Ungir þjónar Guðs á biblíutímanum
Ungir þjónar Guðs á biblíutímanum
BIBLÍAN segir frá mörgum ungmennum sem tóku þjónustu sína við Guð alvarlega og hlutu ríkulega blessun fyrir. Hvort sem þú ert ungur eða gamall og grár fyrir hærum geta þessi ágætu dæmi úr Biblíunni verið þér mikil uppörvun.
Jósef var einungis sautján ára er hann var seldur mansali til Egyptalands. Fjarri ættingjum sínum og þeim sem þekktu hann varðveitti hann ráðvendni. Er kona Pótífars reyndi að táldraga Jósef spurði hann: „Hvernig skyldi ég þá aðhafast þessa miklu óhæfu og syndga á móti Guði?“ Jafnvel þegar Jósef stóð frammi fyrir Faraó, voldugasta konungi samtíðarinnar, greip hann tækifærið til að gefa Guði heiðurinn að því að ráða drauma Faraós. Hann hlaut ríkulega blessun fyrir. Guð notaði hann til að bjarga bæði Egyptum og fjölskyldu sinni frá hungurdauða og flytja föður sinn, Jakob og heimafólk hans niður til Egyptalands. — 1. Mósebók 37:2; 39:7-9; 41:15, 16, 32.
Móse og önnur trúföst ungmenni
Dóttir Faraós tók Móse í fóstur en foreldrar hans höfðu tækifæri til að fræða hann um hinn sanna Guð. Biblían segir að Móse hafi, er hann var fulltíða, ‚hafnað því að vera talinn dóttursonur Faraós, og kosið fremur illt að þola með lýð Guðs en njóta skammvinns unaðar af syndinni.‘ Guð notaði Móse til að leiða þjóð sína út úr Egyptalandi, til að taka við lögmálinu á Sínaífjalli og skrifa allstóran hluta Biblíunnar. Ert þú jafnstaðráðinn í að þjóna Guði eins og Móse, hvort sem þú ert ungur að árum eða aldinn? — Hebreabréfið 11:23-29; 2. Mósebók 2:1-10.
Ritningin segir okkur frá því að ‚börn‘ hafi hlustað ásamt öðrum er lögmál Guðs 5. Mósebók 31:10-13) Allir „er vit höfðu á að taka eftir“ stóðu „frá birtingu til hádegis“ til að heyra lögmálið lesið á dögum Nehemía. (Nehemía 8:1-8) Jafnvel þótt börnin hafi ekki skilið allt sem lesið var gátu þau skilið að þau áttu að elska, tilbiðja og hlýða Jehóva Guði. Hefur þú, óháð aldri, hlustað með athygli á mótum þar sem orð Guðs er rætt? Hefur þú lært hve þýðingarmikið er að hlýða honum, eins og þessir ungu Ísraelsmenn gerðu?
var lesið upp fyrir Ísraelsþjóðinni. (Davíð, Jósía og Jeremía
Guð útvaldi Davíð, yngsta bróðurinn af átta, til sérstakrar þjónustu og sagði um hann: „Ég hef fundið Davíð, son Ísaí, mann eftir mínu hjarta, er gjöra mun allan vilja minn.“ Guð útvaldi hann til að vera „hirðir“ þjóðar sinnar og Davíð rækti þá þjónustu um langt árabil og sýndi kærleika sinn til Jehóva. Hann orti yfir 70 sálma og varð forfaðir Jesú Krists. Kannt þú að meta vegu Guðs, hver sem aldur þinn er, og gerir þú það sem Guð vill, eins og Davíð? — Postulasagan 13:22; Sálmur 78:70, 71; 1. Samúelsbók 16:10, 11; Lúkas 3:23, 31.
Jósía var einungis átta ára er hann varð konungur. Um fimmtán ára gamall, „er hann sjálfur var enn ungur að aldri, tók hann að leita Guðs Davíðs, forföður síns.“ Jósía var ekki orðinn tvítugur er hann skar upp herör gegn falskri guðsdýrkun. Síðar lét hann gera við musterið og endurreisti sanna guðsdýrkun í landinu. Við lesum: „Meðan hann var á lífi, viku þeir eigi frá því að fylgja [Jehóva], Guði feðra sinna.“ Ekki geta allir verið konungar líkt og Jósía, en við getum þjónað Guði og staðið einörð gegn falskri guðsdýrkun, óháð aldri. — 2. Kroníkubók 34:3, 8, 33.
