Hrífandi sýnir sem styrkja trúna
Hrífandi sýnir sem styrkja trúna
Meginatriði Opinberunarbókarinnar
ÞJÓNN Jehóva, Jóhannes, er á smáeynni Patmos, úti af vesturströnd Litlu-Asíu. Þar sér hinn aldraði postuli undursamlega hluti — táknræna, oft óvænta en mjög þýðingarmikla! Hann er í anda staddur á Drottins degi sem stendur frá krýningu Jesú árið 1914 til loka þúsundáraríkis hans. Þótt Jóhannes sjái atburði, sem gerast munu á myrkustu tímum mannkynssögunnar, þá er innsýn hans í þúsundáraríkið stórfengleg! Hlýðið mannkynmun þá njóta mikillar blessunar!
Jóhannes skrifaði þessar sýnir um árið 96 í biblíubók sem nefnd er Opinberunarbókin. Hún getur styrkt trú okkar á Guð spádómanna, Jehóva, og son hans, Jesú Krist. — Ítarlegri upplýsingar er að finna í bókinni Revelation — Its Grand Climax At Hand!, gefin af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.
Kristur gefur ástríkar leiðbeiningar
Í byrjun opinberunar Guðs fyrir milligöngu Krists eru bréf til sjö safnaða samerfingja Jesú að ríkinu. (1:1-3:22) Á heildina litið hafa bréfin að geyma hrós, þar er bent á vandamál, gefin leiðrétting og/eða uppörvun og vísað til þeirrar blessunar sem hlýst af trúfesti og hlýðni. Þótt Efesusmenn hefðu sýnt þolgæði höfðu þeir afrækt sinn fyrri kærleika. Söfnuðurinn í Smýrnu var andlega auðugur og hvattur til að vera trúfastur í þrengingunni. Ofsóknir höfðu ekki bugað söfnuðinn í Pergamos en hann hafði umborið sértrúarstefnu. Þrátt fyrir aukið starf kristinna manna í Þýatíru voru Jessabelaráhrif þar. Söfnuðurinn í Sardes þurfti að vakna andlega, söfnuðurinn í Fíladelfíu var hvattur til að halda fast í það sem hann hafði, og Laódíkeumenn, sem voru hálfvolgir, þörfnuðust andlegrar lækningar.
Þarna voru góðar leiðbeiningar fyrir konunga framtíðarinnar — reyndar alla kristna menn! Er einhver okkar til dæmis orðinn hálfvolgur? Þá skal hann taka sig á! Hann á að Matteus 11:28, 29; Jóhannes 2:17.
verða eins og hressandi glas af köldu vatni á heitum degi og jafnframt að sýna brennandi kostgæfni gagnvart Jehóva og þjónustu hans. — SamanberLambið lýkur upp bókrollu
Þessu næst sér Jóhannes Jehóva í dýrðarhásæti sínu. (4:1-5:14) Hann er umkringdur 24 öldungum og fjórum verum. Hann heldur á bókrollu með sjö innsiglum í hendi sér. Hver getur lokið upp bókinni? Lambið, Jesús Kristur, er þess verður.
Áhrifamiklir atburðir verða er lambið lýkur upp fyrstu sex innsiglunum. (6:1-7:17) Þegar fyrsta innsiglinu er lokið upp birtist Kristur á hvítum hesti, honum er fengin kóróna (árið 1914) og hann sækir fram sigursæll. Næstu þrem innsiglum er lokið upp og aðrir riddarar hafa í för með sér stríð, hungur og dauða fyrir mannkynið. Þegar fimmta innsiglinu er lokið upp kalla þeir sem dáið hafa píslarvættisdauða vegna Krists á að hefnt sé fyrir blóð þeirra, og hverjum og einum er fengin „hvít skikkja“ er táknar réttláta stöðu tengda upprisu þeirra sem ódauðlegar andaverur með konungleg sérréttindi. (Samanber Opinberunarbókina 3:5; 4:4.) Þegar sjötta innsiglinu er lokið upp rennur reiðidagur Guðs og lambsins upp með jarðskjálfta. Þó er haldið aftur af „fjórum vindum jarðarinnar,“ sem tákna eyðingardóm, uns 144.000 þjónar Guðs hafa verið innsiglaðir. Um leið og þeir eru smurðir heilögum anda Guðs og getnir sem andlegir synir hans fá þeir táknrænt merki eða innsigli um himneska arfleifð sína. Innsiglunin verður fyrst varanleg eftir að þeir hafa verið prófreyndir. (Rómverjabréfið 8:15-17; 2. Korintubréf 1:21, 22) Og Jóhannes hlýtur að hafa verið mjög undrandi að sjá ‚mikinn múg‘ af öllum þjóðunum er táknar mannfjölda sem á í vændum eilíft líf í jarðneskri paradís. Þeir koma úr „þrengingunni miklu,“ mesta þrengingatíma mannkynsins.
