Krist?
En hví að þrefa um það hvenær Kristur fæddist, svo lengi sem honum er sýndur heiður og andi jólanna látinn ríkja? Þegar allt kemur til alls er hátíðin heilög guðræknu fólki. Þá eru sungnir sálmar, gefnar gjafir og ættingjar koma saman. Þá er fortíðarinnar minnst með ljúfsárum söknuði og gamlar minningar rifjaðar upp. En ekki er víst að allt sé sem skyldi.
Oft eru minningarnar tengdar skemmtun og munaði sem stendur ekki í neinu sambandi við Krist. Oft veita þær gjafir, sem menn fá, þeim meiri gleði en þær sem þeir gefa öðrum. Þá má ekki gleyma þeim glaum og óhófi sem fylgir jólunum. Mörgum finnst auk þess jólin orðin verslunarhátíð, hátíð kaupmannanna. Þetta er sá andi sem gerir jólin vinsæl, en hann heiðrar ekki Krist.
Þess vegna vaknar sú spurning hvort jólin séu einu sinni fyrir kristna menn.
Uppruni jólanna
Sóldýrkendur, sem voru fjölgyðistrúar, héldu fyrrum hátíð líka jólunum. Að því er alfræðibókin The Encyclopedia Americana segir héldu íbúar Norður-Evrópu „sína aðalhátíð, jólin,“ um vetrarsólstöður til að minnast endurfæðingar sólarinnar. . . . Rómverska saturnalía-hátíðin . . . var líka haldin á þeim tíma, og talið er að sumir af siðum jólanna eigi rætur sínar að rekja til þessarar fornu, heiðnu hátíðar. Sumir fræðimenn halda því fram að fæðing Krists sem ‚ljóss heimsins‘ hafi verið sett í samband við endurfæðingu sólarinnar til að gera kristnina merkingaþrungnari“ fyrir trúskiptinga sem áður höfðu heiðrað sína ímynduðu guði með slíkum hátíðum.
Fylgjendur Jesú héldu hins vegar alls enga hátíð til minningar um fæðingu Krists — ekki þann 25. desember, ekki einu sinni í 1. Mósebók 40:20-23; Markús 6:21-28) Að því er segir í Cyclopedia eftir McClintock og Strong litu Gyðingar á tímum Biblíunnar á „afmælishátíðir sem skurðgoðadýrkun.“
október. Og þess var gætt þar til um miðja 4. öld. Órigenes, sagnfræðingur á þriðju öld, skrifaði að ‚þess sé hvergi getið að nokkur af helgum mönnum í Ritningunni hafi haldið upp á afmæli. Það eru aðeins syndarar (eins og Faraó og Heródes) sem hafa mikinn gleðskap vegna þess dags sem þeir fæddust á.‘ (Ætti að heiðra Krist með hátíðum sem urðu til í kringum tilbeiðslu á goðsögulegum guðum og skurðgoðadýrkun? Biblían svarar: „Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum. . . . Hvað má sætta musteri Guðs við skurðgoð?“ (2. Korintubréf 6:14-16) Heiðnar skurðgoðahátíðir verða ekki kristnar þótt þeim sé gefið kristið nafn.
Gjöf Guðs metin að verðleikum
Ekki er að undra að Kristur skyldi ekki bjóða fylgjendum sínum að minnast fæðingar sinnar! Hins vegar gaf hann boð um að haldin skyldi minningarhátíð um dauða hans og stofnaði sjálfur til þeirrar fyrstu. (1. Korintubréf 11:23-26) Hann dó til að þú gætir hlotið líf. Þú getur sýnt að þú sért þakklátur fyrir það og heiðrir hann í sannleika með því að ganga ekki lengra en fyrirmæli hans gefa tilefni til. Hann sagði sjálfur: „Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum.“ — Jóhannes 14:21.
Slík hlýðni er enn mikilvægari fyrir þá sök að Jesús er hvorki ungbarn lengur né dáinn frelsari. Hann var reistur upp til ódauðleika á þriðja degi eftir dauða sinn og gefið ‚allt vald á himni og jörð.‘ Sem réttmætur drottnari yfir mannkyninu mun hann bráðlega þurrka út allt sem veldur sorg til að þeir sem elska hann í sannleika geti hlotið að gjöf eilíft líf á jörð sem verður paradís. — Matteus 28:19, 20; Postulasagan 2:22-36; Rómverjabréfið 6:23; Opinberunarbókin 21:1-5.
Já, Kristur, ekki jólin, er gjöf Guðs til mannkynsins.
[Rammagrein á blaðsíðu 5]
Af heiðnum uppruna
◻ Þar sem fjölgyðistrú var ríkjandi var víða algengt að halda upp á afmæli. Tilbeiðsluathafnir frammi fyrir skurðgoðum voru gerðar til heiðurs verndarguði sérhvers afmælisdags, og afmælisdagar goðsögulegra guða svo sem Satúrnusar og Apollós voru líka haldnir hátíðlegir. Dr. John C. McCollister segir í bók sinni The Christian Book of Why: „Kristnir menn á fyrstu öld héldu ekki hátíð til heiðurs fæðingu Jesú — af sömu ástæðu og þeir héldu engan annan afmælisdag hátíðlegan. Á þeim tíma var sú skoðun ríkjandi meðal allra kristinna manna að allar afmælishátíðir (jafnvel Drottins) væru siður heiðingjanna.“
◻ Til forna héldu menn að ákveðnar sígrænar jurtir, svo sem mistilteinn og jólaviður, byggju yfir miklum töframætti. Þeir skreyttu hús sín með þeim til að hrekja burt illa anda og nornir. Jólaskreytingarnar urðu arftaki þessa siðar.
◻ Tré voru dýrkuð í flestum fjölgyðistrúarbrögðum. Álitið var að andar forfeðranna byggju í helgum lundum og þeim voru gefnar gjafir í þakklætisskyni fyrir greiðasemi sína. Þetta er gert enn þann dag í dag í Vestur-Afríku.
◻ Þann evrópska jólasið að brenna stóran viðardrumb í arninum má rekja til Skandinava sem héldu stórar brennur til heiðurs þrumuguðinum Þór.
◻ Sá siður að gefa gjafir á sér ekki að fyrirmynd þær gjafir sem hinir svonefndu vitringar eða stjörnuspekingar gáfu, heldur hinn heiðna sið Rómverja að gefa gjafir á Saturnalía-hátíðinni (haldin til heiðurs guðinum Satúrnusi) og við nýársfagnaði.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Veist þú hver er uppruni þessara jólasiða?