Alvaldur Guð sagði Jeremía: „Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig. Ég hefi ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna!“ Jeremía andmælti og Jeremía 1:4-8; 20:9.
sagðist of ungur til að vera spámaður: „Æ, herra [Jehóva]! Sjá, ég kann ekki að tala, því að ég er enn svo ungur.“ Jehóva svaraði: „Seg ekki: ‚Ég er enn svo ungur!‘ heldur skalt þú fara til allra, sem ég sendi þig til, og tala allt það, er ég býð þér.“ Í meira en 40 ár gerði Jeremía það, og jafnvel er hann var kominn á fremsta hlunn með að gefast upp gat hann það ekki. Orð Guðs ‚var sem eldur brynni í hjarta hans er byrgður væri inni í beinum hans.‘ Hann hreinlega varð að tala! Ert þú, óháð aldri, að þroska með þér sams konar trú og Jeremía, og sækir þú fram í þjónustu Guðs eins og hann? —Daníel, Jesús og Tímóteus
Þú hefur vafalaust heyrt minnst á Daníel. Hann kann að hafa verið töluvert innan við tvítugt er hann var fluttur ásamt öðrum ‚sveinum‘ sem bandingi til hirðar hins volduga Nebúkadnesars konungs í Babýlon. Daníel var staðráðinn í að þjóna Guði þótt ungur væri. Daníel og félagar hans neituðu að saurga sig á mat sem kann að hafa verið bannað að neyta samkvæmt lögmáli Guðs eða var saurgaður vegna heiðinna helgisiða. Í meira en 80 ár hvikaði Daníel aldrei frá hollustu sinni. Hann vildi jafnvel ekki að hætta að biðja til Guðs, þótt það gæti kostað hann að vera kastað í ljónagryfju. Er þjónusta þín við Guð og bænir þínar svo mikilvægar í huga þér? Svo ætti að vera. — Daníel 1:3, 4, 8; 6:10, 16, 22.
Jesús var tólf ára er hann fannst mitt á meðal lærifeðranna í musterinu í Jerúsalem, „hlýddi á þá og spurði þá. En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum.“ Hefðir þú haft jafnmikinn áhuga og Jesús á því að ræða við aldraða menn um Ritninguna? Hefði aðra furðað á skilningi þínum og svörum? Margir ungir vottar nú á tímum, sem nema, hlusta gaumgæfilega og taka Lúkas 2:42, 46, 47.
þátt í kristnum samkomum, búa yfir slíkri biblíuþekkingu að mörgum fullorðnum kemur á óvart. —Líkist þú Tímóteusi sem var á barnsaldri fræddur í ‚heilagri Ritningu‘? Tímóteusi ‚var borið gott orð af bræðrunum‘ í að minnsta kosti tveim söfnuðum. Páll postuli valdi sér Tímóteus sem ferðafélaga, ekki þó sem burðarmann heldur sem hjálparmann við kennslustörfin. Hefðir þú verið valinn til slíkra sérréttinda? Er þér líka borið „gott orð“ fyrir starf þitt, ekki aðeins í heimasöfnuði þínum heldur víðar? — 2. Tímóteusarbréf 3:15; Postulasagan 16:1-4.
Hvers konar framtíð þráir þú?
Getur ungt nútímafólk verið jafntrúfast og Jósef, Móse, Davíð og fleiri? Já, það getur það. Að vísu hafa mörg ungmenni helst áhuga á því að skemmta sér, en önnur nota æskuárin viturlega til að kynnast Guði og vilja hans. Á þeim rætist biblíuspádómurinn: „Þjóð þín kemur sjálfboða á valdadegi þínum. . . . Dögg æskuliðs þíns [kemur] til þín.“ — Sálmur 110:3.
Slík ungmenni sýna meiri visku en búast mætti við eftir aldri, því að Guð getur hjálpað þeim að gera líf sitt núna farsælt, auk þess að veita þeim dýrlega framtíð í hinum komandi nýja heimi. (1. Tímóteusarbréf 4:8) En hvernig getur ungt nútímafólk þroskað trú til jafns við þau ungmenni sem Biblían getur um? Ef þig langar til að fá svar við því, þá hvetjum við þig til að lesa greinina „Hamingjusöm ungmenni í þjónustu Jehóva“ sem hefst á næstu blaðsíðu í þessu tímariti.
[Myndir á blaðsíðu 5]
Hinn ungi Móse lét ekki tælast af auðæfum Egyptalands.
Sem ungur piltur var Davíð maður eftir hjarta Jehóva.
[Myndir á blaðsíðu 6]
Þótt Jeremía fyndist hann „enn svo ungur“ prédikaði hann hugrakkur óvinsælan boðskap.
Tólf ára gamall vakti Jesús undrun þeirra sem eldri voru fyrir skilning sinn á orði Guðs.
[Mynd á blaðsíðu 6]
Í Ísrael hlýddu jafnvel yngstu börnin á þegar lögmál Guðs var lesið. Gerir þú það líka?