Óvæntir atburðir gerast er sjöunda innsiglinu er lokið upp! (8:1-11:14) Gerð er hálfrar stundar þögn til að heyrast megi bænir hinna heilögu, en síðan er varpað eldi af altarinu til jarðar. Þá búast sjö englar til að blása í básúnur er boða plágur Guðs yfir kristna heiminn. Blásið er í básúnurnar allan endalokatímann uns þrengingin mikla rennur upp. Fjórar básúnur boða plágur fyrir jörðina, hafið, uppsprettur vatnanna og sólina, tunglið og stjörnurnar. Þegar blásið er í fimmtu básúnuna koma fram engisprettur sem tákna smurða kristna menn er streyma fram til bardaga frá og með 1919. Með sjötta básúnublæstrinum hefst árás riddaraliðs. Til uppfyllingar því hafa hinir smurðu, með liðsauka ‚múgsins mikla‘ frá 1935, boðað trúarleiðtogum kristna heimsins kveljandi dómsboðskap.
Að þessu búnu etur Jóhannes litla bókrollu til tákns um að hinir smurðu taki við verkefni sínu og nærist af þeim hluta orðs Guðs sem inniheldur dómana er þeir boða kristna heiminum. Postulanum er fyrirskipað að mæla helgidóminn en það táknar örugga uppfyllingu tilgangs Jehóva með musterið, svo og að þeir sem eru því tengdir standist kröfur Guðs. Síðan spá ‚tveir vottar,‘ hinir smurðu, íklæddir sekk, eru drepnir en reistir upp. Hér er vísað til áranna 1918-19 er fjandmenn þeirra gengu næstum af prédikunarstarfi þeirra dauðu, en þjónar Jehóva voru lífgaðir til þjónustu sinnar með undraverðum hætti.
Guðsríki fæðist!
Með sjöunda básúnublæstrinum er fæðing Guðsríkis boðuð. (11:15-12:17) Á himni fæðir táknræn kona (himneskt skipulag Guðs) sveinbarn (Guðsríki með Krist sem konung), en drekinn (Satan) reynir árangurslaust að gleypa það. Stríðið á himni nær hámarki eftir stofnsetningu Guðsríkis árið 1914 er hinn sigursæli Míkael (Jesús Kristur) varpaði drekanum og englum hans niður til jarðar. Þar heldur drekinn áfram að heyja stríð við þá sem eftir eru af afkomendum konunnar.
Nú sér Jóhannes villidýr sem gert er viðurstyggilegt líkneski af. (13:1-18) Þetta pólitíska villidýr með sjö höfuð og tíu horn stígur upp af „hafinu,“ hinum ólgusama manngrúa sem mannleg stjórn er sprottin af. (Samanber Daníel 7:2-8; 8:3-8, 20-25.) Hvaðan fær þetta táknræna dýr vald sitt? Frá engum öðrum en Satan, drekanum! Og hugsa sér! Tvíhyrnt dýr (ensk-ameríska heimsveldið) sést gera „líkneski,“ nú þekkt sem Sameinuðu þjóðirnar, af þessu pólitíska skrímsli. Margir eru þvingaðir til að tilbiðja villidýrið og taka við „merki“ þess með því að gera eins og því vel líkar og láta það ráða lífi sínu. En vottar Jehóva hafna einarðir djöfullegu merki villidýsins!
Þjónar Jehóva láta til skarar skríða
Ýmsir þjónar Guðs sjást að verki þegar hellt er úr sjö reiðiskálum Guðs. (14:1-16:21) Hlustum! Á himnesku Síonfjalli heyrir Jóhannes hinar 144.000 syngja nýjan söng. Engill flýgur um miðhimin með eilífan boðskap til að boða jarðarbúum. Hvað sýnir þetta? Að vottar Jehóva njóta hjálpar engla við að boða boðskapinn um Guðsríki.
Jóhannes hlýtur að vera furðu lostinn að sjá vínvið jarðar uppskorinn og heilar þjóðir kramdar þegar reiðivínþröng Guðs er troðin. (Samanber Jesaja 63:3-6; Jóel 3:17-19.) Að boði Jehóva hella sjö englar úr sjö reiðiskálum Guðs. Jörðin, hafið og uppsprettur vatnanna, svo og sólin, hásæti villidýsins og Efratfljótið, verða fyrir áhrifum af því þegar hellt er úr fyrstu sex skálunum. Reyndu að ímynda þér hve spenntur Jóhannes hefur verið er hann tekur eftir áróðri illra anda sem safna mennskum konungum saman til stríðs Guðs við Harmagedón. Miklar hamfarir verða þegar hellt er úr sjöundu skálinni yfir loftið.
Tvær táknrænar konur
Jóhannes er að sjálfsögðu stórhrifinn að verða vitni að endalokum Babýlonar hinnar miklu, heimsveldi falskra trúarbragða, og sjá hina gleðiríku atburði sem fylgja eyðingu hennar. (17:1-19:10) Hún er drukkin af blóði hinna heilögu og situr klofvega á skarlatsrauðu villidýri með sjö höfuð og tíu horn (Þjóðabandalaginu og arftaka þess, Sameinuðu þjóðunum). En hún hlýtur voveifleg endalok er hornin tíu snúast gegn henni!
Raddir á himnum lofa Jah fyrir eyðingu Babýlonar hinnar miklu. Með þrumuraust er boðað brúðkaup lambsins og brúðar þess, hinna smurðu sem upprisnir eru.
Kristur hrósar sigri og stjórnar
Nú sér Jóhannes konung konunga er hann leiðir himneskar hersveitir fram til að eyða heimskerfi Satans. (19:11-21) Já, Jesús, „Orðið Guðs,“ heyr stríð við þjóðirnar. Postulinn sér villidýrinu (pólitísku skipulagi Satans) og falsspámanninum (ensk-ameríska heimsveldinu) kastað í „eldsdíkið“ sem táknar algera og eilífa eyðingu.
Hvað gerist svo? Jóhannes sér Satan kastað í undirdjúp. Síðan rennur upp þúsundárastjórn Krists þegar Jesús og upprisnir meðstjórnendur hans dæma mannkynið og lyfta hlýðnum mönnum upp til mannlegs fullkomleika. (20:1-10) Að síðustu kemur lokaprófraun. Satan er leystur úr undirdjúpinu, hann hefst handa við að afvegaleiða fullkomnað mannkyn en loks er öllum uppreisnarmönnum gegn Guði og illum öndum tortímt.
Jóhannes hlýtur að vera gagntekinn þegar farið er aftur í tímann á ný og hann sér alla sem eru í dauðanum, Helju (sameiginlegri gröf mannkyns) og hafinu reista upp og dæmda frammi fyrir Guði sem situr í miklu, hvítu hásæti. (20:11-15) Og hvílíkur léttir fyrir alla ráðvanda menn er dauðanum og Helju er kastað í eldsdíkið þannig að þau geta aldrei framar heimt menn til sín!
Undir lok sýnarinnar sér Jóhannes nýja Jerúsalem. (21:1-22:21) Þessi stjórnarborg stígur niður af himni og færir þjóðunum ljós. Gegnum hina nýju Jerúsalem streymir ‚móða lífsvatnsins‘ sem táknar sannindi Ritningarinnar og sérhverja aðra ráðstöfun Guðs, byggða á fórn Jesú, til að endurheimta hlýðna menn úr fjötrum syndar og dauða og veita þeim eilíft líf. (Jóhannes 1:29; 17:3; 1. Jóhannesarbréf 2:1, 2) Beggja vegna fljótsins sér Jóhannes tré með læknandi laufi sem tákna hluta af ráðstöfun Jehóva til að veita hlýðnu mannkyni eilíft líf. Á eftir lokaboðskap frá Guði og Kristi kemur boð. Það er unaðslegt að heyra andann og brúðina bjóða hverjum sem þyrstur er að ‚koma og taka ókeypis lífsins vatn‘! Og er við lesum lokakafla Opinberunarbókarinnar smitumst við áreiðanlega af ákafa Jóhannesar er hann hrópar: „Amen, kom þú, Drottinn Jesús!“
[Rammi/Mynd á blaðsíðu 19]
Vakið: Meðal spádómsorðanna um stríð Guðs við Harmagedón segir: „Sjá, ég [Jesús Kristur] kem eins og þjófur. Sæll er sá sem vakir og varðveitir klæði sín, til þess að hann gangi ekki nakinn um og menn sjái blygðun hans.“ (Opinberunarbókin 16:15) Hér kann að vera vísað til skyldustarfa umsjónarmanns musterisfjallsins í Jerúsalem. Hann fór gegnum musterið á vöktunum til að kanna hvort Levítaverðirnir væru vakandi eða sofandi á verðinum. Fyndist vörður sofandi var hann laminn með staf og yfirhöfn hans jafnvel brennd sem smánarleg refsing. Núna, þegar Harmagedón er svona nærri, eru smurðar leifar hins ‚konunglega prestafélags‘ eða ‚andlega húss‘ staðráðnar í að halda sér andlega vakandi. Það verða félagar þeirra, ‚múgurinn mikli‘ sem hefur jarðneska von, einnig að gera því að hann innir líka af hendi heilaga þjónustu við Guð í musterinu. (1. Pétursbréf 2:5, 9; Opinberunarbókin 7:9-17) Einkum ættu kristnir umsjónarmenn að halda vöku sinni fyrir neikvæðu ástandi er þróast gæti í söfnuðinum. Vegna þess að þeir vaka varðveita allir drottinhollir dýrkendur í andlegu musteri Guðs „klæði“ sín, en þau tákna þá virðingarstöðu að vera vottar um Jehóva.